Ríkið nýtir tekjur örorkulífeyrisþega sér til tekna María Óskarsdóttir skrifar 1. september 2017 07:00 Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur svarað fyrirspurn á Alþingi um áætlaðan kostnað við að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar (TR) til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hvað er átt við með „krónu á móti krónu“ skerðingum? Hvers vegna mikilvægt að afnema þessar 100% skerðingar? Hver eru áhrif þeirra á kjör þessara hópa?„Krónu á móti krónu“ skerðingar Í september 2008 var framfærsluuppbót innleidd. Henni var ætlað að tryggja lífeyrisþegum ákveðna lágmarksframfærslu á mánuði. Ef allar skattskyldar tekjur lífeyrisþega, að meðtöldum tekjum frá TR, eru undir ákveðinni upphæð, sem nefnd var framfærsluviðmið, fær lífeyrisþegi mismuninn greiddan sem uppbót til framfærslu. Í byrjun janúar 2017 voru „krónu á móti krónu“ skerðingar afnumdar af ellilífeyri frá TR. Stjórnvöld hafa hins vegar þráast við að afnema þessar 100% skerðingar af örorku- og endurhæfingarlífeyri nema samhliða innleiðingu svonefnds starfsgetumats. Mjög óljóst er hvað átt er við með hugtakinu „starfsgetumat“ og er það efni í aðra grein. Allar staðgreiðsluskyldar tekjur fyrir skatt skerða framfærsluuppbótina, krónu á móti krónu. Því eru allir þeir sem fá einhverjar tekjur annars staðar frá í raun að greiða niður almannatryggingar með tekjum sínum. Lítum á dæmi:Dæmi: Atvinnutekjur Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi. Hún hefur mjög litla starfsgetu en nær að vinna sér inn 20.000 kr. á mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt fyrir atvinnutekjurnar hækka samanlagðar ráðstöfunartekjur ekkert, hún fær áfram útborgað 196.610 kr. á mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka greiðslur TR til hennar um 20.000 kr. (krónu á móti krónu) á mánuði. Hvatinn til vinnu er enginn.Dæmi: Lífeyrissjóðstekjur Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Eftir að hann fékk greiðslur frá lífeyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hans um sömu upphæð. Samanlagðar tekjur hans eru 196.610 kr. eftir skatt, með og án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því engu við lífskjör hans að hafa greitt í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar.Tekjur örorkulífeyrisþega nýttar til að spara fyrir ríkissjóð Fjöldi örorkulífeyrisþega hefur lítinn eða engan ávinning af því að hafa greitt af tekjum sínum í lífeyrissjóð vegna „krónu á móti krónu“ skerðinga. Réttindi þeirra af lögþvinguðum sparnaði eru þess í stað nýtt til að lækka greiðslur frá TR um allt að sömu fjárhæðir og þeir fá greiddar úr lífeyrissjóði fyrir skatt, þ.e. til að spara fyrir ríkissjóð. Tekjuskattur leggst í raun við 100% skerðingar.Er raunverulegur sparnaður af fátæktargildru? Af svari félags- og jafnréttismálaráðherra má ljóst vera að ríkissjóður „sparar“ tæpa 11,5 milljarða kr. árlega á kostnað örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega með „krónu á móti krónu“ skerðingum og eru þá aðrar skerðingar í almannatryggingakerfinu og víðar í „velferðarkerfinu“ ekki meðtaldar. Það verður að teljast mjög hæpinn sparnaður af grimmum tekjuskerðingum sem tryggja að fólki sé haldið í fátæktargildru. Það er hægt að útrýma fátækt ef vilji er fyrir hendi. Fátækt er heilsuspillandi og dýr, bæði fyrir þá sem lifa í fátækt og samfélagið í heild. Kostnaður ríkissjóðs af tekjuskerðingunum kemur því fram í auknum útgjöldum ríkissjóðs annars staðar.Um 37% uppgefins „kostnaðar“ renna til baka til ríkissjóðs Í svari sínu segir félags- og jafnréttismálaráðherra að áætlaður „kostnaður“ ríkissjóðs, sem er í raun ekki kostnaður, af því að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar án þess að gera aðrar breytingar á kerfinu, myndi nema 11,5 milljörðum kr. á ári. Í því sambandi er minnt á að framfærsluuppbótin, eins og flestar aðrar greiðslur TR til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, er tekjuskattskyld. Um 37% tekjuskattur af fjárhæðunum, sem gefnar eru upp sem kostnaður ríkissjóðs, rennur til baka til ríkissjóðs í formi opinberra gjalda (tekjuskatts og útsvars). Áætlaður „kostnaður“ er því nær því að vera rúmir sjö milljarðar króna. