Verðbólga og vísitala eru samofin Einar G. Harðarson skrifar 28. júlí 2017 12:22 Kreppan mikla 1930 var leyst með auknum kaupmætti. Fólk var ráðið í vinnu hjá ríkinu til að vinna verk sem ekki voru til áður. Það jók kaupmátt, verksmiðjur fóru að framleiða og gátu ráðið fleiri í vinnu sem jók hagvöxt. Kreppan var leyst en verðbólga „varð til“. Þessi aðferð er sú að auka peningamagn í umferð og hefur verið kennd við John Maynard Keynes hagfræðing. Í kjölfarið á þessari lausn hafa sprottið mörg deiluefni og vandamál. Meginheiti verðbólgu er inflation sem rekja má til þess að eitthvað sé fyllt lofti eða blásið út. Vísitala er því að sama skapi innantóm og gerir í raun ekkert annað en að vera mælitæki á raunverulegt efnahagsástand ef allar breytur eru teknar inn í vísitölu. Vísitölutenging er því af hinu góða í raun ef rétt er að staði. Verðbólga var ekki mikið þekkt hér á landi fyrr en eftir 1970. Hagvöxtur var mikill áratuginn 1970 til 1980 eða um 5% og kaupmáttur ráðstöfunartekna 5,7% á ári. Upp úr 1980 varð verðbólga hér að verulegu efnahagsmáli sem olli bæði miklum hagnaði og tapi fjölmarga sem áttu í viðskiptum. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars 1983 það ár en vísitalan hækkaði um 10,3 % milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar yfir 220% verðbólgu á ári.Launavísitala Fyrirtæki stóðu ekki undir launahækkunum og um vorið 1983 var launavísitalan tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan látin halda sér. Þessar vísitölur voru tengdar fyrir þann tíma sem gerði það að laun hækkuðu ef vísitala framfærslukostnaður hækkaði. Þessi ákvörðun stjórnvalda hefur haft margvíslegar afleiðingar. Eftir þetta er vísitala bara að hluta til sama mælitæki og það var því þar er aðeins mæld verðlagshækkun en ekki kaupmáttur. Að tengja lán við svona vísitölu gerir launamann varnarlausan fyrir verðbólgu en lánveitandann að fullu varinn. Merkilegt má teljast að ekki hafi verið gripið í taumana fyrr og gerðar breytingar á einn eða annan máta til baka. Árið 2008 þá voru inneignir í peningum í bönkum tryggðar en vísitalan var ekki fryst eins og hefði verið í samræmi þá. Önnur álíka aðgerð þar sem ákveðin hópur er tekinn út, varinn en aðrir skildir eftir. Það er öllum ljóst hve mikill skaði það er fyrir launamenn að lán séu vísitölutengd en ekki laun þegar verðbólga fer af stað. Mikið er talað um að taka ekki lán í öðrum gjaldmiðli en laun eru greidd í. Hér er um að ræða sitthvern og ólíkan gjaldmiðil, króna og vísitölubundin króna. Afl þeirra sem vilja rétta vísitölu eða að afnema vísitölutengingu er greinilega mun minna en afl þeirra sem vilja halda óbreyttri vísitölu. Fasteignavísitala hefur ekki verið aftengd neysluvísitölu eins og flest önnur lönd gera. Vísitala er nánast ekki notuð í lánaviðskiptum í öðrum löndum og síst til neytenda. Vist er að vísitala væri ekki notuð nema að það komi lánveitanda, sem ræður för, til góða.Betri gjaldmiðill Verðbólga hefur verið mjög lág hér á landi, í sögulegu samhengi, sé horft til síðustu áratuga. Það er því merkilegt að stjórnvöld noti ekki þetta tækifæri til að gera breytingar á vísitölunni. Þegar verðbólga er lág hafa breytingar minnst vægi. Ef vilji er fyrir því að nota vísitöluna áfram í lánaviðskiptum þá ætti t.d. strax að taka fasteignavísitölu út úr neysluvísitölunni. Vextir eiga að geta verið mjög lágir hér á landi ef verðbólgu vísitala er notuð í lánaviðskiptum. Stærsti áhættuþátturinn er þar tekin út, verðbólgan. Seðlabankinn hefur haldið uppi háu vaxtastigi til að spyrna gegn verðólgu. Segja má að tekist hafi vel til í því sambandi. Lágir vextir kalla í góðæri á þenslu t.d. hækkun fasteignaverðs. Fleira heldur þó uppi háu vaxtastigi hér á landi en það er lögbundin krafa um lágmarksávöxtun lífeyrissjóða. Á meðan svo er geta t.d. bankar sem fjármagna sig með lánum frá lífeyrissjóðum tæplega lækkað vexti. Eitt er að hafa rétta vísitölu og rétt og sanngjörn viðmið en annað og meira mál er að hér sé ekki verðbólga. Vísitala hvernig sem hún er mæld skiptir engu máli ef ekki er nein verðbólga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Kreppan mikla 1930 var leyst með auknum kaupmætti. Fólk var ráðið í vinnu hjá ríkinu til að vinna verk sem ekki voru til áður. Það jók kaupmátt, verksmiðjur fóru að framleiða og gátu ráðið fleiri í vinnu sem jók hagvöxt. Kreppan var leyst en verðbólga „varð til“. Þessi aðferð er sú að auka peningamagn í umferð og hefur verið kennd við John Maynard Keynes hagfræðing. Í kjölfarið á þessari lausn hafa sprottið mörg deiluefni og vandamál. Meginheiti verðbólgu er inflation sem rekja má til þess að eitthvað sé fyllt lofti eða blásið út. Vísitala er því að sama skapi innantóm og gerir í raun ekkert annað en að vera mælitæki á raunverulegt efnahagsástand ef allar breytur eru teknar inn í vísitölu. Vísitölutenging er því af hinu góða í raun ef rétt er að staði. Verðbólga var ekki mikið þekkt hér á landi fyrr en eftir 1970. Hagvöxtur var mikill áratuginn 1970 til 1980 eða um 5% og kaupmáttur ráðstöfunartekna 5,7% á ári. Upp úr 1980 varð verðbólga hér að verulegu efnahagsmáli sem olli bæði miklum hagnaði og tapi fjölmarga sem áttu í viðskiptum. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars 1983 það ár en vísitalan hækkaði um 10,3 % milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar yfir 220% verðbólgu á ári.Launavísitala Fyrirtæki stóðu ekki undir launahækkunum og um vorið 1983 var launavísitalan tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan látin halda sér. Þessar vísitölur voru tengdar fyrir þann tíma sem gerði það að laun hækkuðu ef vísitala framfærslukostnaður hækkaði. Þessi ákvörðun stjórnvalda hefur haft margvíslegar afleiðingar. Eftir þetta er vísitala bara að hluta til sama mælitæki og það var því þar er aðeins mæld verðlagshækkun en ekki kaupmáttur. Að tengja lán við svona vísitölu gerir launamann varnarlausan fyrir verðbólgu en lánveitandann að fullu varinn. Merkilegt má teljast að ekki hafi verið gripið í taumana fyrr og gerðar breytingar á einn eða annan máta til baka. Árið 2008 þá voru inneignir í peningum í bönkum tryggðar en vísitalan var ekki fryst eins og hefði verið í samræmi þá. Önnur álíka aðgerð þar sem ákveðin hópur er tekinn út, varinn en aðrir skildir eftir. Það er öllum ljóst hve mikill skaði það er fyrir launamenn að lán séu vísitölutengd en ekki laun þegar verðbólga fer af stað. Mikið er talað um að taka ekki lán í öðrum gjaldmiðli en laun eru greidd í. Hér er um að ræða sitthvern og ólíkan gjaldmiðil, króna og vísitölubundin króna. Afl þeirra sem vilja rétta vísitölu eða að afnema vísitölutengingu er greinilega mun minna en afl þeirra sem vilja halda óbreyttri vísitölu. Fasteignavísitala hefur ekki verið aftengd neysluvísitölu eins og flest önnur lönd gera. Vísitala er nánast ekki notuð í lánaviðskiptum í öðrum löndum og síst til neytenda. Vist er að vísitala væri ekki notuð nema að það komi lánveitanda, sem ræður för, til góða.Betri gjaldmiðill Verðbólga hefur verið mjög lág hér á landi, í sögulegu samhengi, sé horft til síðustu áratuga. Það er því merkilegt að stjórnvöld noti ekki þetta tækifæri til að gera breytingar á vísitölunni. Þegar verðbólga er lág hafa breytingar minnst vægi. Ef vilji er fyrir því að nota vísitöluna áfram í lánaviðskiptum þá ætti t.d. strax að taka fasteignavísitölu út úr neysluvísitölunni. Vextir eiga að geta verið mjög lágir hér á landi ef verðbólgu vísitala er notuð í lánaviðskiptum. Stærsti áhættuþátturinn er þar tekin út, verðbólgan. Seðlabankinn hefur haldið uppi háu vaxtastigi til að spyrna gegn verðólgu. Segja má að tekist hafi vel til í því sambandi. Lágir vextir kalla í góðæri á þenslu t.d. hækkun fasteignaverðs. Fleira heldur þó uppi háu vaxtastigi hér á landi en það er lögbundin krafa um lágmarksávöxtun lífeyrissjóða. Á meðan svo er geta t.d. bankar sem fjármagna sig með lánum frá lífeyrissjóðum tæplega lækkað vexti. Eitt er að hafa rétta vísitölu og rétt og sanngjörn viðmið en annað og meira mál er að hér sé ekki verðbólga. Vísitala hvernig sem hún er mæld skiptir engu máli ef ekki er nein verðbólga.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun