FME telur sig geta upplýst um eigendur Sæunn Gísladóttir skrifar 5. apríl 2017 06:00 Á dögunum keyptu erlendir vogunarsjóðir um 30 prósent hlut í Arion banka. vísir/stefán „Það eru allir möguleikar fyrir hendi til þess að sýna hverjir endanlegir eigendur eru að baki þessum kaupum. Hluti af okkar vinnu er að skoða, rannsaka, kalla á og fá upplýsingar um það hverjir eru endanlegir eigendur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um kaup erlendra vogunarsjóða á samtals 29,2 prósenta hlut í Arion banka.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fréttablaðið/ErnirHún telur því öruggt að hægt verði að komast að því hverjir endanlegir eigendur eru að hlut í Arion banka, óski vogunarsjóðirnir eftir að eignast meira en tíu prósent í bankanum og fara þá með virkan eignarhlut. „Það er meira að segja þannig að sé einhver hindrun í vegi fyrir því, þá er sérstakt lagaákvæði í lögunum um fjármálafyrirtæki sem segir að upplýsist ekki um raunverulegan eiganda þá skuli líta þannig á að hann sé ekki hæfur til að vera með virkan eignarhlut,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur spurt Fjármálaeftirlitið um þá aðila sem standa að kaupunum á Arion. Hann telur svör Fjármálaeftirlitsins rýr og segir að það hafi valdið sér vonbrigðum. „Ég reyndi að spyrja um allt sem ég taldi skipta máli og það kom fátt nýtt fram. En mér finnst bragurinn á bréfinu vera þannig að þau séu ekki komin lengra í sínu mati og hugsanlega muni þau meta þetta í framtíðinni,“ segir Benedikt. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að það þurfi að skoða hvort sé kominn virkur eignarhlutur hjá vogunarsjóðunum með þessum kaupum og núverandi aðkomu þeirra að Kaupþingi og þeirri fyrirætlun sem virðist koma fram í kauprétti að eignast meira í bankanum. „Ég hef ekki séð nein gögn um þetta, annað en hefur verið í fjölmiðlum, og þetta getur verið svo margþætt. Það er spurning hvort sé hægt að tengja þessa aðila saman. Það er svolítið flóknara, það þarf að hafa að myndast samstarf að lögum með þeim. Þó að allir kaupi á sama tíma þýðir það ekki að þeir séu tengdir, en auðvitað þarf FME að meta það.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er hugsi yfir svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts. Benedikt spurði meðal annars hvort þau fyrirtæki eða sjóðir sem keyptu hlut í bankanum hefðu haft með sér formlegt samstarf við kaupin. Hafi þau gert það, mætti spyrja hvort ekki væri ástæða til að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhluta. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hyggst funda um viðskiptin með hlut Arion banka á fundi sínum í dag. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
„Það eru allir möguleikar fyrir hendi til þess að sýna hverjir endanlegir eigendur eru að baki þessum kaupum. Hluti af okkar vinnu er að skoða, rannsaka, kalla á og fá upplýsingar um það hverjir eru endanlegir eigendur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um kaup erlendra vogunarsjóða á samtals 29,2 prósenta hlut í Arion banka.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fréttablaðið/ErnirHún telur því öruggt að hægt verði að komast að því hverjir endanlegir eigendur eru að hlut í Arion banka, óski vogunarsjóðirnir eftir að eignast meira en tíu prósent í bankanum og fara þá með virkan eignarhlut. „Það er meira að segja þannig að sé einhver hindrun í vegi fyrir því, þá er sérstakt lagaákvæði í lögunum um fjármálafyrirtæki sem segir að upplýsist ekki um raunverulegan eiganda þá skuli líta þannig á að hann sé ekki hæfur til að vera með virkan eignarhlut,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur spurt Fjármálaeftirlitið um þá aðila sem standa að kaupunum á Arion. Hann telur svör Fjármálaeftirlitsins rýr og segir að það hafi valdið sér vonbrigðum. „Ég reyndi að spyrja um allt sem ég taldi skipta máli og það kom fátt nýtt fram. En mér finnst bragurinn á bréfinu vera þannig að þau séu ekki komin lengra í sínu mati og hugsanlega muni þau meta þetta í framtíðinni,“ segir Benedikt. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að það þurfi að skoða hvort sé kominn virkur eignarhlutur hjá vogunarsjóðunum með þessum kaupum og núverandi aðkomu þeirra að Kaupþingi og þeirri fyrirætlun sem virðist koma fram í kauprétti að eignast meira í bankanum. „Ég hef ekki séð nein gögn um þetta, annað en hefur verið í fjölmiðlum, og þetta getur verið svo margþætt. Það er spurning hvort sé hægt að tengja þessa aðila saman. Það er svolítið flóknara, það þarf að hafa að myndast samstarf að lögum með þeim. Þó að allir kaupi á sama tíma þýðir það ekki að þeir séu tengdir, en auðvitað þarf FME að meta það.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er hugsi yfir svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts. Benedikt spurði meðal annars hvort þau fyrirtæki eða sjóðir sem keyptu hlut í bankanum hefðu haft með sér formlegt samstarf við kaupin. Hafi þau gert það, mætti spyrja hvort ekki væri ástæða til að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhluta. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hyggst funda um viðskiptin með hlut Arion banka á fundi sínum í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00
Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42
Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30