Full mamma á flugi Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2017 12:44 Hreint ótrúlegt stökk yfir hringtorgið. Það er aldrei góð hugmynd að aka bíl eftir að hafa drukkið áfengi, hvað þó á ótæpilegum hraða. Það fékk þessi breska móðir frá Coventry að finna á eigin skinni, en hún var með 19 mánaða barn sitt í bílnum. Hún mældist með þrefalt meira áfengismagn í blóð en löglegt er eftir að hún stökk á fimmta metra uppí loftið yfir hringtorg sem hún sá ekki. Hún var greinilega að flýta sér mjög og tók fram úr vörubíl rétt áður en að hringtorginu kom. Yfir það stökk hún með tilþrifum, eins og í þessu myndskeiði sést, en bíll hennar endaði á hvolfi. Með ólíkindum má telja að hvorki hún né barn hennar hlutu alvarlega meiðsli. Konan hefur nú verið dæmd í sex mánaða fangelsi og missir ökuleyfi sitt til þriggja ára. Í yfirheyslu kvaðst hún hafa drukkið vodka frá 9 að kveldi til 1 eftir miðnætti daginn áður, en taldi sig vera ökuhæfa eftir svefn. Í bíl hennar reyndist þó vera vodkaflaska og má hæglega hrapa að þeirri niðurstöðu að lækkað hafi í henni skömmu fyrir slysið. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent
Það er aldrei góð hugmynd að aka bíl eftir að hafa drukkið áfengi, hvað þó á ótæpilegum hraða. Það fékk þessi breska móðir frá Coventry að finna á eigin skinni, en hún var með 19 mánaða barn sitt í bílnum. Hún mældist með þrefalt meira áfengismagn í blóð en löglegt er eftir að hún stökk á fimmta metra uppí loftið yfir hringtorg sem hún sá ekki. Hún var greinilega að flýta sér mjög og tók fram úr vörubíl rétt áður en að hringtorginu kom. Yfir það stökk hún með tilþrifum, eins og í þessu myndskeiði sést, en bíll hennar endaði á hvolfi. Með ólíkindum má telja að hvorki hún né barn hennar hlutu alvarlega meiðsli. Konan hefur nú verið dæmd í sex mánaða fangelsi og missir ökuleyfi sitt til þriggja ára. Í yfirheyslu kvaðst hún hafa drukkið vodka frá 9 að kveldi til 1 eftir miðnætti daginn áður, en taldi sig vera ökuhæfa eftir svefn. Í bíl hennar reyndist þó vera vodkaflaska og má hæglega hrapa að þeirri niðurstöðu að lækkað hafi í henni skömmu fyrir slysið.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent