Erlent

Kastaði flugeldum inn á veitingastað

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirmaður veitingastaðarins sagði að starfsmenn hans hefðu verið of hræddir til að mæta aftur í vinnuna. Engan sakaði þó.
Yfirmaður veitingastaðarins sagði að starfsmenn hans hefðu verið of hræddir til að mæta aftur í vinnuna. Engan sakaði þó.
Lögreglan í Liverpool rannsakar nú atvik þar sem hettuklæddur maður kastaði flugeldatertu inn á veitingastað á mánudaginn. Atvikið náðist á myndband þar sem sjá má starfsmenn Hello Pizza hlaupa undan látunum. Einn maður sem stóð fyrir framan afgreiðsluborðið þurfti að hoppa yfir það til að komast undan.

Yfirmaður veitingastaðarins sagði Liverpool Echo að starfsmenn hans hefðu verið of hræddir til að mæta aftur í vinnuna. Engan sakaði þó.

Manninn grunar að þetta hafi verið gert í hefndarskyni fyrir það að hann hringdi á lögregluna eftir skotárás á svæðinu um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×