Geðheilbrigðismál ungmenna í forgang Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 10:07 Nýlega birtist samantekt á vef embættis Landlæknis á notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Árið 2012 leystu rúmlega 38.015 einstaklingar út þunglyndislyf á Íslandi en á síðasta ári 46.266. Það er um 21,7% aukning á fjórum árum. Athyglisverðast var að mesta aukningin er hjá yngri kynslóðunum. Árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll OECD lönd en þá var notkunin 203% miðað við meðaltal OECD landa. Í skýrslunni er einnig fjallað um skort á öðrum úrræðum við þunglyndi og kvíða en lyfjameðferð og hvort auka eigi aðgengi að annarri sannreyndri meðferð eins og til dæmis sálfræðimeðferð. Hugrún er geðfræðslufélag sem var stofnað af nemendum við Háskóla Íslands í forvarnarskyni. Markmið félagsins er að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og að auka færni þeirra að rækta eigin geðheilsu. Sýnt hefur verið fram á að fræðsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti, allt frá þekkingu og fordómum yfir í vilja einstaklinga til að leita eftir hjálp. En hvað gerist svo þegar að unga fólkið leitar sér aðstoðar? Aðgengi að sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands er verulega skert. Við Háskóla Íslands stunda 12.428 einstaklingar nám. Þeir koma alls staðar að, margir flytjast til dæmis utan af landi frá fjölskyldu sinni, vinum og félagslegu stuðningsneti til þess að stunda nám við háskólann. Við Háskóla Íslands starfar einn sálfræðingur í hálfu stöðugildi. Hálft stöðugildi sálfræðings fyrir tæplega 12.500 manns. Til samanburðar má nefna að viðmið samtaka bandarískra skólasálfræðinga (NASP) gera ráð fyrir heilu stöðugildi sálfræðings fyrir hverja 1.000 nemendur. Á aldrinum 18-25 ára er algengast að geðsjúkdómar komi fram en þetta er einnig stærsti aldurshópur nemenda við Háskóla Íslands. Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára er sjálfsvíg en árlega deyja um sex ungir menn á þeim aldri. Geðheilbrigðismál eru einn mikilvægasti flokkur heilbrigðismála en einnig sá málaflokkur sem virðist oftast gleymast að huga að. Ljóst er að geðheilbrigðismál háskólanema Íslands hafa setið á hakanum. Erfitt er að taka það skref að leita sér aðstoðar en það er enn erfiðara að koma að lokuðum dyrum og takmörkuðum úrræðum eftir að hafa tekið stóra skrefið. Margra mánaða bið eftir aðstoð getur reynst dýrkeypt og jafnvel kostað mannslíf. Ég skora því á yfirvöld að auka aðgengi að fleiri sannreyndum meðferðum en lyfjameðferð á Íslandi fyrir ungt fólk. Ég skora á yfirvöld að auka stöðugildi sálfræðinga við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Nýlega birtist samantekt á vef embættis Landlæknis á notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Árið 2012 leystu rúmlega 38.015 einstaklingar út þunglyndislyf á Íslandi en á síðasta ári 46.266. Það er um 21,7% aukning á fjórum árum. Athyglisverðast var að mesta aukningin er hjá yngri kynslóðunum. Árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll OECD lönd en þá var notkunin 203% miðað við meðaltal OECD landa. Í skýrslunni er einnig fjallað um skort á öðrum úrræðum við þunglyndi og kvíða en lyfjameðferð og hvort auka eigi aðgengi að annarri sannreyndri meðferð eins og til dæmis sálfræðimeðferð. Hugrún er geðfræðslufélag sem var stofnað af nemendum við Háskóla Íslands í forvarnarskyni. Markmið félagsins er að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og að auka færni þeirra að rækta eigin geðheilsu. Sýnt hefur verið fram á að fræðsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti, allt frá þekkingu og fordómum yfir í vilja einstaklinga til að leita eftir hjálp. En hvað gerist svo þegar að unga fólkið leitar sér aðstoðar? Aðgengi að sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands er verulega skert. Við Háskóla Íslands stunda 12.428 einstaklingar nám. Þeir koma alls staðar að, margir flytjast til dæmis utan af landi frá fjölskyldu sinni, vinum og félagslegu stuðningsneti til þess að stunda nám við háskólann. Við Háskóla Íslands starfar einn sálfræðingur í hálfu stöðugildi. Hálft stöðugildi sálfræðings fyrir tæplega 12.500 manns. Til samanburðar má nefna að viðmið samtaka bandarískra skólasálfræðinga (NASP) gera ráð fyrir heilu stöðugildi sálfræðings fyrir hverja 1.000 nemendur. Á aldrinum 18-25 ára er algengast að geðsjúkdómar komi fram en þetta er einnig stærsti aldurshópur nemenda við Háskóla Íslands. Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára er sjálfsvíg en árlega deyja um sex ungir menn á þeim aldri. Geðheilbrigðismál eru einn mikilvægasti flokkur heilbrigðismála en einnig sá málaflokkur sem virðist oftast gleymast að huga að. Ljóst er að geðheilbrigðismál háskólanema Íslands hafa setið á hakanum. Erfitt er að taka það skref að leita sér aðstoðar en það er enn erfiðara að koma að lokuðum dyrum og takmörkuðum úrræðum eftir að hafa tekið stóra skrefið. Margra mánaða bið eftir aðstoð getur reynst dýrkeypt og jafnvel kostað mannslíf. Ég skora því á yfirvöld að auka aðgengi að fleiri sannreyndum meðferðum en lyfjameðferð á Íslandi fyrir ungt fólk. Ég skora á yfirvöld að auka stöðugildi sálfræðinga við Háskóla Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun