
Hafið tekur ekki endalaust við
Undirrituð sótti ráðstefnuna ásamt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, og undirstrikar það mikilvægi málefnisins fyrir Ísland og áhersluna sem ríkisstjórnin leggur á málið að tveir ráðherrar hafi tekið þátt í ráðstefnunni og ávarpað gesti hennar.
Á ráðstefnunni var rætt um loftslagsbreytingar af mannavöldum og hvernig þær valda hlýnun og súrnun sjávar.
Rannsóknir benda til þess að íshella suðurskautsins sé komin á það stig bráðnunar að erfitt verði að snúa við þeirri þróun. Ís norðurskautsins bráðnar einnig mjög hratt þar sem hlýnun þar er hraðari en á öðrum svæðum á jörðinni. Auk þess á sér stað mikil bráðnun Grænlandsjökuls. Þetta leiðir til hækkunar á sjávarborði sem gerir það að verkum að framtíð strandbyggða er mikilli óvissu háð.
Þá setur súrnun sjávar alla fæðukeðju hafsins í hættu. Fyrir þjóð eins og Íslendinga sem byggir afkomu sína á sjávarfangi og þar sem byggð er víðast hvar við ströndina er þessi þróun mikið áhyggjuefni.
Önnur ógn sem steðjar að heimshöfunum og fiskistofnunum er plastmengun í hafi. Gríðarlegt magn plastúrgangs berst í höfin og brotnar þar niður í örsmáar agnir, svokallað örplast, sem svo eru étnar af fiskum. Örplastið berst þannig ofar í fæðukeðjuna og í líkama okkar mannanna á endanum. Nú telja vísindamenn að eftir nokkra áratugi verði meira af plasti í hafinu en fiski.
Í tengslum við ráðstefnuna hafa þjóðir heims, Ísland þar á meðal, tilkynnt um hvernig þær hyggist stuðla að því markmiði að vernda hafið.
Stórt hagsmunamál fyrir Ísland
Á ráðstefnunni var einnig hrint af stað átaki Umhverfisstofnunar SÞ gegn úrgangi í hafi, sem fengið hefur yfirskriftina #CleanSeas. Átakinu er ætlað að hvetja stjórnvöld, fyrirtæki og almenning til aðgerða sem stuðla að hreinni höfum og var Ísland m.a. ein þeirra þjóða á ráðstefnunni sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að stefna að því að banna örplast í snyrtivörum.
Í ávarpi mínu á ráðstefnunni gerði ég að umtalsefni hversu háðir Íslendingar eru náttúrunni og hafinu, þar sem fiskveiðar eru grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar. Jafnframt lagði ég áherslu á að íslensk stjórnvöld stefndu að því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum með fjölþættum aðgerðum. Þær munu leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og þar með hlýnun og súrnun sjávar.
Heilbrigt haf er stórt hagsmunamál fyrir Ísland. Með markvissum aðgerðum og aukinni umhverfisvitund getum við sýnt gott fordæmi við að vernda hafið og nýta auðlindir þess á sjálfbæran hátt. Við þurfum að draga úr þeim úrgangi sem berst í hafið og minnka verulega losun gróðurhúsalofttegunda sem auka súrnun þess og hækka sjávarstöðuna.
Því hafið tekur ekki endalaust við.
Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skoðun

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar