Erlent

Sextán ára stúlka stungin með hníf í skólastofu í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Kennari og samnemendur stúlkunnar urðu vitni af árásinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Kennari og samnemendur stúlkunnar urðu vitni af árásinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Sextán ára stúlka var stungin með hníf í skólastofu í Lier, vestur af norsku höfuðborginni Ósló, í morgun.

Norskir fjölmiðlar segja að stúlkan hafi verið flutt á sjúkrahús í Drammen með alvarlega áverka. „Ástandið er alvarlegt,“ hefur NRK eftir Rune Hunshamar hjá norsku lögreglunni.

Tilkynnt var um atvik í St. Hallvards skóla í morgun þar sem umrædd stúlka deildi við pilt, en stúlkan sneri að því loknu aftur til skólastofu sinnar. Nokkru síðar ruddist pilturinn inn í skólastofuna og stakk stúlkuna nokkrum sinnum.

Pilturinn flúði svo af vettvangi en varð síðar handtekinn. NRK segir piltinn vera nítján ára.

Kennari og samnemendur stúlkunnar urðu vitni að árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×