Erlent

Óttast að fjörutíu séu grafnir í rústum byggingar í Mumbai

Atli Ísleifsson skrifar
Húsið er í afar þéttbýlu hverfi sem kallast Bhendi Bazaar.
Húsið er í afar þéttbýlu hverfi sem kallast Bhendi Bazaar. Vísir/AFP
Óttast er að rúmlega fjörutíu séu grafnir undir rústum byggingar í indversku borginni Mumbai sem féll saman í nótt. Sjö hafa fundist látnir.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að húsið sé í afar þéttbýlu hverfi sem kallast Bhendi Bazaar og er byggingin um hundrað ára gömul. Björgunarlið er að störfum í húsarústunum.

Ekki er óalgengt að byggingar hrynji á Indlandi, sérstaklega á rigningartímanum og er lélegum byggingaraðferðum og hrörlegu ástandi um að kenna. Þannig fórust sautján manns Í júlí þegar hús hrundi í öðru hverfi í Mumbai.

Gríðarlegt tjón hefur orðið í rigningum í Nepal, Bangladess og á Indlandi síðustu daga og er óttast að allt að tólf hundruð manns hafi látið lífið á svæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×