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur svarað fyrirspurn á Alþingi um áætlaðan kostnað við að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar (TR) til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hvað er átt við með „krónu á móti krónu“ skerðingum? Hvers vegna mikilvægt að afnema þessar 100% skerðingar? Hver eru áhrif þeirra á kjör þessara hópa?„Krónu á móti krónu“ skerðingar Í september 2008 var framfærsluuppbót innleidd. Henni var ætlað að tryggja lífeyrisþegum ákveðna lágmarksframfærslu á mánuði. Ef allar skattskyldar tekjur lífeyrisþega, að meðtöldum tekjum frá TR, eru undir ákveðinni upphæð, sem nefnd var framfærsluviðmið, fær lífeyrisþegi mismuninn greiddan sem uppbót til framfærslu. Í byrjun janúar 2017 voru „krónu á móti krónu“ skerðingar afnumdar af ellilífeyri frá TR. Stjórnvöld hafa hins vegar þráast við að afnema þessar 100% skerðingar af örorku- og endurhæfingarlífeyri nema samhliða innleiðingu svonefnds starfsgetumats. Mjög óljóst er hvað átt er við með hugtakinu „starfsgetumat“ og er það efni í aðra grein. Allar staðgreiðsluskyldar tekjur fyrir skatt skerða framfærsluuppbótina, krónu á móti krónu. Því eru allir þeir sem fá einhverjar tekjur annars staðar frá í raun að greiða niður almannatryggingar með tekjum sínum. Lítum á dæmi:Dæmi: Atvinnutekjur Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi. Hún hefur mjög litla starfsgetu en nær að vinna sér inn 20.000 kr. á mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt fyrir atvinnutekjurnar hækka samanlagðar ráðstöfunartekjur ekkert, hún fær áfram útborgað 196.610 kr. á mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka greiðslur TR til hennar um 20.000 kr. (krónu á móti krónu) á mánuði. Hvatinn til vinnu er enginn.Dæmi: Lífeyrissjóðstekjur Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Eftir að hann fékk greiðslur frá lífeyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hans um sömu upphæð. Samanlagðar tekjur hans eru 196.610 kr. eftir skatt, með og án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því engu við lífskjör hans að hafa greitt í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar.Tekjur örorkulífeyrisþega nýttar til að spara fyrir ríkissjóð Fjöldi örorkulífeyrisþega hefur lítinn eða engan ávinning af því að hafa greitt af tekjum sínum í lífeyrissjóð vegna „krónu á móti krónu“ skerðinga. Réttindi þeirra af lögþvinguðum sparnaði eru þess í stað nýtt til að lækka greiðslur frá TR um allt að sömu fjárhæðir og þeir fá greiddar úr lífeyrissjóði fyrir skatt, þ.e. til að spara fyrir ríkissjóð. Tekjuskattur leggst í raun við 100% skerðingar.Er raunverulegur sparnaður af fátæktargildru? Af svari félags- og jafnréttismálaráðherra má ljóst vera að ríkissjóður „sparar“ tæpa 11,5 milljarða kr. árlega á kostnað örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega með „krónu á móti krónu“ skerðingum og eru þá aðrar skerðingar í almannatryggingakerfinu og víðar í „velferðarkerfinu“ ekki meðtaldar. Það verður að teljast mjög hæpinn sparnaður af grimmum tekjuskerðingum sem tryggja að fólki sé haldið í fátæktargildru. Það er hægt að útrýma fátækt ef vilji er fyrir hendi. Fátækt er heilsuspillandi og dýr, bæði fyrir þá sem lifa í fátækt og samfélagið í heild. Kostnaður ríkissjóðs af tekjuskerðingunum kemur því fram í auknum útgjöldum ríkissjóðs annars staðar.Um 37% uppgefins „kostnaðar“ renna til baka til ríkissjóðs Í svari sínu segir félags- og jafnréttismálaráðherra að áætlaður „kostnaður“ ríkissjóðs, sem er í raun ekki kostnaður, af því að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar án þess að gera aðrar breytingar á kerfinu, myndi nema 11,5 milljörðum kr. á ári. Í því sambandi er minnt á að framfærsluuppbótin, eins og flestar aðrar greiðslur TR til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, er tekjuskattskyld. Um 37% tekjuskattur af fjárhæðunum, sem gefnar eru upp sem kostnaður ríkissjóðs, rennur til baka til ríkissjóðs í formi opinberra gjalda (tekjuskatts og útsvars). Áætlaður „kostnaður“ er því nær því að vera rúmir sjö milljarðar króna. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar