Tesla hættir framleiðslu Model S 75 Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 11:30 Tesla Model S fæst nú aðeins fjórhjóladrifinn og ódýrasta gerð hans með afturhjóladrifi er dottin úr framleiðslulínu Tesla. Hjá Tesla hefur tekin ákvörðun um að hætta framleiðslu núverandi ódýrustu gerðar Model S bílsins, þ.e. Tesla Model S 75. Áfram verður hægt að panta Tesla Model S 75D bílinn en hann er fjórhjóladrifinn og kostar 74.500 dollara, en sá afturhjóladrifni kostaði 69.500 dollara. Síðasti mögulegi pöntunardagur á Model S 75 var 24. september. Einhverjir gárungar hafa bent á að þessi ákvörðun Tesla sé úthugsuð á þann veg að gefa viðskiptavinum aðeins nokkra daga til kaupa á þessari ódýrustu gerð Model S til að hressa við sölutölurnar rétt fyrir lokun 3. ársfjórðungs þessa árs. Með þeirri ákörðun Tesla að hætta með einu afturhjóladrifnu útgáfu Model S stendur aðeins Model 3 bíllinn eftir með afturhjóladrifi. Tesla hefur áður hætt framleiðslu ódýrustu gerðar Model S bílsins, eða Model S 65, sem þá var með aflminnstu gerð rafhlaða sem í boði var þá í Model S. Frá því var Model S 75 með minnstu rafhlöðuna, en nú er það Model S 85 með 85kWh rafhlöðu. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent
Hjá Tesla hefur tekin ákvörðun um að hætta framleiðslu núverandi ódýrustu gerðar Model S bílsins, þ.e. Tesla Model S 75. Áfram verður hægt að panta Tesla Model S 75D bílinn en hann er fjórhjóladrifinn og kostar 74.500 dollara, en sá afturhjóladrifni kostaði 69.500 dollara. Síðasti mögulegi pöntunardagur á Model S 75 var 24. september. Einhverjir gárungar hafa bent á að þessi ákvörðun Tesla sé úthugsuð á þann veg að gefa viðskiptavinum aðeins nokkra daga til kaupa á þessari ódýrustu gerð Model S til að hressa við sölutölurnar rétt fyrir lokun 3. ársfjórðungs þessa árs. Með þeirri ákörðun Tesla að hætta með einu afturhjóladrifnu útgáfu Model S stendur aðeins Model 3 bíllinn eftir með afturhjóladrifi. Tesla hefur áður hætt framleiðslu ódýrustu gerðar Model S bílsins, eða Model S 65, sem þá var með aflminnstu gerð rafhlaða sem í boði var þá í Model S. Frá því var Model S 75 með minnstu rafhlöðuna, en nú er það Model S 85 með 85kWh rafhlöðu.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent