Erlent

Ætlaði að giftast netástinni en sendur aftur til Íslands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn var stöðvaður af tollgæslumönnum sem fundu hann ekki í kerfinu sínu.
Maðurinn var stöðvaður af tollgæslumönnum sem fundu hann ekki í kerfinu sínu. Vísir/getty
Karlmaður á þrítugsaldri, sem ætlaði sér að giftast konu sem hann kynntist á netinu, var sendur aftur til Íslands eftir að tollgæslumenn á alþjóðaflugvellinum í Pittsburgh í Bandaríkjunum stöðvuðu hann á miðvikudag.

Fram kemur í frétt á vef Triblive að maðurinn, sem er breskur, hafi ekki fundist í kerfi tollgæslumannanna en hann var þá nýkominn úr flugi frá Keflavík.

Hann tjáði starfsmönnum flugvallarins að hann hefði í hyggju að giftast konu frá Ohiofylki sem hann hafði kynnst á netinu. 

Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Pittsburgh segir að maðurinn sé ekki á sakaskrá en að hann hefði ekki leyfi til að setjast að í landinu. Hann mætti einungis vera í Bandaríkjunum í 90 daga eins og reglur um ESTA kveða á um.

Því hafi hann verið sendur aftur til Íslands, þaðan sem hann kom, í gær. Ekki er gert ráð öðru en að hann haldi til síns heima í kjölfarið.

Alþjóðaflugvöllurinn í Pittsburgh hefur á síðustu vikum og mánuðum tekið öryggismálin á vellinum til gagngerrar endurskoðunar, sem fræðast má um hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×