Nýr Landspítali og „borgarlína“ Guðjón Sigurbjartsson skrifar 22. júní 2017 11:00 Fyrsti áfangi „Borgarlínunnar“ sem er til skoðunar hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er áætlaður kosta 44-72 milljarða kr. Óska sveitarfélögin eftir 25-30 milljarða kr. ríkisframlagi til ársins 2022. Annað mál en þessu tengt er að samgönguráðherra telur að setja þurfi um 100 milljarða kr. í styrkingu stofnbrauta út frá höfuðborgarsvæðinu á næstu árum að Sundabraut meðtalinni. Samtals eru þetta hátt í 200 milljarðar króna af viðbótarfé sem þyrfti að setja í samgöngubætur í og út frá höfuðborginni. Tugi ef ekki hundruð milljarða kr. vantar í heilbrigðismál og fleiri málaflokka ríkisins enda staldra margir við fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 sem sýnir að svigrúmið er lítið. „Innviðagjald“ og vegatollar hafa verið nefndir sem möguleg lausn en ofangreind fjárvöntun næst ekki nema með stórauknum viðbótartekjum hins opinbera sem ekki munu nást nema með stóraukinni þjóðarframleiðslu á mann. Hún þarf í raun að vaxa um 50% og verða um 30% meiri en hjá helstu þjóðum sem við berum okkur saman við, svo við náum að vega upp óhagkvæmni fámennisins á tiltölulega stórri norðlægri eyju, þó íseyjan sé að mörgu leyti ágæt. En það er til hagkvæm lausn á hluta vandans. Hún er sú að byggja nýja Landspítalann á betri stað nær fólkinu austar á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 100 milljörðum kr. hagkvæmara en að byggja við Hringbraut. Hagkvæmni liggur meðal annars í verðmæti lóðarinnar við Hringbraut, lægri fjárfestingu í samgöngum og lægri ferðakostnaði notenda spítalans vegna styttri ferða þegar spítalinn kemur nær framtíðar þungamiðju byggðarinnar. Sameining LSH við Hringbraut er áformuð með nýjum meðferðarkjarna árið 2023 og endurbyggingu gömlu húsanna í framhaldi af því. Við það mun umferð í nálægum götum aukast um 10-12% samkvæmt umferðarspám. Ferðir til og frá spítalanum áætlast um 18.000 á sólarhring eftir sameiningu, þar af 100 til 200 sjúkrabílar. Gatnakerfið í nágrenni Hringbrautar er þegar sprungið og með þessari aukningu mun ástandið verða algerlega óviðunandi. Með því að byggja nýjan Landspítala austar á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis við Vífilsstaði, í landi Keldna eða við voga Elliðaánna, mætti hins vegar létta á umferðinni á Hringbrautarsvæðinu sem nemur um 15%. Spítalinn verður sem sagt ábyrgur fyrir um 25% umferðar í nágrenni sínu ef hann verður byggður upp við Hringbraut. Hugmynd borgaryfirvalda sem ótrúlegt nokk fylgja uppbyggingu LSH við Hringbraut þrátt fyrir samgönguvandann og þrátt fyrir áherslu á þéttingu byggðar og fleira, er að leysa málið með „borgarlínu“, setja Miklubraut í stokk og byggja Öskjuhlíðargöng. Samtals kostar þessi styrking samgöngukerfisins yfir 100 milljarða kr. til viðbótar áðurnefndri þörf fyrir stofnbrautir út frá höfuðborgarsvæðinu. Í stað spítalans við Hringbraut kæmi blönduð íbúðabyggð og hótel sem myndi jafna umferðarálagið og stórfelld styrking samgöngumannvirkja mætti sleppa eða að minnsta kosti bíða allmörg ár, sem léttir útgjaldapressu af ríkissjóði.Hagkvæmni sameiningar ofmetin Það verður hvort sem er ekki hægt að leggja niður Fossvogsspítala þegar meðferðarkjarninn kemur við Hringbraut eins og var ein af forsendunum. Eftirspurnaraukning eftir sjúkrahússþjónustu er um 1,7% á ári og spítalinn er þegar yfirfullur. Hagkvæmni sameiningar við Hringbraut er því ofmetin upp á um þrjá milljarða kr. á ári sem gerir um sextíu milljarða kr. á núvirði. Ef hins vegar byrjað verður upp á nýtt á heppilegu svæði má byggja stærri spítala tiltölulega hratt og vega upp nýjan undirbúningstíma. Það mun taka um tuttugu ár að ljúka framkvæmdum við Hringbraut ef endurgerð gömlu bygginganna er tekin með. Bygging á nýjum stað þarf ekki að taka nema um tíu ár með undirbúningstíma. Í fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 eru teknir til hliðar um 50 milljarðar króna til byggingar nýs meðferðarkjarna LHS við Hringbraut, sem eins og hér hefur verið rakið er vanhugsuð framkvæmd. Notum þetta fé í að efla heilbrigðiskerfið, styrkja samgöngur og annað brýnt og undirbúum byggingu nýs Landspítala á nýjum stað betur. Byggjum hann svo á fimm árum. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka um betri spítala á betri stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrsti áfangi „Borgarlínunnar“ sem er til skoðunar hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er áætlaður kosta 44-72 milljarða kr. Óska sveitarfélögin eftir 25-30 milljarða kr. ríkisframlagi til ársins 2022. Annað mál en þessu tengt er að samgönguráðherra telur að setja þurfi um 100 milljarða kr. í styrkingu stofnbrauta út frá höfuðborgarsvæðinu á næstu árum að Sundabraut meðtalinni. Samtals eru þetta hátt í 200 milljarðar króna af viðbótarfé sem þyrfti að setja í samgöngubætur í og út frá höfuðborginni. Tugi ef ekki hundruð milljarða kr. vantar í heilbrigðismál og fleiri málaflokka ríkisins enda staldra margir við fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 sem sýnir að svigrúmið er lítið. „Innviðagjald“ og vegatollar hafa verið nefndir sem möguleg lausn en ofangreind fjárvöntun næst ekki nema með stórauknum viðbótartekjum hins opinbera sem ekki munu nást nema með stóraukinni þjóðarframleiðslu á mann. Hún þarf í raun að vaxa um 50% og verða um 30% meiri en hjá helstu þjóðum sem við berum okkur saman við, svo við náum að vega upp óhagkvæmni fámennisins á tiltölulega stórri norðlægri eyju, þó íseyjan sé að mörgu leyti ágæt. En það er til hagkvæm lausn á hluta vandans. Hún er sú að byggja nýja Landspítalann á betri stað nær fólkinu austar á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 100 milljörðum kr. hagkvæmara en að byggja við Hringbraut. Hagkvæmni liggur meðal annars í verðmæti lóðarinnar við Hringbraut, lægri fjárfestingu í samgöngum og lægri ferðakostnaði notenda spítalans vegna styttri ferða þegar spítalinn kemur nær framtíðar þungamiðju byggðarinnar. Sameining LSH við Hringbraut er áformuð með nýjum meðferðarkjarna árið 2023 og endurbyggingu gömlu húsanna í framhaldi af því. Við það mun umferð í nálægum götum aukast um 10-12% samkvæmt umferðarspám. Ferðir til og frá spítalanum áætlast um 18.000 á sólarhring eftir sameiningu, þar af 100 til 200 sjúkrabílar. Gatnakerfið í nágrenni Hringbrautar er þegar sprungið og með þessari aukningu mun ástandið verða algerlega óviðunandi. Með því að byggja nýjan Landspítala austar á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis við Vífilsstaði, í landi Keldna eða við voga Elliðaánna, mætti hins vegar létta á umferðinni á Hringbrautarsvæðinu sem nemur um 15%. Spítalinn verður sem sagt ábyrgur fyrir um 25% umferðar í nágrenni sínu ef hann verður byggður upp við Hringbraut. Hugmynd borgaryfirvalda sem ótrúlegt nokk fylgja uppbyggingu LSH við Hringbraut þrátt fyrir samgönguvandann og þrátt fyrir áherslu á þéttingu byggðar og fleira, er að leysa málið með „borgarlínu“, setja Miklubraut í stokk og byggja Öskjuhlíðargöng. Samtals kostar þessi styrking samgöngukerfisins yfir 100 milljarða kr. til viðbótar áðurnefndri þörf fyrir stofnbrautir út frá höfuðborgarsvæðinu. Í stað spítalans við Hringbraut kæmi blönduð íbúðabyggð og hótel sem myndi jafna umferðarálagið og stórfelld styrking samgöngumannvirkja mætti sleppa eða að minnsta kosti bíða allmörg ár, sem léttir útgjaldapressu af ríkissjóði.Hagkvæmni sameiningar ofmetin Það verður hvort sem er ekki hægt að leggja niður Fossvogsspítala þegar meðferðarkjarninn kemur við Hringbraut eins og var ein af forsendunum. Eftirspurnaraukning eftir sjúkrahússþjónustu er um 1,7% á ári og spítalinn er þegar yfirfullur. Hagkvæmni sameiningar við Hringbraut er því ofmetin upp á um þrjá milljarða kr. á ári sem gerir um sextíu milljarða kr. á núvirði. Ef hins vegar byrjað verður upp á nýtt á heppilegu svæði má byggja stærri spítala tiltölulega hratt og vega upp nýjan undirbúningstíma. Það mun taka um tuttugu ár að ljúka framkvæmdum við Hringbraut ef endurgerð gömlu bygginganna er tekin með. Bygging á nýjum stað þarf ekki að taka nema um tíu ár með undirbúningstíma. Í fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 eru teknir til hliðar um 50 milljarðar króna til byggingar nýs meðferðarkjarna LHS við Hringbraut, sem eins og hér hefur verið rakið er vanhugsuð framkvæmd. Notum þetta fé í að efla heilbrigðiskerfið, styrkja samgöngur og annað brýnt og undirbúum byggingu nýs Landspítala á nýjum stað betur. Byggjum hann svo á fimm árum. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka um betri spítala á betri stað.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar