100 Mitsubishi seldust á fyrstu viku afmælistilboðs Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2017 11:00 Mikill hamagangur hefur verið undanfarið í sölu Mitsubishi bíla á undanförnum dögum. Eitt hundrað Mitsubishi bílar seldust á fyrstu sjö dögum afmælistilboðs Mitsubishi hjá HEKLU, en Mitsubishi fagnar nú 100 ára afmæli sínu. Af því tilefni eru allir Mitsubishi bílar á sérstöku afmælisverði og hafa bílaeigendur tekið Mitsubishi Outlander, ASX, Pajero og L200 fagnandi. Mitsubisi Motors var stofnað í Japan árið 1917 og það ár kom fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í Japan á markað sem nefndur var Model A. Mitsubishi þarf þó vart að kynna enda verið vinsæl bílategund á meðal Íslendinga alveg frá því þeir voru fluttir hingað til lands fyrst árið 1973. Bílar eins og Lancer, Galant, Colt og Pajero hafa slegið í gegn en síðustu misseri hefur Mitsubishi einblínt á stærri bíla og vistvænni. Óhætt er að segja að afmælisverðið hafi vakið lukku og má nefna að sjö sæta sjálfskipti dísiljeppinn Pajero Instyle sem áður var á 9.390.000 er nú á 7.990.000 kr., pallbíllinn L200 með 2.4 lítra dísilvél sem var áður á 5.750.000 er nú frá 4.750.000 kr. og sjálfskiptur Outlander PHEV sem var áður frá 4.590.000 en er nú fáanlegur á 3.990.000 kr. Lækkunin er því frá 600 þúsund upp í 1,4 milljónir króna. Outlander PHEV er einn þeirra bíla sem nú fást á 100 ára afmælisverði, en hann er vistvænn tengitlvinnbíll sem hefur notið gríðarlega vinsælda og er mest seldi rafbíllinn hér á landi. HEKLA hefur enda lagt sífellt meiri áherslu á sölu vistvænna bíla, bæði frá Mitsubishi og öðrum vörumerkjum. „Þetta hefur leitt til þess að ekkert bílaumboð hefur fleiri tegundir af vistvænum bílum til sölu, né fleiri slík vörumerki, en HEKLA. Raforka, metan, tengiltvinnbílar, það er sama hvað við ræðum, slíkir bílar fást í meira úrvali hjá HEKLU en nokkru öðru umboði,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU. Leiðir Íslendinga og Mitsubishi hafa legið saman í 44 ár og hefur Mitsubishi verið sívinsæll á þessum tíma. Viðbrögð kaupenda við afmælisverði Mitsubishi staðfestir að svo er enn. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent
Eitt hundrað Mitsubishi bílar seldust á fyrstu sjö dögum afmælistilboðs Mitsubishi hjá HEKLU, en Mitsubishi fagnar nú 100 ára afmæli sínu. Af því tilefni eru allir Mitsubishi bílar á sérstöku afmælisverði og hafa bílaeigendur tekið Mitsubishi Outlander, ASX, Pajero og L200 fagnandi. Mitsubisi Motors var stofnað í Japan árið 1917 og það ár kom fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í Japan á markað sem nefndur var Model A. Mitsubishi þarf þó vart að kynna enda verið vinsæl bílategund á meðal Íslendinga alveg frá því þeir voru fluttir hingað til lands fyrst árið 1973. Bílar eins og Lancer, Galant, Colt og Pajero hafa slegið í gegn en síðustu misseri hefur Mitsubishi einblínt á stærri bíla og vistvænni. Óhætt er að segja að afmælisverðið hafi vakið lukku og má nefna að sjö sæta sjálfskipti dísiljeppinn Pajero Instyle sem áður var á 9.390.000 er nú á 7.990.000 kr., pallbíllinn L200 með 2.4 lítra dísilvél sem var áður á 5.750.000 er nú frá 4.750.000 kr. og sjálfskiptur Outlander PHEV sem var áður frá 4.590.000 en er nú fáanlegur á 3.990.000 kr. Lækkunin er því frá 600 þúsund upp í 1,4 milljónir króna. Outlander PHEV er einn þeirra bíla sem nú fást á 100 ára afmælisverði, en hann er vistvænn tengitlvinnbíll sem hefur notið gríðarlega vinsælda og er mest seldi rafbíllinn hér á landi. HEKLA hefur enda lagt sífellt meiri áherslu á sölu vistvænna bíla, bæði frá Mitsubishi og öðrum vörumerkjum. „Þetta hefur leitt til þess að ekkert bílaumboð hefur fleiri tegundir af vistvænum bílum til sölu, né fleiri slík vörumerki, en HEKLA. Raforka, metan, tengiltvinnbílar, það er sama hvað við ræðum, slíkir bílar fást í meira úrvali hjá HEKLU en nokkru öðru umboði,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU. Leiðir Íslendinga og Mitsubishi hafa legið saman í 44 ár og hefur Mitsubishi verið sívinsæll á þessum tíma. Viðbrögð kaupenda við afmælisverði Mitsubishi staðfestir að svo er enn.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent