Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir helstu atvikin í magnaðri Formúlu 1 keppni í Bakú. Sjáðu uppgjörsþáttinn.
Frá fyrstu beygju til þeirrar síðustu var allt í bál og brand. Tvívegis kom öryggisbíllinn út og um tíma var keppnin stöðvuð til að hreinsa brot af brautinni. Sjón er sögu ríkari.
Allt í bál og brand í Bakú | Sjáðu uppgjörsþáttinn
Tengdar fréttir

Myndband: Sjáðu árekstur Hamilton og Vettel
Upp úr sauð í heimsmeisarakeppni ökumanna í Formúlu 1 í kappaksrinum í Bakú. Sebastian Vettel keyrði aftan á Lewis Hamilton fyrir aftan öryggisbílinn. Vettel fannst á sér brotið og keyrði upp að hlið Hamilton og keyrði svo á Hamilton. Sjáðu atvikið í spilara í fréttinni.

Daniel Ricciardo vann ótrúlega keppni í Bakú
Daniel Ricciardo kom fyrstur í mark á Red Bull bílnum í Formúlu 1 keppninni í Bakú. Valtteri Bottas varð annar á Mercedes og Lance Stroll varð þriðji á Williams.