Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi.
Vettel lenti í samstuði við Lance Stroll á Williams á innhringnum eftir malasíska kappaksturinn um liðna helgi. Eftir samstuðið var útlit fyrir að gírkassinn hefði skemmst og Vettel þyrfti að nota nýjan í Japan. Svo virðist ekki enda hefur Ferrari nú sagt að gírkassinn hafi sloppið við skemmdir.
Sjáð einnig: Myndband af ótrúlegum árekstri Stroll og Vettel.
Vettel má ekki við refsingum ef hann ætlar að gera atlögu að heimsmeistaratitli ökumanna. Hann er nú 34 stigum á eftir Lewis Hamilton á Mercedes þegar fimm keppnir eru eftir. Næsta keppni er í Japan um komadni helgi.
Vettel hafði ræst í 20. sæti og tekist að vinna sig upp í fjórða sæti með afbragðs aksturstöktum.
Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan

Tengdar fréttir

Sjáðu ótrúlegan árekstur Stroll og Vettel
Sebastian Vettel og Lance Stroll lentu í undarlegu samstuði á innhringnum eftir keppnina í Malasíu.

Afmælisbarnið vann í Malasíu | Sjáðu uppgjörsþáttinn
Rúnar Jónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport fer yfir öll helstu atvikin úr spennandi Malasíukappakstri í Formúlu 1. Uppgjörsþátturinn er í spilara í fréttinni.

Bílskúrinn: Martröð Ferrari í Malasíu
Max Verstappen á Red Bull vann Formúlu 1 kappaksturinn í Malasíu um helgina. Ferrari liðið átti afleidda helgi.