Porsche 911 verður ekki tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2017 11:24 Porsche 911 fær ekki Plug-In-Hybrid kerfi. Á síðasta ári sögðu forsvarsmenn Porsche frá því að fyrirtækið ynni að því að allir framleiðslubílar Porsche fengju tengiltvinnaflrás sem valkost. Það þýddi að Porsche 911 yrði einnig í boði með slíka aflrás, en nú má fá bæði Cayenne og Panamera bílana þannig búna. Nú heyrist aftur á móti úr herbúðum Porsche að hætt hafi verið við að bjóða 911 með rafmótorum, auk brunavélarinnar. Haft er eftir þeim Porsche mönnum að of margar málamiðlanir hafi fylgt því að gera 911 að Plug-In-Hybrid bíl. Líklega er það þyngd rafhlaðanna og kostnaður við Plug-In-Hybrid kerfi hafi orsakað það að hætt var við að bjóða 911 þannig búinn, en aldrei má skerða akstursgetu þessa goðsagnarkennda sportbíls Porsche. Porsche ætlar á móti að kappkosta við að gera núverandi gerð Porsche 911 sparneytnari og þá gæti komið til notkunar forþjappa á flestar eða allar gerðir hans, þó svo aðeins öflugasta gerð 911 beri nafnið Turbo. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent
Á síðasta ári sögðu forsvarsmenn Porsche frá því að fyrirtækið ynni að því að allir framleiðslubílar Porsche fengju tengiltvinnaflrás sem valkost. Það þýddi að Porsche 911 yrði einnig í boði með slíka aflrás, en nú má fá bæði Cayenne og Panamera bílana þannig búna. Nú heyrist aftur á móti úr herbúðum Porsche að hætt hafi verið við að bjóða 911 með rafmótorum, auk brunavélarinnar. Haft er eftir þeim Porsche mönnum að of margar málamiðlanir hafi fylgt því að gera 911 að Plug-In-Hybrid bíl. Líklega er það þyngd rafhlaðanna og kostnaður við Plug-In-Hybrid kerfi hafi orsakað það að hætt var við að bjóða 911 þannig búinn, en aldrei má skerða akstursgetu þessa goðsagnarkennda sportbíls Porsche. Porsche ætlar á móti að kappkosta við að gera núverandi gerð Porsche 911 sparneytnari og þá gæti komið til notkunar forþjappa á flestar eða allar gerðir hans, þó svo aðeins öflugasta gerð 911 beri nafnið Turbo.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent