Í alvöru? Ólafur Stephensen skrifar 13. október 2017 13:30 Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hún segist fyrir nokkrum vikum hafa heyrt viðtal við framkvæmdastjórann á Rás 1, „ þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru?,“ spyr Elín og kannski ekki að furða. Svo heldur hún áfram: „Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru?“ Til glöggvunar fyrir lesendur, sem kunna að vera sammála Elínu í ályktunum hennar um það hvernig framkvæmdastjóri FA geri lítið úr hörmungum Norður-Kóreubúa skal upplýst að tollvernd var bara alls ekki til umræðu í þættinum á Rás 1, nánar tiltekið Vikulokunum 26. ágúst síðastliðinn. Þar var rætt um fiskeldi og áhættuna af erfðablöndun og fisksjúkdómum vegna sjókvíaeldis. Framkvæmdastjóri FA setti það mál í samhengi við umræðuna um áhættu vegna innflutnings á matvörum, m.a. í tenglsum við fípróníl-hneykslið á meginlandi Evrópu. Svo sagði framkvæmdastjórinn (þegar 8 mínútur og 23 sekúndur voru liðnar af þættinum): „Áhættan er einhver. Það eru til tæki til að stýra henni með eftirliti, tilkynningakerfi og svo framvegis. En ef við ætlum að útiloka áhættuna þá erum við augljóslega að missa af einhverjum tækifærum. Ef við ætlum að útiloka áhættuna á að hingað berist nokkurn tímann einhver matur með eiturefnum utan úr heimi eða eitthvert dýra- eða sýklasmit eða eitthvað slíkt, þá náttúrlega bara hættum við innflutningi og verðum Norður-Kórea og missum fyrir vikið af mjög stórum efnahagslegum tækifærum. Það þarf alltaf að vega þetta og meta og ég hef á tilfinningunni að varðandi fiskeldið sé þessi umræða bara ekkert búin.“ Svo mörg voru þau orð. Tollvernd var ekki til umræðu. Elín hefur kolrangt eftir undirrituðum og dregur bandvitlausar ályktanir af orðum sem aldrei voru sögð. Með öðrum orðum rangfærslur og útúrsnúningar. Það er óhætt að spyrja hvort þetta séu í alvöru vinnubrögðin sem fólk sem gegnir ábyrgðarstöðum í samtökum bænda vill viðhafa þegar það fjallar um landbúnaðinn. Við svona greinarhöfunda er engin leið að eiga orðastað, annan en að reyna að leiðrétta bullið.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Tengdar fréttir Er tollvernd á pari við mannréttindabrot? Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? 13. október 2017 10:00 Já, í alvöru Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) var snöggur að svara en innihaldið var fremur rýrt. Að vernda lífríki sitt er göfugt og verðugt markmið. Ekki er hægt að líkja því við ástandið í Norður-Kóreu þar sem framin eru mannréttindabrot. 13. október 2017 16:30 Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hún segist fyrir nokkrum vikum hafa heyrt viðtal við framkvæmdastjórann á Rás 1, „ þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru?,“ spyr Elín og kannski ekki að furða. Svo heldur hún áfram: „Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru?“ Til glöggvunar fyrir lesendur, sem kunna að vera sammála Elínu í ályktunum hennar um það hvernig framkvæmdastjóri FA geri lítið úr hörmungum Norður-Kóreubúa skal upplýst að tollvernd var bara alls ekki til umræðu í þættinum á Rás 1, nánar tiltekið Vikulokunum 26. ágúst síðastliðinn. Þar var rætt um fiskeldi og áhættuna af erfðablöndun og fisksjúkdómum vegna sjókvíaeldis. Framkvæmdastjóri FA setti það mál í samhengi við umræðuna um áhættu vegna innflutnings á matvörum, m.a. í tenglsum við fípróníl-hneykslið á meginlandi Evrópu. Svo sagði framkvæmdastjórinn (þegar 8 mínútur og 23 sekúndur voru liðnar af þættinum): „Áhættan er einhver. Það eru til tæki til að stýra henni með eftirliti, tilkynningakerfi og svo framvegis. En ef við ætlum að útiloka áhættuna þá erum við augljóslega að missa af einhverjum tækifærum. Ef við ætlum að útiloka áhættuna á að hingað berist nokkurn tímann einhver matur með eiturefnum utan úr heimi eða eitthvert dýra- eða sýklasmit eða eitthvað slíkt, þá náttúrlega bara hættum við innflutningi og verðum Norður-Kórea og missum fyrir vikið af mjög stórum efnahagslegum tækifærum. Það þarf alltaf að vega þetta og meta og ég hef á tilfinningunni að varðandi fiskeldið sé þessi umræða bara ekkert búin.“ Svo mörg voru þau orð. Tollvernd var ekki til umræðu. Elín hefur kolrangt eftir undirrituðum og dregur bandvitlausar ályktanir af orðum sem aldrei voru sögð. Með öðrum orðum rangfærslur og útúrsnúningar. Það er óhætt að spyrja hvort þetta séu í alvöru vinnubrögðin sem fólk sem gegnir ábyrgðarstöðum í samtökum bænda vill viðhafa þegar það fjallar um landbúnaðinn. Við svona greinarhöfunda er engin leið að eiga orðastað, annan en að reyna að leiðrétta bullið.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Er tollvernd á pari við mannréttindabrot? Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? 13. október 2017 10:00
Já, í alvöru Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) var snöggur að svara en innihaldið var fremur rýrt. Að vernda lífríki sitt er göfugt og verðugt markmið. Ekki er hægt að líkja því við ástandið í Norður-Kóreu þar sem framin eru mannréttindabrot. 13. október 2017 16:30
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun