Hvert skal stefna í heilbrigðismálum? Elsa Lára Arnardóttir og Tanja Rún Kristmannsdóttir skrifar 16. maí 2017 12:31 Undanfarið hefur samfélagið kallað á bætt heilbrigðiskerfi og var það mjög áberandi í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Ákall samfélagsins sýnir fram á mikilvægi stefnumótunar í heilbrigðismálum og nauðsyn þess að halda áfram að veita fé til málaflokksins með markvissum hætti. Þingflokkur Framsóknarflokksins tekur undir þetta ákall og því var þingsályktunartillaga um heilbrigðisáætlun forgangsmál þingflokksins á yfirstandandi þingi. Tillagan gekk til velferðarnefndar Alþingis og hefur nú verið afgreidd þaðan í þverpólitískri sátt og bíður nú seinni umræðu. Vegna þeirrar umræðu sem uppi hefur verið í samfélaginu um mikilvægu stefnumótunar í heilbrigðismálum þá er nauðsynlegt að tillagan komist sem fyrst á dagskrá og verði afgreidd frá Alþingi. Framsóknarmenn lögðu fram umrædda heilbrigðisáætlun þar sem enga áætlun í heilbrigðismálum var að finna á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á þessu þingi, þó að talsverð vinna hafi farið fram í þeim efnum á síðasta kjörtímabili. Eftir afgreiðslu málsins frá velferðarnefnd þingsins þá fjallar tillaga okkar Framsóknarmanna um að heilbrigðisráðherra haldi áfram vinnu við gerð heilbrigðisáætlunar og leggi hana fyrir á Alþingi eins fljótt og mögulegt er. Í áætluninni verði verkferlar innan heilbrigðiskerfisins skýrðir og þar komi fram hvaða aðilar eigi að veita þjónustu innan kerfisins. Skilgreint verði hvaða þjónustu eigi að veita á Landspítalanum, hvaða þjónustu eigi að veita á heilbrigðisstofnunum víða um landið og hvaða þjónustu einkaaðilar eigi að hafa möguleika til að sinna og hvort það sé hagkvæmt og æskilegt. Áætlunin skal taka tillit til landfræðilegra þátta eins og samgangna og fjarlægða milli byggðarlaga. Einnig skal tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu með utanspítalaþjónustu. Jafnframt skal taka tillit til forvarna, lýðheilsu, íbúaþróunar á starfssvæðum heilbrigðisstofnana, aldurssamsetningar íbúa, staðsetningar sjúkrabifreiða, aðgangs að sjúkraflugi, fjölda ferðamannastaða og sumarhúsabyggða. Í áætluninni skal koma fram hvort og hvaða sóknarfæri séu í því að nýta auð sjúkrarými á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og létta þar með álagi af Landspítala. Við gerð heilbrigðisáætlunar verði haft samráð við fagfólk víðs vegar af landinu, helstu hagsmunaaðila og notendur. Auk þessa verði Velferðarnefnd Alþingis reglubundið upplýst um framgang málsins, eigi síðar en í upphafi haustþings 2017 og síðan með reglulegu millibili þar til verkinu er lokið. Að lokum er skýrt kveðið á um að fjármálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið komi að vinnu heilbrigðisáætlunar til að tryggja fjármagn til málaflokksins og menntun fagfólks í heilbrigðisgreinum. Hér er nefndarálitið sem bíður seinni umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skoðun Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur samfélagið kallað á bætt heilbrigðiskerfi og var það mjög áberandi í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Ákall samfélagsins sýnir fram á mikilvægi stefnumótunar í heilbrigðismálum og nauðsyn þess að halda áfram að veita fé til málaflokksins með markvissum hætti. Þingflokkur Framsóknarflokksins tekur undir þetta ákall og því var þingsályktunartillaga um heilbrigðisáætlun forgangsmál þingflokksins á yfirstandandi þingi. Tillagan gekk til velferðarnefndar Alþingis og hefur nú verið afgreidd þaðan í þverpólitískri sátt og bíður nú seinni umræðu. Vegna þeirrar umræðu sem uppi hefur verið í samfélaginu um mikilvægu stefnumótunar í heilbrigðismálum þá er nauðsynlegt að tillagan komist sem fyrst á dagskrá og verði afgreidd frá Alþingi. Framsóknarmenn lögðu fram umrædda heilbrigðisáætlun þar sem enga áætlun í heilbrigðismálum var að finna á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á þessu þingi, þó að talsverð vinna hafi farið fram í þeim efnum á síðasta kjörtímabili. Eftir afgreiðslu málsins frá velferðarnefnd þingsins þá fjallar tillaga okkar Framsóknarmanna um að heilbrigðisráðherra haldi áfram vinnu við gerð heilbrigðisáætlunar og leggi hana fyrir á Alþingi eins fljótt og mögulegt er. Í áætluninni verði verkferlar innan heilbrigðiskerfisins skýrðir og þar komi fram hvaða aðilar eigi að veita þjónustu innan kerfisins. Skilgreint verði hvaða þjónustu eigi að veita á Landspítalanum, hvaða þjónustu eigi að veita á heilbrigðisstofnunum víða um landið og hvaða þjónustu einkaaðilar eigi að hafa möguleika til að sinna og hvort það sé hagkvæmt og æskilegt. Áætlunin skal taka tillit til landfræðilegra þátta eins og samgangna og fjarlægða milli byggðarlaga. Einnig skal tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu með utanspítalaþjónustu. Jafnframt skal taka tillit til forvarna, lýðheilsu, íbúaþróunar á starfssvæðum heilbrigðisstofnana, aldurssamsetningar íbúa, staðsetningar sjúkrabifreiða, aðgangs að sjúkraflugi, fjölda ferðamannastaða og sumarhúsabyggða. Í áætluninni skal koma fram hvort og hvaða sóknarfæri séu í því að nýta auð sjúkrarými á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og létta þar með álagi af Landspítala. Við gerð heilbrigðisáætlunar verði haft samráð við fagfólk víðs vegar af landinu, helstu hagsmunaaðila og notendur. Auk þessa verði Velferðarnefnd Alþingis reglubundið upplýst um framgang málsins, eigi síðar en í upphafi haustþings 2017 og síðan með reglulegu millibili þar til verkinu er lokið. Að lokum er skýrt kveðið á um að fjármálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið komi að vinnu heilbrigðisáætlunar til að tryggja fjármagn til málaflokksins og menntun fagfólks í heilbrigðisgreinum. Hér er nefndarálitið sem bíður seinni umræðu.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar