Aukin einkavæðing stef nýrrar ríkisstjórnar Guðríður Arnardóttir skrifar 12. janúar 2017 07:00 Í stjórnarsáttmála hægri stjórnarinnar er fjallað um fjölbreytt rekstrarform í menntakerfinu. Upp á almennilega íslensku eru þetta fyrirheit um frekari einkavæðingu. Það auðvitað kemur ekki á óvart enda hefur hægrið ætíð talað fyrir slíku. Forysta kennara um heim allan hefur goldið varhug við aukinni einkavæðingu í skólakerfinu. Markaðsvæðing menntunar hefur ýtt undir misskiptingu og reist veggi milli þjóðfélagshópa. Stéttaskipting og fordómavæðing samhliða auknum einkarekstri eru staðreyndir byggðar á gögnum sem Evrópusamtök kennara (ETUCE) hafa tekið saman. Tilgangur einkareksturs er að fá af honum arð. Að reksturinn skili hagnaði fyrir eigendurna. Hagfræði 101 kennir okkur að til þess að græða þurfa útgjöld að vera lægri en tekjur. Og til þess að græða sem mest þarf annað hvort að spara í rekstri eða hækka gjaldskrár. Það þarf ekki einkarekstur til þess að nýta fjármagn af skynsemi. Rekstraraðilar opinberra menntastofnana eru sem betur fer flestir starfi sínu vaxnir og fara vel með fjármuni en oftlega er of naumt skammtað sem hefur leitt til alvarlegs rekstrarvanda, t.d. í mörgum framhaldsskólum landsins. Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um aukna einkavæðingu í menntakerfinu eru ekki fögur í augum okkar fagfólks. Samtök kennara í Evrópu hafa tekið svo djúpt í árinni að kalla aukna markaðsvæðingu menntakerfisins aðför að félagslegu jafnrétti og bjóða heim hættu á vaxandi stéttaskiptingu með heftu aðgengi þeirra efnaminni að gæðamenntun. Nú þegar má segja að menntun á framhaldsskólastigi sé einkavædd fyrir tiltekinn aldurshóp. Ungmennum yfir 25 ára er þannig vísað út úr ríkisskólunum í einkaúrræði símenntunarstöðvanna. Þetta eru ungmennin sem hafa fallið frá námi, mörg hver hafa þau félagslega veikan bakgrunn og/eða félagsleg staða þeirra leitt til brottfalls. Um leið og þeim er vísað í önnur og dýrari úrræði erum við að ala á misskiptingu og þar með stéttaskiptingu. Það er ekki bara ég sem vara við aukinni einkavæðingu menntunar. Það er kennarasamfélagið allt þvert á landamæri. Fólkið sem kann, veit og getur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála hægri stjórnarinnar er fjallað um fjölbreytt rekstrarform í menntakerfinu. Upp á almennilega íslensku eru þetta fyrirheit um frekari einkavæðingu. Það auðvitað kemur ekki á óvart enda hefur hægrið ætíð talað fyrir slíku. Forysta kennara um heim allan hefur goldið varhug við aukinni einkavæðingu í skólakerfinu. Markaðsvæðing menntunar hefur ýtt undir misskiptingu og reist veggi milli þjóðfélagshópa. Stéttaskipting og fordómavæðing samhliða auknum einkarekstri eru staðreyndir byggðar á gögnum sem Evrópusamtök kennara (ETUCE) hafa tekið saman. Tilgangur einkareksturs er að fá af honum arð. Að reksturinn skili hagnaði fyrir eigendurna. Hagfræði 101 kennir okkur að til þess að græða þurfa útgjöld að vera lægri en tekjur. Og til þess að græða sem mest þarf annað hvort að spara í rekstri eða hækka gjaldskrár. Það þarf ekki einkarekstur til þess að nýta fjármagn af skynsemi. Rekstraraðilar opinberra menntastofnana eru sem betur fer flestir starfi sínu vaxnir og fara vel með fjármuni en oftlega er of naumt skammtað sem hefur leitt til alvarlegs rekstrarvanda, t.d. í mörgum framhaldsskólum landsins. Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um aukna einkavæðingu í menntakerfinu eru ekki fögur í augum okkar fagfólks. Samtök kennara í Evrópu hafa tekið svo djúpt í árinni að kalla aukna markaðsvæðingu menntakerfisins aðför að félagslegu jafnrétti og bjóða heim hættu á vaxandi stéttaskiptingu með heftu aðgengi þeirra efnaminni að gæðamenntun. Nú þegar má segja að menntun á framhaldsskólastigi sé einkavædd fyrir tiltekinn aldurshóp. Ungmennum yfir 25 ára er þannig vísað út úr ríkisskólunum í einkaúrræði símenntunarstöðvanna. Þetta eru ungmennin sem hafa fallið frá námi, mörg hver hafa þau félagslega veikan bakgrunn og/eða félagsleg staða þeirra leitt til brottfalls. Um leið og þeim er vísað í önnur og dýrari úrræði erum við að ala á misskiptingu og þar með stéttaskiptingu. Það er ekki bara ég sem vara við aukinni einkavæðingu menntunar. Það er kennarasamfélagið allt þvert á landamæri. Fólkið sem kann, veit og getur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun