Geðheilbrigðismál ungmenna í forgang Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 10:07 Nýlega birtist samantekt á vef embættis Landlæknis á notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Árið 2012 leystu rúmlega 38.015 einstaklingar út þunglyndislyf á Íslandi en á síðasta ári 46.266. Það er um 21,7% aukning á fjórum árum. Athyglisverðast var að mesta aukningin er hjá yngri kynslóðunum. Árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll OECD lönd en þá var notkunin 203% miðað við meðaltal OECD landa. Í skýrslunni er einnig fjallað um skort á öðrum úrræðum við þunglyndi og kvíða en lyfjameðferð og hvort auka eigi aðgengi að annarri sannreyndri meðferð eins og til dæmis sálfræðimeðferð. Hugrún er geðfræðslufélag sem var stofnað af nemendum við Háskóla Íslands í forvarnarskyni. Markmið félagsins er að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og að auka færni þeirra að rækta eigin geðheilsu. Sýnt hefur verið fram á að fræðsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti, allt frá þekkingu og fordómum yfir í vilja einstaklinga til að leita eftir hjálp. En hvað gerist svo þegar að unga fólkið leitar sér aðstoðar? Aðgengi að sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands er verulega skert. Við Háskóla Íslands stunda 12.428 einstaklingar nám. Þeir koma alls staðar að, margir flytjast til dæmis utan af landi frá fjölskyldu sinni, vinum og félagslegu stuðningsneti til þess að stunda nám við háskólann. Við Háskóla Íslands starfar einn sálfræðingur í hálfu stöðugildi. Hálft stöðugildi sálfræðings fyrir tæplega 12.500 manns. Til samanburðar má nefna að viðmið samtaka bandarískra skólasálfræðinga (NASP) gera ráð fyrir heilu stöðugildi sálfræðings fyrir hverja 1.000 nemendur. Á aldrinum 18-25 ára er algengast að geðsjúkdómar komi fram en þetta er einnig stærsti aldurshópur nemenda við Háskóla Íslands. Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára er sjálfsvíg en árlega deyja um sex ungir menn á þeim aldri. Geðheilbrigðismál eru einn mikilvægasti flokkur heilbrigðismála en einnig sá málaflokkur sem virðist oftast gleymast að huga að. Ljóst er að geðheilbrigðismál háskólanema Íslands hafa setið á hakanum. Erfitt er að taka það skref að leita sér aðstoðar en það er enn erfiðara að koma að lokuðum dyrum og takmörkuðum úrræðum eftir að hafa tekið stóra skrefið. Margra mánaða bið eftir aðstoð getur reynst dýrkeypt og jafnvel kostað mannslíf. Ég skora því á yfirvöld að auka aðgengi að fleiri sannreyndum meðferðum en lyfjameðferð á Íslandi fyrir ungt fólk. Ég skora á yfirvöld að auka stöðugildi sálfræðinga við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nýlega birtist samantekt á vef embættis Landlæknis á notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Árið 2012 leystu rúmlega 38.015 einstaklingar út þunglyndislyf á Íslandi en á síðasta ári 46.266. Það er um 21,7% aukning á fjórum árum. Athyglisverðast var að mesta aukningin er hjá yngri kynslóðunum. Árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll OECD lönd en þá var notkunin 203% miðað við meðaltal OECD landa. Í skýrslunni er einnig fjallað um skort á öðrum úrræðum við þunglyndi og kvíða en lyfjameðferð og hvort auka eigi aðgengi að annarri sannreyndri meðferð eins og til dæmis sálfræðimeðferð. Hugrún er geðfræðslufélag sem var stofnað af nemendum við Háskóla Íslands í forvarnarskyni. Markmið félagsins er að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og að auka færni þeirra að rækta eigin geðheilsu. Sýnt hefur verið fram á að fræðsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti, allt frá þekkingu og fordómum yfir í vilja einstaklinga til að leita eftir hjálp. En hvað gerist svo þegar að unga fólkið leitar sér aðstoðar? Aðgengi að sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands er verulega skert. Við Háskóla Íslands stunda 12.428 einstaklingar nám. Þeir koma alls staðar að, margir flytjast til dæmis utan af landi frá fjölskyldu sinni, vinum og félagslegu stuðningsneti til þess að stunda nám við háskólann. Við Háskóla Íslands starfar einn sálfræðingur í hálfu stöðugildi. Hálft stöðugildi sálfræðings fyrir tæplega 12.500 manns. Til samanburðar má nefna að viðmið samtaka bandarískra skólasálfræðinga (NASP) gera ráð fyrir heilu stöðugildi sálfræðings fyrir hverja 1.000 nemendur. Á aldrinum 18-25 ára er algengast að geðsjúkdómar komi fram en þetta er einnig stærsti aldurshópur nemenda við Háskóla Íslands. Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára er sjálfsvíg en árlega deyja um sex ungir menn á þeim aldri. Geðheilbrigðismál eru einn mikilvægasti flokkur heilbrigðismála en einnig sá málaflokkur sem virðist oftast gleymast að huga að. Ljóst er að geðheilbrigðismál háskólanema Íslands hafa setið á hakanum. Erfitt er að taka það skref að leita sér aðstoðar en það er enn erfiðara að koma að lokuðum dyrum og takmörkuðum úrræðum eftir að hafa tekið stóra skrefið. Margra mánaða bið eftir aðstoð getur reynst dýrkeypt og jafnvel kostað mannslíf. Ég skora því á yfirvöld að auka aðgengi að fleiri sannreyndum meðferðum en lyfjameðferð á Íslandi fyrir ungt fólk. Ég skora á yfirvöld að auka stöðugildi sálfræðinga við Háskóla Íslands.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun