Öryggisógn og þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu Jón Pétur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 10:00 Umræðunni um aukinn straum flóttamanna til Evrópu tengist oft umræða um aukna hryðjuverkaógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Ekki er beint samhengi þarna á milli en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að hryðjuverkamenn hafa komið til Evrópu undir því yfirskyni að vera flóttamenn. Í því felst mikil áskorun fyrir löggæsluyfirvöld sem og samfélögin öll. Stundum heyrist í fjölmiðlum eða á samskiptamiðlum á netinu að einstaklingum sem koma til landsins og óska eftir alþjóðlegri vernd ætti að snúa við á Keflavíkurflugvelli þá þegar. Slík framkvæmd er ekki viðhöfð en fyrir því eru tvær meginástæður. Í fyrsta lagi er löggæsluyfirvöldum ekki heimilt að senda einstakling til þess lands sem hann kom frá nema hann uppfylli skilyrði fyrir komu í því landi. Auk þess gera lög um útlendinga þá kröfu að umsókn hvers einstaklings um alþjóðlega vernd skuli skráð og lagt á það mat hvort viðkomandi falli undir skilgreiningu á flóttamanni. Margar efasemdaraddir eru um ágæti Schengen-samstarfsins. Að auki halda margir því fram að það muni ekki lifa af þær áskoranir sem fram undan eru. Framtíðin ein mun leiða það í ljós. Hins vegar hafa viðbrögð til þess að draga úr öryggisógninni í Evrópu verið margs konar. Ísland er þátttakandi í margvíslegum aðgerðum Evrópusambandsins sem miða að því að draga úr öryggisógninni og efla landamæravörsluna á grundvelli Schengen-samstarfsins. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu hefur m.a. verið lögð áhersla á hert eftirlit á ytri landamærunum. Þann 7. október sl. var verklagi við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli breytt m.a. á þá leið að persónu- og skilríkjaupplýsingar allra farþega sem fara um ytri landmærin eru athugaðar í upplýsingabanka Schengen-samstarfsins (SIS) og gagnabanka Interpol. Þá hélt sjálfvirknivæðing landamæraeftirlitsins innreið sína á Keflavíkurflugvelli 10. júní sl. þegar sett voru upp 10 sjálfvirk landamærahlið. Heimild til þess að nota sjálfvirku hliðin hafa þeir sem eru 18 ára eða eldri, eru ríkisborgarar innan Evrópska efnahagsvæðisins og eru handhafar lífkennavegabréfs. Á næsta ári er stefnt að því að fjölga sjálfvirkum hliðum og útvíkka notkun á þeim til ríkisborgara Bandaríkjanna og Kanada. Sjálfvirknivæðing við landamæraeftirlit stuðlar að auknu öryggi. Samhliða aukinni sjálfvirknivæðingu er framundan bylting í notkun á lífkennaupplýsingum við landamæraeftirlit. Unnið er að því að innleiða notkun lífkennaupplýsinga í grunnkerfi Schengen-samstarfsins en að undanförnu hefur verið lögð á það áhersla að hraða þeirri þróun. Almenn notkun á lífkennaupplýsingum mun stuðla að auknu öryggi. Ísland er virkur þátttakandi í þessari þróun á grundvelli Schengen-samstarfsins. Þrýstingur á landamæri Evrópu og þar með talið Íslands mun að öllum líkindum aukast enn frekar á næstu árum. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu er það tryggt að við stöndum ekki ein þjóða frammi fyrir áskorunum framtíðarinnar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðunni um aukinn straum flóttamanna til Evrópu tengist oft umræða um aukna hryðjuverkaógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Ekki er beint samhengi þarna á milli en þó er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að hryðjuverkamenn hafa komið til Evrópu undir því yfirskyni að vera flóttamenn. Í því felst mikil áskorun fyrir löggæsluyfirvöld sem og samfélögin öll. Stundum heyrist í fjölmiðlum eða á samskiptamiðlum á netinu að einstaklingum sem koma til landsins og óska eftir alþjóðlegri vernd ætti að snúa við á Keflavíkurflugvelli þá þegar. Slík framkvæmd er ekki viðhöfð en fyrir því eru tvær meginástæður. Í fyrsta lagi er löggæsluyfirvöldum ekki heimilt að senda einstakling til þess lands sem hann kom frá nema hann uppfylli skilyrði fyrir komu í því landi. Auk þess gera lög um útlendinga þá kröfu að umsókn hvers einstaklings um alþjóðlega vernd skuli skráð og lagt á það mat hvort viðkomandi falli undir skilgreiningu á flóttamanni. Margar efasemdaraddir eru um ágæti Schengen-samstarfsins. Að auki halda margir því fram að það muni ekki lifa af þær áskoranir sem fram undan eru. Framtíðin ein mun leiða það í ljós. Hins vegar hafa viðbrögð til þess að draga úr öryggisógninni í Evrópu verið margs konar. Ísland er þátttakandi í margvíslegum aðgerðum Evrópusambandsins sem miða að því að draga úr öryggisógninni og efla landamæravörsluna á grundvelli Schengen-samstarfsins. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu hefur m.a. verið lögð áhersla á hert eftirlit á ytri landamærunum. Þann 7. október sl. var verklagi við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli breytt m.a. á þá leið að persónu- og skilríkjaupplýsingar allra farþega sem fara um ytri landmærin eru athugaðar í upplýsingabanka Schengen-samstarfsins (SIS) og gagnabanka Interpol. Þá hélt sjálfvirknivæðing landamæraeftirlitsins innreið sína á Keflavíkurflugvelli 10. júní sl. þegar sett voru upp 10 sjálfvirk landamærahlið. Heimild til þess að nota sjálfvirku hliðin hafa þeir sem eru 18 ára eða eldri, eru ríkisborgarar innan Evrópska efnahagsvæðisins og eru handhafar lífkennavegabréfs. Á næsta ári er stefnt að því að fjölga sjálfvirkum hliðum og útvíkka notkun á þeim til ríkisborgara Bandaríkjanna og Kanada. Sjálfvirknivæðing við landamæraeftirlit stuðlar að auknu öryggi. Samhliða aukinni sjálfvirknivæðingu er framundan bylting í notkun á lífkennaupplýsingum við landamæraeftirlit. Unnið er að því að innleiða notkun lífkennaupplýsinga í grunnkerfi Schengen-samstarfsins en að undanförnu hefur verið lögð á það áhersla að hraða þeirri þróun. Almenn notkun á lífkennaupplýsingum mun stuðla að auknu öryggi. Ísland er virkur þátttakandi í þessari þróun á grundvelli Schengen-samstarfsins. Þrýstingur á landamæri Evrópu og þar með talið Íslands mun að öllum líkindum aukast enn frekar á næstu árum. Með aðild Íslands að Schengen-samstarfinu er það tryggt að við stöndum ekki ein þjóða frammi fyrir áskorunum framtíðarinnar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun