Bæjarstjórinn lógar ketti sem klikkaðist Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og vandræðakötturinn Gosi. Mynd/Aldís Hafsteinsdóttir „Þetta er svo sorglegt, eins og ég er búin að hafa fyrir þessum snarbilaða ketti,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði sem fyrir nokkrum dögum neyddist til að láta lóga heimiliskettinum Gosa. Aldís segir að svo virðist sem Gosi hafi sturlast eftir flugeldasýninguna á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum um þar síðustu helgi. „Ég vil frekar trúa því heldur en að einhver hafi verið svona vondur við hann. Hann var eins og umskiptingur,“ lýsir bæjarstjórinn breytingunni sem orðin var á Gosa er hann sneri heim eftir flugeldasýninguna. „Hann hvarf inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og lá þar og við urðum að skrúfa uppþvottavélina frá með meiriháttar tilfæringum til að ná honum. Þegar það tókst varð hann alveg kolvitlaus, beit og klóraði þannig að við misstum hann úr fanginu og út í garð og þá lét hann sig bara hverfa,“ rekur Aldís atburðarásina á bæjarstjóraheimilinu. Brugðið var á það ráð að lýsa eftir Gosa á Facebook-síðu Hvergerðinga. Það var reyndar alls ekki í fyrsta skipti því kötturinn var að sögn Aldísar erfiður unglingur. „Hann var orðinn býsna frægur, sérstaklega í upphafi þegar fólki fannst fyndið hvað ég var í miklu basli með hann. Um leið og við hleyptum honum fyrst út þá stakk hann af og lét ekki sjá sig. Við vorum endalaust að lýsa eftir honum á Facebook-síðu bæjarbúa,“ segir Aldís. „Svo eyðilagði hann allar gardínur hjá okkur og braut borðstofuljósið og ýmislegt fleira, þetta var mjög erfiður unglingur. En það tókst að temja Gosa þokkalega þannig að hann varð fínasti heimilisköttur nema hann var alltaf svona hvekktur.“ Gosi var þannig dálítið veiklaður fyrir. „Það mátti ekki hnerra nálægt honum þá fékk hann áfall og hljóp allur í hnút,“ segir Aldís sem kveðst fúslega viðurkenna að gleymst hafi að loka Gosa inni fyrir flugeldasýninguna sem reynst hafi fullmikið af því góða fyrir köttinn. „Hann hafði slæmt upplag en þetta gerði útslagið. Þetta er kannski ágætis áminning til kattaeigenda að passa upp á dýrin þegar svona er.“ Í byrjun þessarar viku kom Gosi svo aftur í leitirnar og var færður á bæjarstjóraheimilið. „Þá var hann alveg ótrúlega kolvitlaus, við réðum ekkert við hann. Ég hef aldrei séð að gæludýr gæti orðið svona. Við misstum hann aftur inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og það var ekki séns að ná honum,“ segir Aldís sem kveður son sinn þó hafa náð að lokka Gosa fram eina nóttina. Hvergerðingar fengu að frétta af ævintýrum og örlögum Gosa á bloggsíðu bæjarstjórans sem sagði köttinn orðinn klikkaðan, heimilið eins og í herkví og alla orðna loghrædda áður en yfir lauk og dýrið var svæft svefninum langa eftir rúmlega tveggja ára ævi. „Núna dansar hann glaður í sumarlandinu vona ég,“ segir bæjarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
„Þetta er svo sorglegt, eins og ég er búin að hafa fyrir þessum snarbilaða ketti,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði sem fyrir nokkrum dögum neyddist til að láta lóga heimiliskettinum Gosa. Aldís segir að svo virðist sem Gosi hafi sturlast eftir flugeldasýninguna á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum um þar síðustu helgi. „Ég vil frekar trúa því heldur en að einhver hafi verið svona vondur við hann. Hann var eins og umskiptingur,“ lýsir bæjarstjórinn breytingunni sem orðin var á Gosa er hann sneri heim eftir flugeldasýninguna. „Hann hvarf inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og lá þar og við urðum að skrúfa uppþvottavélina frá með meiriháttar tilfæringum til að ná honum. Þegar það tókst varð hann alveg kolvitlaus, beit og klóraði þannig að við misstum hann úr fanginu og út í garð og þá lét hann sig bara hverfa,“ rekur Aldís atburðarásina á bæjarstjóraheimilinu. Brugðið var á það ráð að lýsa eftir Gosa á Facebook-síðu Hvergerðinga. Það var reyndar alls ekki í fyrsta skipti því kötturinn var að sögn Aldísar erfiður unglingur. „Hann var orðinn býsna frægur, sérstaklega í upphafi þegar fólki fannst fyndið hvað ég var í miklu basli með hann. Um leið og við hleyptum honum fyrst út þá stakk hann af og lét ekki sjá sig. Við vorum endalaust að lýsa eftir honum á Facebook-síðu bæjarbúa,“ segir Aldís. „Svo eyðilagði hann allar gardínur hjá okkur og braut borðstofuljósið og ýmislegt fleira, þetta var mjög erfiður unglingur. En það tókst að temja Gosa þokkalega þannig að hann varð fínasti heimilisköttur nema hann var alltaf svona hvekktur.“ Gosi var þannig dálítið veiklaður fyrir. „Það mátti ekki hnerra nálægt honum þá fékk hann áfall og hljóp allur í hnút,“ segir Aldís sem kveðst fúslega viðurkenna að gleymst hafi að loka Gosa inni fyrir flugeldasýninguna sem reynst hafi fullmikið af því góða fyrir köttinn. „Hann hafði slæmt upplag en þetta gerði útslagið. Þetta er kannski ágætis áminning til kattaeigenda að passa upp á dýrin þegar svona er.“ Í byrjun þessarar viku kom Gosi svo aftur í leitirnar og var færður á bæjarstjóraheimilið. „Þá var hann alveg ótrúlega kolvitlaus, við réðum ekkert við hann. Ég hef aldrei séð að gæludýr gæti orðið svona. Við misstum hann aftur inn í sökkulinn á eldhúsinnréttingunni og það var ekki séns að ná honum,“ segir Aldís sem kveður son sinn þó hafa náð að lokka Gosa fram eina nóttina. Hvergerðingar fengu að frétta af ævintýrum og örlögum Gosa á bloggsíðu bæjarstjórans sem sagði köttinn orðinn klikkaðan, heimilið eins og í herkví og alla orðna loghrædda áður en yfir lauk og dýrið var svæft svefninum langa eftir rúmlega tveggja ára ævi. „Núna dansar hann glaður í sumarlandinu vona ég,“ segir bæjarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira