HM-pistill: Hvaða lag mun drengjakór Geirs syngja? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Kristianstad-þrenningin, Arnar Freyr Arnarsson, Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson, verða í stóru hlutverki á HM. vísir/hanna Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. Að Aron Pálmarsson spili ekki með liðinu gjörbreytir auðvitað stöðunni. Hvaða landslið sem er myndi sakna slíks heimsklassaleikmanns. Aron hefur verið maðurinn sem dregur vagninn. Gefur sendingarnar sem þarf og skýtur á markið þegar allt er undir. Nú þurfa aðrir menn að axla þá ábyrgð og ég er hrikalega spenntur að sjá hvernig drengjakórnum mun farnast í því verkefni. Ólafur Andrés Guðmundsson og Rúnar Kárason verða á meðal þeirra sem þurfa að axla mikla ábyrgð og taka skotin þegar allt er undir eða þegar liðið vantar sárlega kraft. Þeir eru engir nýgræðingar þó að þeir séu í fyrsta skipti í alvöru ábyrgðarhlutverki. Nú er sviðið þeirra og tækifæri til að sýna að þeir geti þetta og hafi átt fleiri tækifæri skilin á undanförnum árum. Svo eru það yngstu guttarnir sem hafa mikla hæfileika. Janus Daði er enn í Olís-deildinni en virðist ekki óttast neitt. Ómar Ingi er stútfullur af hæfileikum og Arnar Freyr er framtíð landsliðsins á línunni og í vörninni. Þegar komið er að tímamótum eins og landsliðið stendur á er ég á því að það eigi að leyfa framtíðinni að spila. Hlaupa af sér hornin og næla sér í ómetanlega reynslu sem er fjárfesting í framtíð landsliðsins. Það gladdi mig mikið að heyra Geir Sveinsson segja í gær að hann ætli sér að gera það. Hann mun nýta þetta mót til þess að leggja inn á framtíðarreikning strákanna okkar. Margir segja að það sé engin pressa á liðinu núna og það er að einhverju leyti rétt. Fólk almennt býst ekki við miklum árangri en það eru strákarnir sem setja pressu á sjálfa sig. Að standa sig vel. Þeir vilja sýna sig og sanna og gætu hæglega komið einhverjum á óvart í sumum leikja mótsins. Það er mjög erfitt að spá í hversu langt liðið fer. Það verður á brattann að sækja og ekki síst í kvöld er liðið mætir firnasterku liði Spánverja. Þó að liðið tapi þeim leik þá vill maður sjá jákvæða hluti. Hluti sem hægt verður að vinna með í komandi leikjum. Geir hefur verið með stífar söngæfingar fyrir drengjakórinn sinn síðustu daga en það er ekki fyrr en á hólminn er komið sem við komumst að því hvort lagið sé rammfalskt eða gullfallega sungið. Ég í það minnsta bíð mjög spenntur að sjá hvernig þessi tónleikaferð drengjakórsins endar. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. Að Aron Pálmarsson spili ekki með liðinu gjörbreytir auðvitað stöðunni. Hvaða landslið sem er myndi sakna slíks heimsklassaleikmanns. Aron hefur verið maðurinn sem dregur vagninn. Gefur sendingarnar sem þarf og skýtur á markið þegar allt er undir. Nú þurfa aðrir menn að axla þá ábyrgð og ég er hrikalega spenntur að sjá hvernig drengjakórnum mun farnast í því verkefni. Ólafur Andrés Guðmundsson og Rúnar Kárason verða á meðal þeirra sem þurfa að axla mikla ábyrgð og taka skotin þegar allt er undir eða þegar liðið vantar sárlega kraft. Þeir eru engir nýgræðingar þó að þeir séu í fyrsta skipti í alvöru ábyrgðarhlutverki. Nú er sviðið þeirra og tækifæri til að sýna að þeir geti þetta og hafi átt fleiri tækifæri skilin á undanförnum árum. Svo eru það yngstu guttarnir sem hafa mikla hæfileika. Janus Daði er enn í Olís-deildinni en virðist ekki óttast neitt. Ómar Ingi er stútfullur af hæfileikum og Arnar Freyr er framtíð landsliðsins á línunni og í vörninni. Þegar komið er að tímamótum eins og landsliðið stendur á er ég á því að það eigi að leyfa framtíðinni að spila. Hlaupa af sér hornin og næla sér í ómetanlega reynslu sem er fjárfesting í framtíð landsliðsins. Það gladdi mig mikið að heyra Geir Sveinsson segja í gær að hann ætli sér að gera það. Hann mun nýta þetta mót til þess að leggja inn á framtíðarreikning strákanna okkar. Margir segja að það sé engin pressa á liðinu núna og það er að einhverju leyti rétt. Fólk almennt býst ekki við miklum árangri en það eru strákarnir sem setja pressu á sjálfa sig. Að standa sig vel. Þeir vilja sýna sig og sanna og gætu hæglega komið einhverjum á óvart í sumum leikja mótsins. Það er mjög erfitt að spá í hversu langt liðið fer. Það verður á brattann að sækja og ekki síst í kvöld er liðið mætir firnasterku liði Spánverja. Þó að liðið tapi þeim leik þá vill maður sjá jákvæða hluti. Hluti sem hægt verður að vinna með í komandi leikjum. Geir hefur verið með stífar söngæfingar fyrir drengjakórinn sinn síðustu daga en það er ekki fyrr en á hólminn er komið sem við komumst að því hvort lagið sé rammfalskt eða gullfallega sungið. Ég í það minnsta bíð mjög spenntur að sjá hvernig þessi tónleikaferð drengjakórsins endar.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira