Viðhorf til gæludýra Úrsúla Jünemann skrifar 16. nóvember 2017 10:15 Fyrir frekar löngu síðan bjó ég í lítilli stúdíóíbúð og þar bjó við hliðina fullorðin kona. Ég heimsótti hana daglega og fór fyrir hana í útréttingar því hún treysti sér ekki út úr húsinu ein síns liðs. Systir hennar sem var ennþá spræk kom stundum í heimsókn og þá tókum við gömlu konuna á milli okkar, fórum á krá og þær fengu sér hvítvínsglas og höfðu frá mörgu að segja. Gamla konan átti lítinn páfagauk og sá var henni ómetanlega góður félagi. Hann var mjög gæfur, sat oft á öxl hennar og nartaði í eyrnasnepilinn. Eða hann trítlaði yfir borðið og reyndi að smakka á því sem hún var að borða. Hann kunni líka að tala smávegis og það vakti alltaf mikla lukku. En svo dó litli vinurinn einn daginn – það var rétt áður en ég var að flytja. Gamla konan grét mikið og var óhuggandi. Seinna þegar ég var komin í annað húsnæði vildi ég heimsækja hana en þá var mér tjáð að hún hefði skyndilega látist skömmu áður. Þann 9. nóvember var grein í Fréttablaðinu þar sem er sagt frá Sigurbjörgu Hlöðversdóttur sem býr í Hátúni 10. Hún á lítinn hund, en hundahald er ekki leyft í blokkum Öryrkjabandalagsins í Hátúni. Henni er gert að flytja þaðan ef hún lætur ekki hundinn frá sér. Þvílík grimmd! Að vilja ræna frá henni besta (og kannski einasta) félaga sínum. Og skýla sér bak við einhverjar ósveigjanlegar og sálarlausar reglur. Þessa kona hefur líklega sinnt sínum hundi mjög vel. Margt gamalt fólk er félagslega einangrað og hefur svo gott af því að hafa einhvern hjá sér, þótt sá sé bara á fjórum fótum, með fjaðrir eða annað. En svo hlýtur að vera allt í lagi að menn sem búa í einbýli fái sér alls konar dýr, sama hvort þeir hugsa um þau nógu vel. Hundar til dæmis þurfa að komast út að hreyfa sig. Þeir eru félagsverur og þeim líður illa að vera skildir eftir frá morgni til kvölds. Áður en menn fá sér gæludýr þarf að athuga hverjar þarfir þeirra eru. Dýr eru ekki leikföng!Ábyrgð á lifandi veru Í minni bernsku úti í Þýskalandi var alltaf talsvert af dýrum á heimilinu enda bjuggum við úti í sveit. Við áttum ketti, hunda, kanínur, hænur og skjaldböku. Svo langaði mig svo mikið í naggrís að ég ákvað að gefa mömmu minni einn slíkan í afmælisgjöf. Mamma mín táraðist af hlátri. En pabbi minn var ákveðinn eins og alltaf þegar nýr íbúi bættist við í dýrasafnið: „Ef þið sinnið þessu dýri ekki eins og skyldi þá fer það samstundis!“ Við lærðum þannig að bera ábyrgð á þeim dýrum sem við áttum. Ég held að það geri börnunum gott að alast upp með dýrum og læra að þau hafa sínar þarfir eins og við. Nú er stutt til jóla. Þá dettur sumum foreldrum í hug að gefa krökkunum lifandi dýr. Krúttlegan hvolp, sætan kettling, mjúka kanínu, hamstur eða annað. Það mun vekja lukku, ekki spurning. En svo tekur hvunndagurinn við. Það þarf að hreinsa kattarkassann, kanínu- eða hamstrabúrið. Það þarf að fara út með hundinn. Stundum er þörf á að fara til dýralæknis og það kostar. Og svo er það sumarfríið. Hvert á að fara með dýrin? Það er dýrt að fara með þau á katta- eða hundahótel. Og allt þetta vesen með þetta yfirhöfuð. Krúttlegi kettlingurinn er orðinn fullorðinn, það þarf að gera hann ófrjóan. Setjum hann frekar út og gleymum honum. Er ekki bara allt í lagi að henda kanínunni út í skóg, hún mun spjara sig? Gott fólk, hugsið ykkur tvisvar um áður en þið fáið ykkur dýr á heimilið. Það fylgir þessu ábyrgð á lifandi veru í mörg ár. Dýr eru ekki leikföng en geta verið lífsfylling fyrir einsamalt og gamalt fólk. Höfundur er kennari á eftirlaunum og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir frekar löngu síðan bjó ég í lítilli stúdíóíbúð og þar bjó við hliðina fullorðin kona. Ég heimsótti hana daglega og fór fyrir hana í útréttingar því hún treysti sér ekki út úr húsinu ein síns liðs. Systir hennar sem var ennþá spræk kom stundum í heimsókn og þá tókum við gömlu konuna á milli okkar, fórum á krá og þær fengu sér hvítvínsglas og höfðu frá mörgu að segja. Gamla konan átti lítinn páfagauk og sá var henni ómetanlega góður félagi. Hann var mjög gæfur, sat oft á öxl hennar og nartaði í eyrnasnepilinn. Eða hann trítlaði yfir borðið og reyndi að smakka á því sem hún var að borða. Hann kunni líka að tala smávegis og það vakti alltaf mikla lukku. En svo dó litli vinurinn einn daginn – það var rétt áður en ég var að flytja. Gamla konan grét mikið og var óhuggandi. Seinna þegar ég var komin í annað húsnæði vildi ég heimsækja hana en þá var mér tjáð að hún hefði skyndilega látist skömmu áður. Þann 9. nóvember var grein í Fréttablaðinu þar sem er sagt frá Sigurbjörgu Hlöðversdóttur sem býr í Hátúni 10. Hún á lítinn hund, en hundahald er ekki leyft í blokkum Öryrkjabandalagsins í Hátúni. Henni er gert að flytja þaðan ef hún lætur ekki hundinn frá sér. Þvílík grimmd! Að vilja ræna frá henni besta (og kannski einasta) félaga sínum. Og skýla sér bak við einhverjar ósveigjanlegar og sálarlausar reglur. Þessa kona hefur líklega sinnt sínum hundi mjög vel. Margt gamalt fólk er félagslega einangrað og hefur svo gott af því að hafa einhvern hjá sér, þótt sá sé bara á fjórum fótum, með fjaðrir eða annað. En svo hlýtur að vera allt í lagi að menn sem búa í einbýli fái sér alls konar dýr, sama hvort þeir hugsa um þau nógu vel. Hundar til dæmis þurfa að komast út að hreyfa sig. Þeir eru félagsverur og þeim líður illa að vera skildir eftir frá morgni til kvölds. Áður en menn fá sér gæludýr þarf að athuga hverjar þarfir þeirra eru. Dýr eru ekki leikföng!Ábyrgð á lifandi veru Í minni bernsku úti í Þýskalandi var alltaf talsvert af dýrum á heimilinu enda bjuggum við úti í sveit. Við áttum ketti, hunda, kanínur, hænur og skjaldböku. Svo langaði mig svo mikið í naggrís að ég ákvað að gefa mömmu minni einn slíkan í afmælisgjöf. Mamma mín táraðist af hlátri. En pabbi minn var ákveðinn eins og alltaf þegar nýr íbúi bættist við í dýrasafnið: „Ef þið sinnið þessu dýri ekki eins og skyldi þá fer það samstundis!“ Við lærðum þannig að bera ábyrgð á þeim dýrum sem við áttum. Ég held að það geri börnunum gott að alast upp með dýrum og læra að þau hafa sínar þarfir eins og við. Nú er stutt til jóla. Þá dettur sumum foreldrum í hug að gefa krökkunum lifandi dýr. Krúttlegan hvolp, sætan kettling, mjúka kanínu, hamstur eða annað. Það mun vekja lukku, ekki spurning. En svo tekur hvunndagurinn við. Það þarf að hreinsa kattarkassann, kanínu- eða hamstrabúrið. Það þarf að fara út með hundinn. Stundum er þörf á að fara til dýralæknis og það kostar. Og svo er það sumarfríið. Hvert á að fara með dýrin? Það er dýrt að fara með þau á katta- eða hundahótel. Og allt þetta vesen með þetta yfirhöfuð. Krúttlegi kettlingurinn er orðinn fullorðinn, það þarf að gera hann ófrjóan. Setjum hann frekar út og gleymum honum. Er ekki bara allt í lagi að henda kanínunni út í skóg, hún mun spjara sig? Gott fólk, hugsið ykkur tvisvar um áður en þið fáið ykkur dýr á heimilið. Það fylgir þessu ábyrgð á lifandi veru í mörg ár. Dýr eru ekki leikföng en geta verið lífsfylling fyrir einsamalt og gamalt fólk. Höfundur er kennari á eftirlaunum og leiðsögumaður.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar