Verðlaunabarþjónn deilir uppskriftum að ljúffengum áramótakokteilum 28. desember 2017 15:00 Jónas Heiðarr Guðnason leggst í víking á nýárinu og flytur til Lundúna þar sem hann ætlar að læra meira. MYND/ERNIR Á áramótum tilheyrir að skála fyrir nýju ári. Verðlaunabarþjónninn Jónas Heiðarr Guðnason kann á því lagið og gefur lesendum uppskriftir að ljúffengum áramótakokteilum. „Ég verð að vinna á gamlárskvöld og þykir það afskaplega gaman. Þá eru allir í spariskapi og stemningin er einstök,” segir Jónas sem er yfirbarþjónn á Apotekinu sem er lokað þegar klukkustund er eftir af árinu 2017 og ekki opnað aftur fyrr en á nýársdag. Í millitíðinni ætlar Jónas að fagna nýju ári. „Þá förum við starfsfólkið saman út á Austurvöll, skálum í kampavíni og skreytum himininn með flugeldum. Á eftir fáum við okkur dýrindis áramótakrásir og skemmtum okkur saman fram á nótt.“ Jónas er verðlaunabarþjónn. Hann sigraði í undankeppni World Class hér heima, en það er stærsta barþjónakeppni í heimi. „Með sigrinum fékk ég keppnisréttindi í aðalkeppninni úti og tók þátt fyrir Íslands hönd í Mexíkóborg, sem var mikið ævintýri og lífsreynsla. Þar var ég yngsti keppandinn á meðal þrautreyndra barþjóna sem margir hafa hrist saman kokteila í áratugi og gekk mjög vel miðað við aldur og reynslu,“ segir Jónas sem er 22 ára.Jónas segir starf barþjónsins vera krefjandi en að það sé gaman að vera innan um fólk sem er að gera sér glaðan dag.MYND/ERNIRSkapar nýjar upplifanirJónas er sjálfmenntaður barþjónn sem komist hefur til mikilla metorða. „Það var skrýtin tilviljun hvernig ég varð barþjónn. Ég var í leiðinlegri vinnu meðfram menntaskóla þegar ég datt inn á vídeó af gömlum kalli að dunda sér við að búa til kokteila og hugsaði með mér að þetta gæti ég nú líka. Ég dreif mig því til Lundúna á barþjónanámskeið, lærði grunntökin á þessu, pantaði mér græjur á netinu og fór að blanda og æfa mig heima, sótti síðan um vinnu og þetta hefur legið fyrir mér,“ segir Jónas sem verið hefur yfirbarþjónn á Apotekinu í tæp tvö ár og glatt margan manninn með unaðslegum kokteilum. „Starf barþjónsins er krefjandi en skemmtilegt og ég hef ánægju af því að vera innan um fólk sem er kátt og að gera sér glaðan dag. Í starfinu þarf maður að vera hugmyndaríkur, hafa góða tilfinningu fyrir samsetningu bragðs og kunna að búa til eigið hráefni. Ég legg metnað í að skapa skemmtilega reynslu fyrir gesti mína og nýjar upplifanir með ferskri framsetningu,“ segir Jónas.Moscow Mule Twist.Dreymir um eigin barNýja árið leggst vel í Jónas sem ætlar að leggjast í víking næstu árin. „Kærastan fékk inni í flottum leiklistarskóla í Essex, úthverfi London, og þangað ætlum við að flytja með vorinu. Þar ætla ég að komast inn á flotta bari, læra meira og sigra heiminn. Svo kem ég vonandi heim og opna nýjan bar eftir eigin höfði. Það er draumurinn.“ Jónas gefur lesendum uppskriftir að áramótakokteilum sem auðvelt er að laga heima. „Ég valdi heimilislega kokteila sem kosta ekki of mikið í hráefni né eru of flóknir að útbúa.“Moscow Mule TwistDrykkurinn í koparglasinu er tvist Jónasar á hinum klassíska Moscow Mule sem tröllríður íslenskri kokteilmenningu um þessar mundir og er í raun nýr Mojito. 45 ml vodki 20 ml ferskur límónusafi 15 ml íslenskur krækiberjalíkjör frá Snorra hjá Reykjavik Distillery 64° toppað með engiferbjórApotek French 75.Apotek French 75Drykkurinn í kampavínsglasinu er algjör áramótabomba. Hann er útgáfa Jónasar á hinum klassíska French 75. 30 ml London dry gin 30 ml ananas- og rósmarínsíróp* 20 ml fersk sítróna Hristist saman toppað með 30-45 ml af þurru kampavíni eða freyðivíni * Ananas- og rósmarín síróp: Hitið einn bolla sykurs í einum bolla af vatni á meðalhita til að leysa upp sykurinn. Hendið rósmaríni út í og síið frá þegar gott bragð er komið í sírópið. Setjið í blandara með ferskum ananas og síið í gegnum klút.Ferskur og óáfengur mót nýju ári.Ferskur mót nýju ári20 ml ferskur greipaldinsafi 20 ml sykursíróp* 15 ml fersk sítróna eða límóna toppað með tóniki * Sykursíróp: Hitið einn bolla af vatni á móti einum bolla af sykri yfir meðalhita, þar til sykurinn leysist upp. Kælið sírópið fyrir notkun. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Á áramótum tilheyrir að skála fyrir nýju ári. Verðlaunabarþjónninn Jónas Heiðarr Guðnason kann á því lagið og gefur lesendum uppskriftir að ljúffengum áramótakokteilum. „Ég verð að vinna á gamlárskvöld og þykir það afskaplega gaman. Þá eru allir í spariskapi og stemningin er einstök,” segir Jónas sem er yfirbarþjónn á Apotekinu sem er lokað þegar klukkustund er eftir af árinu 2017 og ekki opnað aftur fyrr en á nýársdag. Í millitíðinni ætlar Jónas að fagna nýju ári. „Þá förum við starfsfólkið saman út á Austurvöll, skálum í kampavíni og skreytum himininn með flugeldum. Á eftir fáum við okkur dýrindis áramótakrásir og skemmtum okkur saman fram á nótt.“ Jónas er verðlaunabarþjónn. Hann sigraði í undankeppni World Class hér heima, en það er stærsta barþjónakeppni í heimi. „Með sigrinum fékk ég keppnisréttindi í aðalkeppninni úti og tók þátt fyrir Íslands hönd í Mexíkóborg, sem var mikið ævintýri og lífsreynsla. Þar var ég yngsti keppandinn á meðal þrautreyndra barþjóna sem margir hafa hrist saman kokteila í áratugi og gekk mjög vel miðað við aldur og reynslu,“ segir Jónas sem er 22 ára.Jónas segir starf barþjónsins vera krefjandi en að það sé gaman að vera innan um fólk sem er að gera sér glaðan dag.MYND/ERNIRSkapar nýjar upplifanirJónas er sjálfmenntaður barþjónn sem komist hefur til mikilla metorða. „Það var skrýtin tilviljun hvernig ég varð barþjónn. Ég var í leiðinlegri vinnu meðfram menntaskóla þegar ég datt inn á vídeó af gömlum kalli að dunda sér við að búa til kokteila og hugsaði með mér að þetta gæti ég nú líka. Ég dreif mig því til Lundúna á barþjónanámskeið, lærði grunntökin á þessu, pantaði mér græjur á netinu og fór að blanda og æfa mig heima, sótti síðan um vinnu og þetta hefur legið fyrir mér,“ segir Jónas sem verið hefur yfirbarþjónn á Apotekinu í tæp tvö ár og glatt margan manninn með unaðslegum kokteilum. „Starf barþjónsins er krefjandi en skemmtilegt og ég hef ánægju af því að vera innan um fólk sem er kátt og að gera sér glaðan dag. Í starfinu þarf maður að vera hugmyndaríkur, hafa góða tilfinningu fyrir samsetningu bragðs og kunna að búa til eigið hráefni. Ég legg metnað í að skapa skemmtilega reynslu fyrir gesti mína og nýjar upplifanir með ferskri framsetningu,“ segir Jónas.Moscow Mule Twist.Dreymir um eigin barNýja árið leggst vel í Jónas sem ætlar að leggjast í víking næstu árin. „Kærastan fékk inni í flottum leiklistarskóla í Essex, úthverfi London, og þangað ætlum við að flytja með vorinu. Þar ætla ég að komast inn á flotta bari, læra meira og sigra heiminn. Svo kem ég vonandi heim og opna nýjan bar eftir eigin höfði. Það er draumurinn.“ Jónas gefur lesendum uppskriftir að áramótakokteilum sem auðvelt er að laga heima. „Ég valdi heimilislega kokteila sem kosta ekki of mikið í hráefni né eru of flóknir að útbúa.“Moscow Mule TwistDrykkurinn í koparglasinu er tvist Jónasar á hinum klassíska Moscow Mule sem tröllríður íslenskri kokteilmenningu um þessar mundir og er í raun nýr Mojito. 45 ml vodki 20 ml ferskur límónusafi 15 ml íslenskur krækiberjalíkjör frá Snorra hjá Reykjavik Distillery 64° toppað með engiferbjórApotek French 75.Apotek French 75Drykkurinn í kampavínsglasinu er algjör áramótabomba. Hann er útgáfa Jónasar á hinum klassíska French 75. 30 ml London dry gin 30 ml ananas- og rósmarínsíróp* 20 ml fersk sítróna Hristist saman toppað með 30-45 ml af þurru kampavíni eða freyðivíni * Ananas- og rósmarín síróp: Hitið einn bolla sykurs í einum bolla af vatni á meðalhita til að leysa upp sykurinn. Hendið rósmaríni út í og síið frá þegar gott bragð er komið í sírópið. Setjið í blandara með ferskum ananas og síið í gegnum klút.Ferskur og óáfengur mót nýju ári.Ferskur mót nýju ári20 ml ferskur greipaldinsafi 20 ml sykursíróp* 15 ml fersk sítróna eða límóna toppað með tóniki * Sykursíróp: Hitið einn bolla af vatni á móti einum bolla af sykri yfir meðalhita, þar til sykurinn leysist upp. Kælið sírópið fyrir notkun.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira