Audi RS6 rústar Nissan GT-R í spyrnu Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2017 14:34 Hver hefði trúað því að Audi RS6 rúllaði upp Nissan GT-R í spyrnu. Það telst harla skrítið að fjölskyldulangbakur skilji eftir hinn goðsagnarkennda sportbíl Nissan GT-R í spyrnu, en það er samt sú staðreynd sem hér má berja augum. Þeir sem öttu þessum bílum saman trúðu ekki niðurstöðunni og tóku því tvo spretti í viðbót, en niðurstaðan var ávallt sú sama, Audi RS6 bíllinn skildi sportbílinn ávallt eftir í rykinu. Þessi Audi RS6 bíll er skráður fyrir 560 hestöflum sem koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Nissan GT-R er 565 hestafla og með 3,8 lítra V6 vél með forþjöppu. Það sem ef til vill skiptir mestu máli er þó að Audi RS6 bíllinn er fjórhjóladrifinn en það er Nissan GT-R ekki, en það er ávallt betra að taka á fjórum hjólum í spyrnu en tveimur. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Það telst harla skrítið að fjölskyldulangbakur skilji eftir hinn goðsagnarkennda sportbíl Nissan GT-R í spyrnu, en það er samt sú staðreynd sem hér má berja augum. Þeir sem öttu þessum bílum saman trúðu ekki niðurstöðunni og tóku því tvo spretti í viðbót, en niðurstaðan var ávallt sú sama, Audi RS6 bíllinn skildi sportbílinn ávallt eftir í rykinu. Þessi Audi RS6 bíll er skráður fyrir 560 hestöflum sem koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Nissan GT-R er 565 hestafla og með 3,8 lítra V6 vél með forþjöppu. Það sem ef til vill skiptir mestu máli er þó að Audi RS6 bíllinn er fjórhjóladrifinn en það er Nissan GT-R ekki, en það er ávallt betra að taka á fjórum hjólum í spyrnu en tveimur.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent