Jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 16. mars 2017 07:00 Þann 1. maí nk. mun nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu taka gildi, með það að markmiði að takmarka kostnað notenda við ákveðið hámarksþak á 12 mánaða tímabili og fækka greiðslukerfum í heilbrigðisþjónustunni. Þó verður ekki öll heilbrigðisþjónusta undir þaki þessa nýja greiðsluþátttökukerfis því enn verða í gildi nokkur önnur greiðsluþátttökukerfi (fyrir lyf, þjálfun o.fl.). Nokkur atriði þarf að staldra við í þessu nýja kerfi. Í fyrsta lagi eru þökin á hámarkskostnaði of há, en þau verða á bilinu 49.200-69.700 kr. (fer eftir notkun síðustu sex mánaða). Hámarkskostnaður aldraðra, öryrkja og barna verður lægri eða 46.467 kr. á ári. Að mínu mati eru þetta alltof háar tölur sem viðhalda ójöfnum aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Í öðru lagi er nýja greiðsluþátttökukerfið flókið og ógagnsætt, ólíkt því sem á við um greiðslukerfi lyfja, sem er miklu einfaldara, fyrirsjáanlegra og gagnsærra. Það getur ekki verið tilgangurinn að gera kerfið ógagnsætt og því óskiljanlegt að nýja greiðslukerfið skuli ekki vera eins uppbyggt og greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem allir skilja. Til viðbótar hinu nýja greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu er sem sé annað sér greiðslukerfi fyrir lyf, þar sem hámarkskostnaður einstaklinga er 62 þúsund á ári. Langflestir þeirra sem greiða hámarkskostnað fyrir heilbrigðisþjónustu í nýja kerfinu munu einnig greiða hámarkskostnað fyrir lyf. Því getur hámarkskostnaður einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu og lyfja orðið á bilinu 111 til 131 þúsund krónur á 12 mánaða tímabili. Það eru alltof há mörk sem viðhalda ójöfnuði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu, því tekjulægra fólk mun eiga í erfiðleikum með að greiða svo háar upphæðir. Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um heilbrigðismál að draga skuli úr greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu. Ljóst er að ef þessar breytingar ganga eftir, mun heilbrigðiskostnaður vissulega lækka hjá einstaka sjúklingum sem verða fyrir miklum heilbrigðiskostnaði en á móti kemur að heilbrigðiskostnaður verulegs hluta almennings mun stórhækka. Til viðbótar má benda á að hámarksþök á heilbrigðiskostnað á Íslandi eru miklu hærri en í Svíþjóð. Þar greiðir enginn hærra en 3.300 SEK (um 39.000 ISK) á 12 mánaða tímabili fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu eða 1/3 af því sem Íslendingur getur þurft að greiða. Hægt að lækka hámarksþök Að mínu mati er lag að lækka hámarksþök einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar. Ef gera á alla opinbera heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálsa, þ.e. hlut einstaklinga, getur það kostað ríkissjóð um 7 milljarða króna á ári. Það er markmið sem ber að stefna að, því þannig næst jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Til að setja upphæðina í samhengi er hún svipuð þeirri upphæð sem einstaklingar sem eiga fjármagn í skattaskjólum, þyrftu að greiða í skatt af þessum fjármagnseignum, en gera ekki í dag. Þegar hámarksgreiðslur notenda í heilbrigðisþjónustu eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga í stað þess að stærri hluti heilbrigðiskostnaðar dreifist á alla skattgreiðendur eins og gert er annars staðar á Norðurlöndunum, því það felur í sér ójafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Það er hægt að lækka útgjöld einstaklinga vegna lyfja og heilbrigðisþjónustu og jafnvel gera þann kostnað að engu. Allt snýst þetta um vilja. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. maí nk. mun nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu taka gildi, með það að markmiði að takmarka kostnað notenda við ákveðið hámarksþak á 12 mánaða tímabili og fækka greiðslukerfum í heilbrigðisþjónustunni. Þó verður ekki öll heilbrigðisþjónusta undir þaki þessa nýja greiðsluþátttökukerfis því enn verða í gildi nokkur önnur greiðsluþátttökukerfi (fyrir lyf, þjálfun o.fl.). Nokkur atriði þarf að staldra við í þessu nýja kerfi. Í fyrsta lagi eru þökin á hámarkskostnaði of há, en þau verða á bilinu 49.200-69.700 kr. (fer eftir notkun síðustu sex mánaða). Hámarkskostnaður aldraðra, öryrkja og barna verður lægri eða 46.467 kr. á ári. Að mínu mati eru þetta alltof háar tölur sem viðhalda ójöfnum aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Í öðru lagi er nýja greiðsluþátttökukerfið flókið og ógagnsætt, ólíkt því sem á við um greiðslukerfi lyfja, sem er miklu einfaldara, fyrirsjáanlegra og gagnsærra. Það getur ekki verið tilgangurinn að gera kerfið ógagnsætt og því óskiljanlegt að nýja greiðslukerfið skuli ekki vera eins uppbyggt og greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf sem allir skilja. Til viðbótar hinu nýja greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu er sem sé annað sér greiðslukerfi fyrir lyf, þar sem hámarkskostnaður einstaklinga er 62 þúsund á ári. Langflestir þeirra sem greiða hámarkskostnað fyrir heilbrigðisþjónustu í nýja kerfinu munu einnig greiða hámarkskostnað fyrir lyf. Því getur hámarkskostnaður einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu og lyfja orðið á bilinu 111 til 131 þúsund krónur á 12 mánaða tímabili. Það eru alltof há mörk sem viðhalda ójöfnuði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu, því tekjulægra fólk mun eiga í erfiðleikum með að greiða svo háar upphæðir. Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um heilbrigðismál að draga skuli úr greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu. Ljóst er að ef þessar breytingar ganga eftir, mun heilbrigðiskostnaður vissulega lækka hjá einstaka sjúklingum sem verða fyrir miklum heilbrigðiskostnaði en á móti kemur að heilbrigðiskostnaður verulegs hluta almennings mun stórhækka. Til viðbótar má benda á að hámarksþök á heilbrigðiskostnað á Íslandi eru miklu hærri en í Svíþjóð. Þar greiðir enginn hærra en 3.300 SEK (um 39.000 ISK) á 12 mánaða tímabili fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu eða 1/3 af því sem Íslendingur getur þurft að greiða. Hægt að lækka hámarksþök Að mínu mati er lag að lækka hámarksþök einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar. Ef gera á alla opinbera heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálsa, þ.e. hlut einstaklinga, getur það kostað ríkissjóð um 7 milljarða króna á ári. Það er markmið sem ber að stefna að, því þannig næst jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Til að setja upphæðina í samhengi er hún svipuð þeirri upphæð sem einstaklingar sem eiga fjármagn í skattaskjólum, þyrftu að greiða í skatt af þessum fjármagnseignum, en gera ekki í dag. Þegar hámarksgreiðslur notenda í heilbrigðisþjónustu eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga í stað þess að stærri hluti heilbrigðiskostnaðar dreifist á alla skattgreiðendur eins og gert er annars staðar á Norðurlöndunum, því það felur í sér ójafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Það er hægt að lækka útgjöld einstaklinga vegna lyfja og heilbrigðisþjónustu og jafnvel gera þann kostnað að engu. Allt snýst þetta um vilja. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun