Smíði Volvo XC40 hafin í Belgíu Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2017 09:13 Volvo XC40 settur saman í verksmiðjunni í Gent í Belgíu. Talsverður spenningur er fyrir tilkomu nýs jepplings frá Volvo, þ.e. XC40 en raðsmíði hans er hafin í verksmiðju Volvo í Gent í Belgíu. Þó svo bíllinn komi ekki á markað fyrr en á fyrstu mánuðum næsta árs eru nú þegar komnar 13.000 pantanir í hann. Það verður því í nógu að snúast fyrir starfsfólk verksmiðjunnar í Gent að fylla uppí þær pantanir. Volvo XC40 er fyrsti bíll Volvo sem byggður er á CMA-undirvagninum sem er sameiginlegur með Geely og Volvo bílum, en kínverski bílasmiðurinn Geely er núverandi eigandi Volvo. Í verksmiðjunni í Gent eru líka smíðaðir Volvo V40, V40 Cross Country, S60 og V60 bílarnir. Í verksmiðjunni þurfti að bæta við 363 nýjum róbotum til smíði XC40 bílsins og var hún að auki stækkuð lítillega. Áhugasamir íslenskir kaupendur ættu ekki að þurfa að bíða mjög lengi eftir komu Volvo XC40, en hann mun koma í Brimborg á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og mun hann kosta frá 5.990.000 krónum og er þar um að ræða fjórhjóladrifna bíla. Fyrstu bílarnir sem munu rúlla útúr verksmiðjunni í Gent eru eingöngu fjórhjóladrifnir, en í kjölfarið verða í boði framhjóladrifnir og talsvert ódýrari útgáfur af þessum bíl. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent
Talsverður spenningur er fyrir tilkomu nýs jepplings frá Volvo, þ.e. XC40 en raðsmíði hans er hafin í verksmiðju Volvo í Gent í Belgíu. Þó svo bíllinn komi ekki á markað fyrr en á fyrstu mánuðum næsta árs eru nú þegar komnar 13.000 pantanir í hann. Það verður því í nógu að snúast fyrir starfsfólk verksmiðjunnar í Gent að fylla uppí þær pantanir. Volvo XC40 er fyrsti bíll Volvo sem byggður er á CMA-undirvagninum sem er sameiginlegur með Geely og Volvo bílum, en kínverski bílasmiðurinn Geely er núverandi eigandi Volvo. Í verksmiðjunni í Gent eru líka smíðaðir Volvo V40, V40 Cross Country, S60 og V60 bílarnir. Í verksmiðjunni þurfti að bæta við 363 nýjum róbotum til smíði XC40 bílsins og var hún að auki stækkuð lítillega. Áhugasamir íslenskir kaupendur ættu ekki að þurfa að bíða mjög lengi eftir komu Volvo XC40, en hann mun koma í Brimborg á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og mun hann kosta frá 5.990.000 krónum og er þar um að ræða fjórhjóladrifna bíla. Fyrstu bílarnir sem munu rúlla útúr verksmiðjunni í Gent eru eingöngu fjórhjóladrifnir, en í kjölfarið verða í boði framhjóladrifnir og talsvert ódýrari útgáfur af þessum bíl.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent