Audi RS6 rústar Nissan GT-R í spyrnu Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2017 14:34 Hver hefði trúað því að Audi RS6 rúllaði upp Nissan GT-R í spyrnu. Það telst harla skrítið að fjölskyldulangbakur skilji eftir hinn goðsagnarkennda sportbíl Nissan GT-R í spyrnu, en það er samt sú staðreynd sem hér má berja augum. Þeir sem öttu þessum bílum saman trúðu ekki niðurstöðunni og tóku því tvo spretti í viðbót, en niðurstaðan var ávallt sú sama, Audi RS6 bíllinn skildi sportbílinn ávallt eftir í rykinu. Þessi Audi RS6 bíll er skráður fyrir 560 hestöflum sem koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Nissan GT-R er 565 hestafla og með 3,8 lítra V6 vél með forþjöppu. Það sem ef til vill skiptir mestu máli er þó að Audi RS6 bíllinn er fjórhjóladrifinn en það er Nissan GT-R ekki, en það er ávallt betra að taka á fjórum hjólum í spyrnu en tveimur. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent
Það telst harla skrítið að fjölskyldulangbakur skilji eftir hinn goðsagnarkennda sportbíl Nissan GT-R í spyrnu, en það er samt sú staðreynd sem hér má berja augum. Þeir sem öttu þessum bílum saman trúðu ekki niðurstöðunni og tóku því tvo spretti í viðbót, en niðurstaðan var ávallt sú sama, Audi RS6 bíllinn skildi sportbílinn ávallt eftir í rykinu. Þessi Audi RS6 bíll er skráður fyrir 560 hestöflum sem koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Nissan GT-R er 565 hestafla og með 3,8 lítra V6 vél með forþjöppu. Það sem ef til vill skiptir mestu máli er þó að Audi RS6 bíllinn er fjórhjóladrifinn en það er Nissan GT-R ekki, en það er ávallt betra að taka á fjórum hjólum í spyrnu en tveimur.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent