Er tollvernd á pari við mannréttindabrot? Elín M. Stefánsdóttir skrifar 13. október 2017 10:00 Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? Allir hinir fá nammi! Þessi samlíking kemur upp því fyrir nokkrum vikum heyrði ég viðtal á Rás 1 við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru? Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru? Árið 2015 gerðu íslensk stjórnvöld tollasamning við Evrópusambandið og Evrópusambandið staðfesti þennan samning nú á dögunum. Þar er samið um ákveðið magn af landbúnaðarvörum sem við megum flytja til Evrópusambandsins í skiptum fyrir vöru sem Evrópusambandslönd mega flytja hingað. Í Evrópusambandinu búa 511 milljónir manns, á Íslandi 334 þúsund. Magnið af tollkvótum er kg á móti kg. Í ostum t.d er þetta u.þ.b. 10% af íslenska markaðinum, en útflutningurinn sem fenginn er á móti ca. 0,01 % af Evrópumarkaði. Er þetta í lagi? Í alvöru? Það er verulegt umhugsunarefni hvernig stjórnvöld (hver sem þau nú verða) ætla að vernda innlenda framleiðslu á komandi árum. Það er talað um kolefnisjöfnun og kolefnisspor og sýklalyfjalaus matvæli og heilnæm matvæli og sjálfbærar byggðir o.s.frv o.s.frv. Hvernig á þetta að gerast þegar okkur er ekki gefinn kostur á að keppa á jafnréttisgrundvelli? Ætla stjórnvöld hér að fylgjast með því að matvælin sem eru flutt inn séu framleidd við sambærilegar aðstæður og hér? Að reglugerðum sé fylgt eftir varðandi sýklalyfjanotkun, aðbúnað, dýravernd, útivist kúa, laun verkamanna og svo má lengi telja. Í alvöru? Öll lönd í heiminum gera hvað þau geta til að vernda innlenda framleiðslu, m.a. með tollum. Eigum við á Íslandi að gefa eftir tollvernd fyrir samfélag sem er 1,5 milljón sinnum stærra en okkar? Eigum við að gera lakari kröfur til þeirra matvæla sem við flytjum inn en eigin framleiðslu. Í alvöru? Ísland og íslenskir neytendur eiga betra skilið en það. Þeir eiga rétt á matvælum sem framleiddar eru við góðar aðstæður. Við eigum bara eitt Ísland og við þurfum að varðveita búskaparhætti okkar og innlendu framleiðsluna. Þetta þurfum við að vernda áfram fyrir afkomendur okkar. Í alvöru. Höfundur er bóndi og stjórnarkona Auðhumlu svf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Í alvöru? Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. 13. október 2017 13:30 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? Allir hinir fá nammi! Þessi samlíking kemur upp því fyrir nokkrum vikum heyrði ég viðtal á Rás 1 við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru? Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru? Árið 2015 gerðu íslensk stjórnvöld tollasamning við Evrópusambandið og Evrópusambandið staðfesti þennan samning nú á dögunum. Þar er samið um ákveðið magn af landbúnaðarvörum sem við megum flytja til Evrópusambandsins í skiptum fyrir vöru sem Evrópusambandslönd mega flytja hingað. Í Evrópusambandinu búa 511 milljónir manns, á Íslandi 334 þúsund. Magnið af tollkvótum er kg á móti kg. Í ostum t.d er þetta u.þ.b. 10% af íslenska markaðinum, en útflutningurinn sem fenginn er á móti ca. 0,01 % af Evrópumarkaði. Er þetta í lagi? Í alvöru? Það er verulegt umhugsunarefni hvernig stjórnvöld (hver sem þau nú verða) ætla að vernda innlenda framleiðslu á komandi árum. Það er talað um kolefnisjöfnun og kolefnisspor og sýklalyfjalaus matvæli og heilnæm matvæli og sjálfbærar byggðir o.s.frv o.s.frv. Hvernig á þetta að gerast þegar okkur er ekki gefinn kostur á að keppa á jafnréttisgrundvelli? Ætla stjórnvöld hér að fylgjast með því að matvælin sem eru flutt inn séu framleidd við sambærilegar aðstæður og hér? Að reglugerðum sé fylgt eftir varðandi sýklalyfjanotkun, aðbúnað, dýravernd, útivist kúa, laun verkamanna og svo má lengi telja. Í alvöru? Öll lönd í heiminum gera hvað þau geta til að vernda innlenda framleiðslu, m.a. með tollum. Eigum við á Íslandi að gefa eftir tollvernd fyrir samfélag sem er 1,5 milljón sinnum stærra en okkar? Eigum við að gera lakari kröfur til þeirra matvæla sem við flytjum inn en eigin framleiðslu. Í alvöru? Ísland og íslenskir neytendur eiga betra skilið en það. Þeir eiga rétt á matvælum sem framleiddar eru við góðar aðstæður. Við eigum bara eitt Ísland og við þurfum að varðveita búskaparhætti okkar og innlendu framleiðsluna. Þetta þurfum við að vernda áfram fyrir afkomendur okkar. Í alvöru. Höfundur er bóndi og stjórnarkona Auðhumlu svf.
Í alvöru? Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. 13. október 2017 13:30
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar