KÞBAVD og skátavagninn Herdís Sigurjónsdóttir skrifar 12. júlí 2017 07:00 Það sást á vilja kjósenda í samkeppni Strætó bs um skreytingu á strætisvagni á dögunum að það er markaður fyrir breytingar í samfélaginu. Í fyrsta sæti lenti tillaga Lenu Margrétar Aradóttur um KÞBAVD „konur þurfa bara að vera duglegri“ vagninn. Snilldar frasi og kaldhæðin ádeila á þau fjölmörgu skipti sem við konur upplifum kröfur samfélagsins um að við hegðum okkur eða lítum öðruvísi út en við gerum til að við verðum ekki fyrir misrétti. Breytinga er þörf. Í öðru sæti lenti tillaga Jakobs Guðnasonar um MOOT 2017 skátavagninn. Um er að ræða stærsta skátamót Íslandssögunnar þar sem yfir fjögur þúsund 18-25 ára skátar og þúsund eldri frá yfir 100 þjóðlöndum koma saman. Breytingar, eða Change – Inspired by Iceland, er þema skátamótsins. Hver og einn hefur sett sér persónuleg markmið um það sem hann ætlar að læra og gera á Íslandi og nýta til að breyta og bæta samfélagið í eigin landi. Mótssetning er í Laugardalnum 25. júlí og verða þátttakendur fluttir í sjálfbær fjölþjóðleg samfélög skáta í Reykjavík, Akureyri, Hafnarfirði, Þingvöllum, Skaftafelli, Heimalandi, Vestmannaeyjum, Selfossi, Akranesi, Hveragerði og í Hólaskjóli. Á hverjum stað er fjölbreytt dagskrá og munu skátarnir gefa ígildi 20.000 vinnustunda við samfélags- og umhverfisþjónustu líkt og göngustígagerð og hreinsun stranda. Allir sameinast loks á Úlfljótsvatni og er mótinu slitið 2. ágúst. Síðustu þrjú ár hafa yfir 100 Íslendingar undirbúið mótið og hafa margir bæst við á lokametrunum. Fjölmargar áskoranir hafa verið við skipulagninguna, enda verkefnið stórt og markmiðið að gera upplifun skátanna einstaka. Öryggis- og heilbrigðismál hafa verið undirbúin í mínum hópi og hafa Slysavarnafélagið Landsbjörg og Rauði krossinn reynst öflugir samstarfsaðilar. Auk allra sjálfboðnu vinnustundanna, eru áætlaðar gjaldeyristekjur af mótinu yfir tveir milljarðar króna. Brátt verða farnar 650 rútuferðir með skáta á milli landsvæða, ásamt öllu því sem þarf til að byggja skátasamfélög íbúa frá mismunandi menningarheimum. 240 tjöld sem þola vind og mikla úrkomu. Halal, kosher, vegan, glútenlaust og grænmetisfæði sem eldað verður í 400 pottum á 120 eldavélum. Þátttakendur MOOT 2017 munu einnig ferðast um landið á eigin vegum og styttist því í að þið, lesendur góðir, farið að rekast á glaða og fróðleiksfúsa skáta frá öllum heimshornum. Þá þyrstir í að læra eitthvað nýtt og spennandi um land og þjóð. Verið viðbúin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það sást á vilja kjósenda í samkeppni Strætó bs um skreytingu á strætisvagni á dögunum að það er markaður fyrir breytingar í samfélaginu. Í fyrsta sæti lenti tillaga Lenu Margrétar Aradóttur um KÞBAVD „konur þurfa bara að vera duglegri“ vagninn. Snilldar frasi og kaldhæðin ádeila á þau fjölmörgu skipti sem við konur upplifum kröfur samfélagsins um að við hegðum okkur eða lítum öðruvísi út en við gerum til að við verðum ekki fyrir misrétti. Breytinga er þörf. Í öðru sæti lenti tillaga Jakobs Guðnasonar um MOOT 2017 skátavagninn. Um er að ræða stærsta skátamót Íslandssögunnar þar sem yfir fjögur þúsund 18-25 ára skátar og þúsund eldri frá yfir 100 þjóðlöndum koma saman. Breytingar, eða Change – Inspired by Iceland, er þema skátamótsins. Hver og einn hefur sett sér persónuleg markmið um það sem hann ætlar að læra og gera á Íslandi og nýta til að breyta og bæta samfélagið í eigin landi. Mótssetning er í Laugardalnum 25. júlí og verða þátttakendur fluttir í sjálfbær fjölþjóðleg samfélög skáta í Reykjavík, Akureyri, Hafnarfirði, Þingvöllum, Skaftafelli, Heimalandi, Vestmannaeyjum, Selfossi, Akranesi, Hveragerði og í Hólaskjóli. Á hverjum stað er fjölbreytt dagskrá og munu skátarnir gefa ígildi 20.000 vinnustunda við samfélags- og umhverfisþjónustu líkt og göngustígagerð og hreinsun stranda. Allir sameinast loks á Úlfljótsvatni og er mótinu slitið 2. ágúst. Síðustu þrjú ár hafa yfir 100 Íslendingar undirbúið mótið og hafa margir bæst við á lokametrunum. Fjölmargar áskoranir hafa verið við skipulagninguna, enda verkefnið stórt og markmiðið að gera upplifun skátanna einstaka. Öryggis- og heilbrigðismál hafa verið undirbúin í mínum hópi og hafa Slysavarnafélagið Landsbjörg og Rauði krossinn reynst öflugir samstarfsaðilar. Auk allra sjálfboðnu vinnustundanna, eru áætlaðar gjaldeyristekjur af mótinu yfir tveir milljarðar króna. Brátt verða farnar 650 rútuferðir með skáta á milli landsvæða, ásamt öllu því sem þarf til að byggja skátasamfélög íbúa frá mismunandi menningarheimum. 240 tjöld sem þola vind og mikla úrkomu. Halal, kosher, vegan, glútenlaust og grænmetisfæði sem eldað verður í 400 pottum á 120 eldavélum. Þátttakendur MOOT 2017 munu einnig ferðast um landið á eigin vegum og styttist því í að þið, lesendur góðir, farið að rekast á glaða og fróðleiksfúsa skáta frá öllum heimshornum. Þá þyrstir í að læra eitthvað nýtt og spennandi um land og þjóð. Verið viðbúin!
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar