Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 25-25 | Valur tók stig af toppliðinu Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshöllinni að Hlíðarenda skrifar 6. febrúar 2017 21:15 vísir/anton brink Valur og Afturelding skildu jöfn 25-25 í æsispennandi leik í Valshöllinni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Valur var 14-10 yfir í hálfleik. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Afturelding þó með yfirhöndina þrátt fyrir að leikmenn liðsins virtust þungir á fótunum og nokkuð frá sínu besta. Valsmenn virtust átta sig á að þeir gætu keyrt yfir gestina er leið á seinni hálfleikinn og skoruðu sjö mörk í röð á tíu mínútna kafla og komust í 14-8 þegar skammt var til hálfleiks. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Afturelding að skora tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks á síðustu mínútunni og koma sér inn í leikin áður en flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Mosfellsbænum unnu sig enn betur inn í leikinn er leið á seinni hálfleik og komst yfir þegar sex mínútur rúmlega voru eftir af leiknum. Afturelding var tveimur mörkum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir en Valur náði að jafna í 24-24. Liðin skiptust á mörkum en Valsmenn jöfnuðu metin úr vítakasti á síðustu mínútu leiksins. Afturelding náði ekki að skora en minnstu munaði að Valur næði að stela sigrinum á síðustu sekúndu leiksins en skot Ýmis Arnar Gíslasonar vildi ekki inn í markið. Heimir Örn Árnason og Svavar Pétursson dæmdu leikinn að mestu leiti vel. Þeir virtust þó vera að missa tökin seint í leiknum en það verður að hrósa þeim hvernig þeir nýttu seinna leikhlé Vals þegar sex mínútur voru eftir til að ná áttum á ný og var á ný komin ró yfir leikinn síðustu mínúturnar þrátt fyrir mikla spennu í leiknum. Josip Juric átti mjög góðan leik fyrir Val og sýndi stáltaugar í lokin þegar hann jafnaði metin úr vítaskasti. Guðni Már Kristinsson var frábær fyrir Afturelding og með 100% skotnýtingu þar til hann fékk tækifæri til að koma Aftureldingu tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá varði Sigurður Ingiberg Ólafsson sem steig upp með mikilvægar markvörslur seint í leiknum. Afturelding er á toppi deildarinnar nú þegar tveir þriðju hlutar hennar eru búnir með 25 stig, stigi meira en Haukar. Valur er í fjórða sæti með 19 stig. Einar Andri: Eigum að geta spilað þó við séum þungir eftir janúar„Þetta er unnið stig eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir sex mörkum undir í lok fyrri hálfleiks en náum að koma því niður í fjögur. Við byrjum svo seinni hálfleik mjög vel og náum að gera þetta að jöfnum leik í seinni hálfleik. Það var ekki sjálfgefið þegar menn eru búnir að koma sér í svona holu.“ Mosfellingar virkuðu þungir í fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega getað verið í enn verri stöðu í hálfleik en 14-10 undir. „Mér fannst við satt að segja ekki alveg klárir. Við erum með leikinn svo að segja. Vorum 8-7 yfir og búnir að fara með víti og tvö hraðaupphlaup og það segir mér að við höfum ekki verið fullkomlega klárir í þetta. „Það kom svo í ljós er leið á fyrri hálfleikinn en menn náðu að setja sig í stand í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Stigið í kvöld skilar því að Afturelding er með eins stigs forystu á Hauka á toppi deildarinnar þegar ein umferð af þremur er eftir. „Við erum ekkert að horfa á töfluna þó einhverjir trúi því ekki. Við vitum sem er að þetta snýst allt um að vera klár í úrslitakeppni og það miðar öll vinnan að því. „Við erum að setja saman svolítið breytt lið frá því fyrir áramót og það sést alveg að það er töluvert hikst á okkur. „Ég held það séu allir þungir núna en það má ekki fórna leikjum. Við eigum að geta spilað þó við séum aðeins þungir eftir janúar,“ sagði Einar Andri. Guðlaugur: Allt annað að sjá okkur í kvöld„Eins og þetta var þegar átta mínútur eru eftir erum við ánægðir með stig,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfari Vals. „Við vorum komnir tveimur mörkum undir og það var góður karakter hjá okkur að koma til baka og fá þetta stig. Með smá heppni hefðum við getað tekið báða punktana.“ Valsmenn voru sex mörkum yfir þegar innan við mínúta var til hálfleiks en Afturelding skoraði tvö mörk á augabragði og minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik. „Þeir náðu að koma sér inn í leikinn þessar síðustu 15 sekúndur fyrri hálfleiks. Þeir ná að skora tvö mörk hratt á okkur. Svo minnka þeir þetta fljótt niður í tvö mörk í seinni hálfleik og þá var þetta orðinn hörku leikur aftur. Við hefðum þurft að vera aðeins skynsamari. „Við klikkum á dauðafærum og gerum feila. Að sama skapi var vörnin ekki að klára sig eins vel í seinni hálfleik og hún gerði í fyrri. En heilt yfir er ég ánægður með strákana.“ Valsmenn töpuðu fyrsta leiknum eftir áramót illa á Akureyri og því var kærkomið fyrir liðið að leika mun betur og fá stig í kvöld. „Mér finnst mikilvægt hvernig við komum til baka inni á vellinum. Bæði liðsheildin og karakterinn. Það var allt annað að sjá okkur í kvöld en á fimmtudaginn. Það finnst mér vera sterkasti punkturinn fyrir framhaldið,“ sagði Guðlaugur.vísir/antonvísir/anton Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Valur og Afturelding skildu jöfn 25-25 í æsispennandi leik í Valshöllinni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Valur var 14-10 yfir í hálfleik. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Afturelding þó með yfirhöndina þrátt fyrir að leikmenn liðsins virtust þungir á fótunum og nokkuð frá sínu besta. Valsmenn virtust átta sig á að þeir gætu keyrt yfir gestina er leið á seinni hálfleikinn og skoruðu sjö mörk í röð á tíu mínútna kafla og komust í 14-8 þegar skammt var til hálfleiks. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Afturelding að skora tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks á síðustu mínútunni og koma sér inn í leikin áður en flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Mosfellsbænum unnu sig enn betur inn í leikinn er leið á seinni hálfleik og komst yfir þegar sex mínútur rúmlega voru eftir af leiknum. Afturelding var tveimur mörkum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir en Valur náði að jafna í 24-24. Liðin skiptust á mörkum en Valsmenn jöfnuðu metin úr vítakasti á síðustu mínútu leiksins. Afturelding náði ekki að skora en minnstu munaði að Valur næði að stela sigrinum á síðustu sekúndu leiksins en skot Ýmis Arnar Gíslasonar vildi ekki inn í markið. Heimir Örn Árnason og Svavar Pétursson dæmdu leikinn að mestu leiti vel. Þeir virtust þó vera að missa tökin seint í leiknum en það verður að hrósa þeim hvernig þeir nýttu seinna leikhlé Vals þegar sex mínútur voru eftir til að ná áttum á ný og var á ný komin ró yfir leikinn síðustu mínúturnar þrátt fyrir mikla spennu í leiknum. Josip Juric átti mjög góðan leik fyrir Val og sýndi stáltaugar í lokin þegar hann jafnaði metin úr vítaskasti. Guðni Már Kristinsson var frábær fyrir Afturelding og með 100% skotnýtingu þar til hann fékk tækifæri til að koma Aftureldingu tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá varði Sigurður Ingiberg Ólafsson sem steig upp með mikilvægar markvörslur seint í leiknum. Afturelding er á toppi deildarinnar nú þegar tveir þriðju hlutar hennar eru búnir með 25 stig, stigi meira en Haukar. Valur er í fjórða sæti með 19 stig. Einar Andri: Eigum að geta spilað þó við séum þungir eftir janúar„Þetta er unnið stig eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir sex mörkum undir í lok fyrri hálfleiks en náum að koma því niður í fjögur. Við byrjum svo seinni hálfleik mjög vel og náum að gera þetta að jöfnum leik í seinni hálfleik. Það var ekki sjálfgefið þegar menn eru búnir að koma sér í svona holu.“ Mosfellingar virkuðu þungir í fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega getað verið í enn verri stöðu í hálfleik en 14-10 undir. „Mér fannst við satt að segja ekki alveg klárir. Við erum með leikinn svo að segja. Vorum 8-7 yfir og búnir að fara með víti og tvö hraðaupphlaup og það segir mér að við höfum ekki verið fullkomlega klárir í þetta. „Það kom svo í ljós er leið á fyrri hálfleikinn en menn náðu að setja sig í stand í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Stigið í kvöld skilar því að Afturelding er með eins stigs forystu á Hauka á toppi deildarinnar þegar ein umferð af þremur er eftir. „Við erum ekkert að horfa á töfluna þó einhverjir trúi því ekki. Við vitum sem er að þetta snýst allt um að vera klár í úrslitakeppni og það miðar öll vinnan að því. „Við erum að setja saman svolítið breytt lið frá því fyrir áramót og það sést alveg að það er töluvert hikst á okkur. „Ég held það séu allir þungir núna en það má ekki fórna leikjum. Við eigum að geta spilað þó við séum aðeins þungir eftir janúar,“ sagði Einar Andri. Guðlaugur: Allt annað að sjá okkur í kvöld„Eins og þetta var þegar átta mínútur eru eftir erum við ánægðir með stig,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfari Vals. „Við vorum komnir tveimur mörkum undir og það var góður karakter hjá okkur að koma til baka og fá þetta stig. Með smá heppni hefðum við getað tekið báða punktana.“ Valsmenn voru sex mörkum yfir þegar innan við mínúta var til hálfleiks en Afturelding skoraði tvö mörk á augabragði og minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik. „Þeir náðu að koma sér inn í leikinn þessar síðustu 15 sekúndur fyrri hálfleiks. Þeir ná að skora tvö mörk hratt á okkur. Svo minnka þeir þetta fljótt niður í tvö mörk í seinni hálfleik og þá var þetta orðinn hörku leikur aftur. Við hefðum þurft að vera aðeins skynsamari. „Við klikkum á dauðafærum og gerum feila. Að sama skapi var vörnin ekki að klára sig eins vel í seinni hálfleik og hún gerði í fyrri. En heilt yfir er ég ánægður með strákana.“ Valsmenn töpuðu fyrsta leiknum eftir áramót illa á Akureyri og því var kærkomið fyrir liðið að leika mun betur og fá stig í kvöld. „Mér finnst mikilvægt hvernig við komum til baka inni á vellinum. Bæði liðsheildin og karakterinn. Það var allt annað að sjá okkur í kvöld en á fimmtudaginn. Það finnst mér vera sterkasti punkturinn fyrir framhaldið,“ sagði Guðlaugur.vísir/antonvísir/anton
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira