FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 06:00 Unglingalandsliðsmennirnir Óðinn Þór Ríkharðsson hjá FH og Ýmir Örn Gíslason hjá Val í baráttu í bikarleik liðanna í Höllinni. vísir/Eyþór Lið Vals (21) og FH (16) hafa unnið 37 Íslandsmeistaratitla samtals en aðeins tveir þeirra hafa komið á þessari öld. Nú sjá þessi sigursælustu karlalið íslenska handboltans stóra titilinn í hillingum því þau eru bæði komin alla leið í úrslitaeinvígið sem hefst í Kaplakrika í kvöld. Deildarmeistarar FH-inga unnu sinn eina Íslandsmeistaratitil á síðustu 25 árum fyrir sex árum og bikarmeistarar Vals hafa ekki náð að vinna Íslandsmeistaratitil eftir bankahrun. Bæði lið hafa unnið fimm leiki í röð í úrslitakeppninni, FH-ingar alla sína leiki en Valsmenn fimm síðustu eftir tap úti í Eyjum í fyrsta leik. Þau unnu sitt hvora tvo leikina á tímabilinu en annar sigur Valsmanna var í undanúrslitum bikarsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, þekkir bæði liðin mjög vel eftir veturinn. „Þetta er mjög áhugavert einvígi,“ segir Einar Andri. „Það er búin að vera rosalega löng pása hjá FH og það verður því mjög fróðlegt að sjá þá í fyrsta leiknum,“ segir Einar sem segir að þarna hafi reynt á þjálfara FH að halda uppi tempói á æfingum. „Valsmenn hafa verið að spila frábæran varnarleik eða þessa 5:1 vörn með Ými fyrir framan þar sem hann fellur niður í 6:0 þegar liðin eru að leysa inn. Liðin hafa í vetur átt í miklu basli með þetta og ekkert lið sem hefur náð að leysa þessa vörn með góðum hætti. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig FH-ingarnir ætla að leysa varnarleikinn hjá Val. Það er stærsta spurningin fyrir seríuna,“ segir Einar Andri. „FH-ingar hafa verið að spila rosalega góða og þétta 6:0 vörn. Upp úr þessari góðu vörn, með Ágúst Elí mjög góðan í markinu fyrir aftan, þá hefur Óðinn verið óstöðvandi í hraðaupphlaupunum. Sóknarleikur FH hefur líka verið gríðarlega góður, agaður og með framlag frá mörgum leikmönnum. Það er eiginlega engan veikan blett að finna á FH-liðinu finnst mér,“ segir Einar Andri. „Valsmenn eru að koma svolítið bakdyramegin að þessu með því að enda í sjöunda sæti í deildinni en ástæðan fyrir því að þeir voru neðarlega var gríðarlegt álag á þeim. Þeir unnu líka bikarinn og slökuðu aðeins á í deildinni eftir það,“ segir Einar. „Óskar [Bjarni Óskarsson] hefur verið gagnrýndur fyrir úrslitakeppnina í gegnum tíðina en hann er heldur betur að svara fyrir það núna. Hann vinnur alltaf bikarinn en hefur verið að strögla í úrslitakeppninni. Ég er viss um að Óskar klæjar í fingurna að ná í Íslandsmeistaratitil í úrslitakeppni og sýna enn og aftur hversu frábær þjálfari hann er. Dóri er náttúrulega búinn að gera kvennalið að Íslandsmeisturum og getur nú gert það líka með karlalið,“ segir Einar. En hvernig fer? „Ég á erfiðara með að sjá Val vinna FH þrisvar. FH hefur að mínu mati aðeins fleiri vopn og þá sérstaklega í sókninni. Mér finnst fleiri hlutir vera á hreinu hjá FH en á sama tíma er Valur búinn að vinna alla stóru leikina eftir jól. Það er vonlaust að spá en ég hallast að því að FH vinni í fimm leikjum,“ segir Einar Andri og bætir við: „Þótt það sé kominn maí og fótboltinn byrjaður þá má líka fylgjast með handboltanum.“ Olís-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Lið Vals (21) og FH (16) hafa unnið 37 Íslandsmeistaratitla samtals en aðeins tveir þeirra hafa komið á þessari öld. Nú sjá þessi sigursælustu karlalið íslenska handboltans stóra titilinn í hillingum því þau eru bæði komin alla leið í úrslitaeinvígið sem hefst í Kaplakrika í kvöld. Deildarmeistarar FH-inga unnu sinn eina Íslandsmeistaratitil á síðustu 25 árum fyrir sex árum og bikarmeistarar Vals hafa ekki náð að vinna Íslandsmeistaratitil eftir bankahrun. Bæði lið hafa unnið fimm leiki í röð í úrslitakeppninni, FH-ingar alla sína leiki en Valsmenn fimm síðustu eftir tap úti í Eyjum í fyrsta leik. Þau unnu sitt hvora tvo leikina á tímabilinu en annar sigur Valsmanna var í undanúrslitum bikarsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, þekkir bæði liðin mjög vel eftir veturinn. „Þetta er mjög áhugavert einvígi,“ segir Einar Andri. „Það er búin að vera rosalega löng pása hjá FH og það verður því mjög fróðlegt að sjá þá í fyrsta leiknum,“ segir Einar sem segir að þarna hafi reynt á þjálfara FH að halda uppi tempói á æfingum. „Valsmenn hafa verið að spila frábæran varnarleik eða þessa 5:1 vörn með Ými fyrir framan þar sem hann fellur niður í 6:0 þegar liðin eru að leysa inn. Liðin hafa í vetur átt í miklu basli með þetta og ekkert lið sem hefur náð að leysa þessa vörn með góðum hætti. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig FH-ingarnir ætla að leysa varnarleikinn hjá Val. Það er stærsta spurningin fyrir seríuna,“ segir Einar Andri. „FH-ingar hafa verið að spila rosalega góða og þétta 6:0 vörn. Upp úr þessari góðu vörn, með Ágúst Elí mjög góðan í markinu fyrir aftan, þá hefur Óðinn verið óstöðvandi í hraðaupphlaupunum. Sóknarleikur FH hefur líka verið gríðarlega góður, agaður og með framlag frá mörgum leikmönnum. Það er eiginlega engan veikan blett að finna á FH-liðinu finnst mér,“ segir Einar Andri. „Valsmenn eru að koma svolítið bakdyramegin að þessu með því að enda í sjöunda sæti í deildinni en ástæðan fyrir því að þeir voru neðarlega var gríðarlegt álag á þeim. Þeir unnu líka bikarinn og slökuðu aðeins á í deildinni eftir það,“ segir Einar. „Óskar [Bjarni Óskarsson] hefur verið gagnrýndur fyrir úrslitakeppnina í gegnum tíðina en hann er heldur betur að svara fyrir það núna. Hann vinnur alltaf bikarinn en hefur verið að strögla í úrslitakeppninni. Ég er viss um að Óskar klæjar í fingurna að ná í Íslandsmeistaratitil í úrslitakeppni og sýna enn og aftur hversu frábær þjálfari hann er. Dóri er náttúrulega búinn að gera kvennalið að Íslandsmeisturum og getur nú gert það líka með karlalið,“ segir Einar. En hvernig fer? „Ég á erfiðara með að sjá Val vinna FH þrisvar. FH hefur að mínu mati aðeins fleiri vopn og þá sérstaklega í sókninni. Mér finnst fleiri hlutir vera á hreinu hjá FH en á sama tíma er Valur búinn að vinna alla stóru leikina eftir jól. Það er vonlaust að spá en ég hallast að því að FH vinni í fimm leikjum,“ segir Einar Andri og bætir við: „Þótt það sé kominn maí og fótboltinn byrjaður þá má líka fylgjast með handboltanum.“
Olís-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn