Erlent

Sjö létu lífið í loftárás Sáda í Jemen

Atli Ísleifsson skrifar
Ófremdarástand hefur ríkt í Jemen síðustu ár.
Ófremdarástand hefur ríkt í Jemen síðustu ár. Vísir/AFP
Sjö manns létu lífið þegar sádi-arabískar herþotur vörpuðu sprengjum skammt fyrir utan jemensku höfuðborgina Sanaa nú í morgun.

Fréttaveita Reuters greinir frá þessu, en um var að ræða fimm óbreytta borgara í leigubíl og tvo hermenn.

Árásin varð til þess að bíll, sem hinir óbreyttu borgarar voru í, rakst á bensínstöð. Mikill eldur blossaði þá upp sem gerði slökkvi- og sjúkraliði erfitt fyrir.

Sádi-Arabar hafa gert þúsundir loftárása á Jemen á undanförnum árum á yfirráðasvæði uppreisnarhreyingar Húta sem stýrir höfuðborginni og norðurhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×