Hugleiðingar um kosningarnar og fylgishrun Samfylkingarinnar Þór Rögnvaldsson skrifar 25. febrúar 2017 07:00 Á stríðsárunum var Churchill bjargvættur Englands. Samt fór það svo að eftir stríð tapaði Íhaldsflokkurinn – með Churchill í broddi fylkingar – fyrir Verkamannaflokknum í kosningum. Þetta þótti sumum súrt í broti. Ástæðan fyrir þessari óvæntu niðurstöðu var hins vegar fyrst og fremst sú að fólk tengdi Churchill við erfiðleika stríðsáranna og vildi þess vegna kjósa yfir sig nýja tíma. Samfylkingin – ásamt VG – var bjargvættur Íslands sem rétti þjóðarskútuna við eftir klúður hrunflokkanna. Samt fór það svo að þessir flokkar – og þá sérstaklega Samfylkingin – tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013. Önnur ástæða fyrir óförum Samfylkingarinnar í kosningunum 2013 var Icesave-málið. Eða öllu heldur: ástæðan var sú ákvörðun forsetans, Ólafs Ragnars, að fara í rússneska rúllettu með fjöregg þjóðarinnar – þ.e. efnahagslegt sjálfstæði hennar – með því að vísa málinu til þjóðarinnar; þ.e. í reynd að senda það fyrir dómstóla. Ólafur Ragnar hafði ekki minnsta leyfi til þess að grípa þannig fram fyrir hendur þingsins. Fífldirfska Ólafs borgaði sig hins vegar – sem betur fer – því annars hefðu hundruð milljarða fallið á þjóðina. Þetta er mergurinn málsins. Kosningarnar 2013 snerust fyrst og fremst um Icesave-málið og nú – eftir einleik forsetans fífldjarfa – litu stjórnarliðar ekki allt of vel út: þeir stóðu uppi sem svikarar sem dregið höfðu taum erlendra kröfuhafa. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms lyfti grettistaki með því að rétta þjóðarskútuna við – en varð síðan að gjalda fyrir einleik hörku-töffarans mikla í máli sem honum var aldeilis óviðkomandi. Ástæðan fyrir hruni Samfylkingarinnar í kosningunum 2016 var líka af tvíþættum toga. Í fyrsta lagi: það var sótt að flokknum úr öllum áttum – og er ég þá að tala um framboð sem tóku pólitík Samfylkingarinnar upp á sína arma og kynntu sem sín eigin stefnumál og er ég hér sérstaklega með Bjarta framtíð og Viðreisn í huga. Staðreyndin er sú að mér er öldungis ómögulegt að skilja fyrir hvað Björt framtíð stendur í íslenskum stjórnmálum. Að mínu viti er jafnvel með sterkustu smásjám ekki mögulegt að finna nokkurt það pólitískt inntak hjá Bjartri framtíð sem ekki á rætur í Samfylkingunni. Og við upphaf kosningabaráttunnar voru kjósendur sama sinnis og ég í þessu máli og fylgi Bjartrar framtíðar var vægast sagt mjög lágt í skoðanakönnunum – eða undir tveimur prósentum. Það var líka margt í stefnuskrá Viðreisnar, eins og hreyfingin kynnti sín mál fyrir kosningar, sem rímaði við stefnumál Samfylkingarinnar – svo sem 1) að fella niður múra og leyfa íslenskum almenningi að tjá sig um aðildarviðræðurnar við ESB; 2) tengja krónuna við erlenda mynt (t.d. evruna) í því augnamiði að minnka sveiflurnar á gengi krónunnar og lækka vexti; 3) fara svokallaða uppboðsleið með aflann og sjá til þess að sægreifarnir greiði eðlilegan skatt fyrir nýtingarrétt sinn á auðlindum hafsins. Þetta er að sjálfsögðu langt frá því að vera tæmandi upptalning á stefnumálum Viðreisnar, en ég læt það gott heita í bili. Hitt er svo hið merkilegasta mál að enda þótt ég sé mikill Samfylkingarmaður í mér, þá get ég hiklaust gert öll helstu baráttumál Viðreisnar að mínum – enda eru þetta málefni sem Samfylkingin hefur sett á oddinn og barist fyrir í marga áratugi; frá stofnun hreyfingarinnar. Loks nokkur orð um Pírata. Mikið fylgi Pírata – sem lengi vel fór með himinskautum – helgaðist mest af því sem þeir höfðu ekki gert og alls ekki af neinu því sem þeir raunverulega höfðu gert. Píratar höfðu í sannleika sagt ekkert gert og voru þess vegna enginn venjulegur stjórnmálaflokkur. Á síðustu stundu ákváðu Píratar hins vegar að klúðra öllu með því að bjóða til viðræðna um stjórnarmyndun fyrir kosningar. Þetta var ekkert annað en hrapallegt dómgreindarleysi vegna þess að á þennan hátt glötuðu þeir pólitísku sakleysi sínu – pólitískum meydómi sínum – og voru eftirleiðis í hugum kjósenda bara ósköp venjulegur vinstrisinnaður stjórnmálaflokkur með enga sérstöðu: fylgið kvarnaðist af þeim og skreið aftur heim til Sjálfstæðisflokksins. Píratar fengu þetta einstaka sögulega tækifæri til þess að velgja Sjálfstæðisflokknum rækilega undir uggum– og klúðruðu því. Fylgishrun Samfylkingarinnar 2016 á svo – í öðru lagi; og fyrst og fremst – rætur í hreint frámunalega lélegri frammistöðu frambjóðenda flokksins í kosningabaráttunni. Þetta fólk kom ekki fram af neinu sjálfstrausti – sérstaklega ekki í sjónvarpssal. Það var hikandi og hafði lítið sem ekkert til málanna að leggja. Auðsætt var að þetta fólk var búið að steingleyma því hvað Samfylkingin er og stendur fyrir: að hún er aðalflokkurinn; búið að gleyma því að það er engin pólitík nema pólitík Samfylkingarinnar. Þessu höfðu fulltrúar hennar aldeilis steingleymt – og höfðu því, sem sagt, ekkert til málanna að leggja. Þess vegna fór það svo að því lengra sem á kosningabaráttuna leið því meira gaf á bátinn hjá fylkingarfólki sem varð auðvitað til þess að hagur Bjartrar framtíðar fór að vænkast – því að Björt framtíð á ekkert fast bakland eða fastafylgi. Það var Samfylkingarfólk sem kaus Bjarta framtíð vegna þess að því blöskraði frammistaða frambjóðenda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Rögnvaldsson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á stríðsárunum var Churchill bjargvættur Englands. Samt fór það svo að eftir stríð tapaði Íhaldsflokkurinn – með Churchill í broddi fylkingar – fyrir Verkamannaflokknum í kosningum. Þetta þótti sumum súrt í broti. Ástæðan fyrir þessari óvæntu niðurstöðu var hins vegar fyrst og fremst sú að fólk tengdi Churchill við erfiðleika stríðsáranna og vildi þess vegna kjósa yfir sig nýja tíma. Samfylkingin – ásamt VG – var bjargvættur Íslands sem rétti þjóðarskútuna við eftir klúður hrunflokkanna. Samt fór það svo að þessir flokkar – og þá sérstaklega Samfylkingin – tapaði miklu fylgi í kosningunum 2013. Önnur ástæða fyrir óförum Samfylkingarinnar í kosningunum 2013 var Icesave-málið. Eða öllu heldur: ástæðan var sú ákvörðun forsetans, Ólafs Ragnars, að fara í rússneska rúllettu með fjöregg þjóðarinnar – þ.e. efnahagslegt sjálfstæði hennar – með því að vísa málinu til þjóðarinnar; þ.e. í reynd að senda það fyrir dómstóla. Ólafur Ragnar hafði ekki minnsta leyfi til þess að grípa þannig fram fyrir hendur þingsins. Fífldirfska Ólafs borgaði sig hins vegar – sem betur fer – því annars hefðu hundruð milljarða fallið á þjóðina. Þetta er mergurinn málsins. Kosningarnar 2013 snerust fyrst og fremst um Icesave-málið og nú – eftir einleik forsetans fífldjarfa – litu stjórnarliðar ekki allt of vel út: þeir stóðu uppi sem svikarar sem dregið höfðu taum erlendra kröfuhafa. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms lyfti grettistaki með því að rétta þjóðarskútuna við – en varð síðan að gjalda fyrir einleik hörku-töffarans mikla í máli sem honum var aldeilis óviðkomandi. Ástæðan fyrir hruni Samfylkingarinnar í kosningunum 2016 var líka af tvíþættum toga. Í fyrsta lagi: það var sótt að flokknum úr öllum áttum – og er ég þá að tala um framboð sem tóku pólitík Samfylkingarinnar upp á sína arma og kynntu sem sín eigin stefnumál og er ég hér sérstaklega með Bjarta framtíð og Viðreisn í huga. Staðreyndin er sú að mér er öldungis ómögulegt að skilja fyrir hvað Björt framtíð stendur í íslenskum stjórnmálum. Að mínu viti er jafnvel með sterkustu smásjám ekki mögulegt að finna nokkurt það pólitískt inntak hjá Bjartri framtíð sem ekki á rætur í Samfylkingunni. Og við upphaf kosningabaráttunnar voru kjósendur sama sinnis og ég í þessu máli og fylgi Bjartrar framtíðar var vægast sagt mjög lágt í skoðanakönnunum – eða undir tveimur prósentum. Það var líka margt í stefnuskrá Viðreisnar, eins og hreyfingin kynnti sín mál fyrir kosningar, sem rímaði við stefnumál Samfylkingarinnar – svo sem 1) að fella niður múra og leyfa íslenskum almenningi að tjá sig um aðildarviðræðurnar við ESB; 2) tengja krónuna við erlenda mynt (t.d. evruna) í því augnamiði að minnka sveiflurnar á gengi krónunnar og lækka vexti; 3) fara svokallaða uppboðsleið með aflann og sjá til þess að sægreifarnir greiði eðlilegan skatt fyrir nýtingarrétt sinn á auðlindum hafsins. Þetta er að sjálfsögðu langt frá því að vera tæmandi upptalning á stefnumálum Viðreisnar, en ég læt það gott heita í bili. Hitt er svo hið merkilegasta mál að enda þótt ég sé mikill Samfylkingarmaður í mér, þá get ég hiklaust gert öll helstu baráttumál Viðreisnar að mínum – enda eru þetta málefni sem Samfylkingin hefur sett á oddinn og barist fyrir í marga áratugi; frá stofnun hreyfingarinnar. Loks nokkur orð um Pírata. Mikið fylgi Pírata – sem lengi vel fór með himinskautum – helgaðist mest af því sem þeir höfðu ekki gert og alls ekki af neinu því sem þeir raunverulega höfðu gert. Píratar höfðu í sannleika sagt ekkert gert og voru þess vegna enginn venjulegur stjórnmálaflokkur. Á síðustu stundu ákváðu Píratar hins vegar að klúðra öllu með því að bjóða til viðræðna um stjórnarmyndun fyrir kosningar. Þetta var ekkert annað en hrapallegt dómgreindarleysi vegna þess að á þennan hátt glötuðu þeir pólitísku sakleysi sínu – pólitískum meydómi sínum – og voru eftirleiðis í hugum kjósenda bara ósköp venjulegur vinstrisinnaður stjórnmálaflokkur með enga sérstöðu: fylgið kvarnaðist af þeim og skreið aftur heim til Sjálfstæðisflokksins. Píratar fengu þetta einstaka sögulega tækifæri til þess að velgja Sjálfstæðisflokknum rækilega undir uggum– og klúðruðu því. Fylgishrun Samfylkingarinnar 2016 á svo – í öðru lagi; og fyrst og fremst – rætur í hreint frámunalega lélegri frammistöðu frambjóðenda flokksins í kosningabaráttunni. Þetta fólk kom ekki fram af neinu sjálfstrausti – sérstaklega ekki í sjónvarpssal. Það var hikandi og hafði lítið sem ekkert til málanna að leggja. Auðsætt var að þetta fólk var búið að steingleyma því hvað Samfylkingin er og stendur fyrir: að hún er aðalflokkurinn; búið að gleyma því að það er engin pólitík nema pólitík Samfylkingarinnar. Þessu höfðu fulltrúar hennar aldeilis steingleymt – og höfðu því, sem sagt, ekkert til málanna að leggja. Þess vegna fór það svo að því lengra sem á kosningabaráttuna leið því meira gaf á bátinn hjá fylkingarfólki sem varð auðvitað til þess að hagur Bjartrar framtíðar fór að vænkast – því að Björt framtíð á ekkert fast bakland eða fastafylgi. Það var Samfylkingarfólk sem kaus Bjarta framtíð vegna þess að því blöskraði frammistaða frambjóðenda flokksins.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun