AMG E63 S hraðasti skutbíllinn kringum Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2017 16:52 Mercedes AMG E63 S bíllinn á Nürburgring brautinni. Þó svo að Mercedes Benz AMG E63 S sé í grunninn fjölskylduskutbíll þá er hann í leiðinni hrikalega aksturshæfur og snöggur brautarbíll. Það var aldeilis sannað í síðustu viku þegar Christian Gebhardt ók slíkum bíla á 7 mínútum og 45,19 sekúndum kringum Nürburgring brautina þýsku, en hún er 20 kílómetra löng. Það er nýtt met á meðal skutbíla. Gebhardt hafði 603 hestöfl til að aðstoða sig við metsláttinn, en þau koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem tengd er 9 gíra sjálfskiptingu. Það afl dugar þessum 2,1 tonna þunga bíl til að ná 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum. Eldra metið á meðal skutbíla átti Seat Leon ST Cupra 280 og var tími hans 7:58,12. Mjög miklu munar á afli þessara tveggja bíla, eða meira en helmingi meira í Benzinum, svo segja má að Seat bíllinn hafi náð hreint mögnuðum tíma í brautinni. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent
Þó svo að Mercedes Benz AMG E63 S sé í grunninn fjölskylduskutbíll þá er hann í leiðinni hrikalega aksturshæfur og snöggur brautarbíll. Það var aldeilis sannað í síðustu viku þegar Christian Gebhardt ók slíkum bíla á 7 mínútum og 45,19 sekúndum kringum Nürburgring brautina þýsku, en hún er 20 kílómetra löng. Það er nýtt met á meðal skutbíla. Gebhardt hafði 603 hestöfl til að aðstoða sig við metsláttinn, en þau koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem tengd er 9 gíra sjálfskiptingu. Það afl dugar þessum 2,1 tonna þunga bíl til að ná 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum. Eldra metið á meðal skutbíla átti Seat Leon ST Cupra 280 og var tími hans 7:58,12. Mjög miklu munar á afli þessara tveggja bíla, eða meira en helmingi meira í Benzinum, svo segja má að Seat bíllinn hafi náð hreint mögnuðum tíma í brautinni.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent