Porsche og Bosch sæta rannsóknum vegna dísilvélasvindlsins Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2017 16:55 Þriggja lítra dísilvél í Porsche Cayenne. Saksóknari í Stuttgart hefur nú hafið rannsókn á þætti Porsche og Bosch í dísilvélasvindlinu sem fannst fyrst í bílum Volkswagen. Þessi svindlhugbúnaður hefur einnig fundist í bílum Audi og Porsche. Í Porsche Cayenne með 3,0 lítra dísilvélinni fannst þessi búnaður, en sú vél er framleidd af Audi. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen Group. Rannsóknin nú snýr að því hvort Porsche hafi verið kunnugt um að þessi svindlhugbúnaður hafi fylgt í þessum vélum. Þáttur Bosch snýr að því að hafa búið þennan búnað til í upphafi. Rannsóknin er á frumstigi og enginn hefur verið ákærður enn. Einir þrír starfsmenn hjá Bosch sæta rannsóknum og eru þeir allir yfirmenn hjá Bosch. Saksóknari útilokar ekki að rannsóknin nú gæti leitt til ákæru á fleiri starfsmenn beggja þessara fyrirtækja en fullsannað þykir að Bosch hjálpaði til við að þróa þann EDC17 vélstjórnunarbúnað sem Volkswagen notaði með EA189 dísilvélinni sem svindlið fyrst uppgötvaðist í. Hvorki Porsche né Bosch hafi neitt látið frá sér fara um þessa rannsókn nú, sem er reyndar á frumstigi. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Saksóknari í Stuttgart hefur nú hafið rannsókn á þætti Porsche og Bosch í dísilvélasvindlinu sem fannst fyrst í bílum Volkswagen. Þessi svindlhugbúnaður hefur einnig fundist í bílum Audi og Porsche. Í Porsche Cayenne með 3,0 lítra dísilvélinni fannst þessi búnaður, en sú vél er framleidd af Audi. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen Group. Rannsóknin nú snýr að því hvort Porsche hafi verið kunnugt um að þessi svindlhugbúnaður hafi fylgt í þessum vélum. Þáttur Bosch snýr að því að hafa búið þennan búnað til í upphafi. Rannsóknin er á frumstigi og enginn hefur verið ákærður enn. Einir þrír starfsmenn hjá Bosch sæta rannsóknum og eru þeir allir yfirmenn hjá Bosch. Saksóknari útilokar ekki að rannsóknin nú gæti leitt til ákæru á fleiri starfsmenn beggja þessara fyrirtækja en fullsannað þykir að Bosch hjálpaði til við að þróa þann EDC17 vélstjórnunarbúnað sem Volkswagen notaði með EA189 dísilvélinni sem svindlið fyrst uppgötvaðist í. Hvorki Porsche né Bosch hafi neitt látið frá sér fara um þessa rannsókn nú, sem er reyndar á frumstigi.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent