Hugleiðing um íslenska heilbrigðiskerfið Dagbjört Jónsdóttir skrifar 4. maí 2017 07:00 Bygging nýs Landspítala hefur staðið til í að minnsta kosti síðastliðin tíu ár. Enn er bygging hans einungis á umræðustigi sem hefur afar neikvæð áhrif á heilbrigðiskerfið. Ég velti því fyrir mér hvert íslenskt heilbrigðiskerfi stefnir og þá sér í lagi hver verða örlög Landspítalans, eina sérhæfða sjúkrahúss landsins, sjúkrahússins okkar. Undanfarin tuttugu ár hefur að mínu mati verið unnið leynt og ljóst að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu árum hafa sprottið upp um alla borg aðgerðakjarnar þar sem gerðar eru aðgerðir allt frá að fjarlægja vörtur upp í stærri aðgerðir eins og brjóstnám og/eða liðskipti. Það er að sjálfsögðu í lagi að aðgerðakjarnar í einkaeigu séu fyrir hendi til að gera minni aðgerðir sem taldar eru áhættulitlar og létta á Landspítalanum. En svo er komið að margir læknar hafa ekki tíma til að sinna störfum á Landspítalanum vegna starfa sinna á einkavæddum stöðvum með áherslu á gróðahyggju og arðgreiðslur, og eins kaldhæðnislegt og það er greiðast þær af Sjúkratryggingum Íslands. Læknisstarfið er í eðli sínu göfugt og flestir læknar starfa af heilindum, því þykir mér miður að ákveðinn fjöldi lækna kjósi gróðahyggjuna.Nýr Landspítali Bygging nýs Landspítala hefur í mörg ár verið eins og heit kartafla sem enginn hefur viljað halda utan um og kastað er manna á milli. En nú er ekki hægt að bíða lengur með aðgerðir því komið er að þolmörkum. Það er gífurlega mikilvægt að byggt verði nýtt sjúkrahús sem búið er nýjustu tækjum og búnaði sem nútímasjúkrahús þurfa að hafa til að geta sinnt hlutverki sínu. Samkvæmt könnunum vilja nær allir landsmenn að byggður verði nýr Landspítali sem þjónar okkur öllum og jafnar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Landspítalinn er ekki bara húsakostur og tæki heldur starfar þar fjöldi fagmenntaðra starfsmanna af ýmsum toga, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar. Einnig eru þar stoðdeildir, rannsóknardeildir og aðrir starfsmenn sem allir hafa það að markmiði að lækna og líkna. Og þá er kennsluskylda Landspítalans afar mikilvæg enda eina háskólasjúkrahús landsins þar sem verðandi heilbrigðisstarfsmenn sækja menntun sína. En til þess að sjúkrahúsið geti framfylgt þeim skyldum sem þjóðfélagið leggur því á herðar hvað varðar kennslu, læknisþjónustu og rannsóknir er mjög brýnt að nýtt sjúkrahús verði að veruleika. Eins og allir landsmenn vita hefur Landspítalinn verið í stöðugu svelti í langan tíma sem skert hefur heilbrigðisþjónustuna í heild. Eftir að hafa unnið í tuttugu ár sem heilbrigðisstarfsmaður (sjúkraliði) á Landspítalanum tel ég mig geta lagt mat á þróun sjúkrahússins eða öllu heldur hnignun undanfarinna ára. Þegar ég tala um hnignun þá er ég ekki einungis að vísa í ónýt tæki eða úreltan búnað, þ.e. hið efnislega, heldur þau hugarfarslegu áhrif sem þetta niðurrif hefur haft á starfsmenn sjúkrahússins. Þetta stanslausa niðurrif hefur valdið því að starfsmenn upplifa sig valdalausa og án virðingar, en það sem verra er, við þessar aðstæður telja þeir sig ekki geta sinnt sjúklingum sínum af nægilegri fagmennsku og þeirri alúð sem þeim býr í brjósti.Ábyrgð stjórnvalda Ábyrgð stjórnvalda er mikil hvað varðar byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss ásamt styrkingu heilbrigðiskerfisins og jöfnu aðgengi allra landsmanna. Að lokum beini ég máli mínu beint til ráðamanna: Ég fer fram á það sem borgari þessa lands að farið verði að vilja landsmanna og nýr Landspítali rísi strax, en til þess að það megi verða þurfa stjórnvöld að taka niður einkavæðingargleraugun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Bygging nýs Landspítala hefur staðið til í að minnsta kosti síðastliðin tíu ár. Enn er bygging hans einungis á umræðustigi sem hefur afar neikvæð áhrif á heilbrigðiskerfið. Ég velti því fyrir mér hvert íslenskt heilbrigðiskerfi stefnir og þá sér í lagi hver verða örlög Landspítalans, eina sérhæfða sjúkrahúss landsins, sjúkrahússins okkar. Undanfarin tuttugu ár hefur að mínu mati verið unnið leynt og ljóst að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu árum hafa sprottið upp um alla borg aðgerðakjarnar þar sem gerðar eru aðgerðir allt frá að fjarlægja vörtur upp í stærri aðgerðir eins og brjóstnám og/eða liðskipti. Það er að sjálfsögðu í lagi að aðgerðakjarnar í einkaeigu séu fyrir hendi til að gera minni aðgerðir sem taldar eru áhættulitlar og létta á Landspítalanum. En svo er komið að margir læknar hafa ekki tíma til að sinna störfum á Landspítalanum vegna starfa sinna á einkavæddum stöðvum með áherslu á gróðahyggju og arðgreiðslur, og eins kaldhæðnislegt og það er greiðast þær af Sjúkratryggingum Íslands. Læknisstarfið er í eðli sínu göfugt og flestir læknar starfa af heilindum, því þykir mér miður að ákveðinn fjöldi lækna kjósi gróðahyggjuna.Nýr Landspítali Bygging nýs Landspítala hefur í mörg ár verið eins og heit kartafla sem enginn hefur viljað halda utan um og kastað er manna á milli. En nú er ekki hægt að bíða lengur með aðgerðir því komið er að þolmörkum. Það er gífurlega mikilvægt að byggt verði nýtt sjúkrahús sem búið er nýjustu tækjum og búnaði sem nútímasjúkrahús þurfa að hafa til að geta sinnt hlutverki sínu. Samkvæmt könnunum vilja nær allir landsmenn að byggður verði nýr Landspítali sem þjónar okkur öllum og jafnar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Landspítalinn er ekki bara húsakostur og tæki heldur starfar þar fjöldi fagmenntaðra starfsmanna af ýmsum toga, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar. Einnig eru þar stoðdeildir, rannsóknardeildir og aðrir starfsmenn sem allir hafa það að markmiði að lækna og líkna. Og þá er kennsluskylda Landspítalans afar mikilvæg enda eina háskólasjúkrahús landsins þar sem verðandi heilbrigðisstarfsmenn sækja menntun sína. En til þess að sjúkrahúsið geti framfylgt þeim skyldum sem þjóðfélagið leggur því á herðar hvað varðar kennslu, læknisþjónustu og rannsóknir er mjög brýnt að nýtt sjúkrahús verði að veruleika. Eins og allir landsmenn vita hefur Landspítalinn verið í stöðugu svelti í langan tíma sem skert hefur heilbrigðisþjónustuna í heild. Eftir að hafa unnið í tuttugu ár sem heilbrigðisstarfsmaður (sjúkraliði) á Landspítalanum tel ég mig geta lagt mat á þróun sjúkrahússins eða öllu heldur hnignun undanfarinna ára. Þegar ég tala um hnignun þá er ég ekki einungis að vísa í ónýt tæki eða úreltan búnað, þ.e. hið efnislega, heldur þau hugarfarslegu áhrif sem þetta niðurrif hefur haft á starfsmenn sjúkrahússins. Þetta stanslausa niðurrif hefur valdið því að starfsmenn upplifa sig valdalausa og án virðingar, en það sem verra er, við þessar aðstæður telja þeir sig ekki geta sinnt sjúklingum sínum af nægilegri fagmennsku og þeirri alúð sem þeim býr í brjósti.Ábyrgð stjórnvalda Ábyrgð stjórnvalda er mikil hvað varðar byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss ásamt styrkingu heilbrigðiskerfisins og jöfnu aðgengi allra landsmanna. Að lokum beini ég máli mínu beint til ráðamanna: Ég fer fram á það sem borgari þessa lands að farið verði að vilja landsmanna og nýr Landspítali rísi strax, en til þess að það megi verða þurfa stjórnvöld að taka niður einkavæðingargleraugun.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun