Erlent

Gestir Tómathátíðarinnar á Spáni máluðu bæinn rauðan

Atli Ísleifsson skrifar
Hátíðin var fyrst haldin árið 1945.
Hátíðin var fyrst haldin árið 1945. Vísir/AFP
Tugþúsundir eru nú saman komin í spænska bænum Buñol, vestur af Valencia, þar sem hin árlega tómathátíð er í fullum gangi. Hápunktur hátíðarinnar var þegar gestir köstuðu gríðarlegu magni af ofþroskuðum tómötum hverjir í aðra fyrr í dag.

Hátíðin „Tomatina“ hefur verið haldin síðasta miðvikudag ágústmánaðar frá árinu 1945. Talið er að hana megi rekja til þess að ungir menn efndu til illinda með því að kasta tómötum í fólk á fimmta áratugnum.

Hátíðin var bönnuð í valdatíð einræðisherrans Francos, en var tekin upp að nýju að honum gengnum á áttunda áratugnum.

Sjá má myndbrot El Pais frá hátíðinni fyrr í dag að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×