
(ísl)enska
Ég er engu nær. Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvað barnið er að tala um. Ætli þetta sé eitthvert enskt nýyrði yfir fyrirbæri sem finnst aðeins í þessum tiltekna tölvuleik? Einhver vera eða hlutur í þessum tölvuleik sem geymir ævintýraheim sögunnar? Eða er þetta gamalt og rótgróið enskt orð sem ég hef bara ekki heyrt áður? Tæplega fimmtán ára aldursmunur og hann kann þegar meiri ensku en ég. Eða allavega meiri ensku en ég kunni á hans aldri.
En kannski er það ekki skrýtið. Hann tilheyrir annarri kynslóð, elst upp með iPhone í annarri hendi og iPad í hinni, spilar tölvuleiki á ensku og horfir á bandaríska sjónvarpsþætti og kvikmyndir á Netflix eða YouTube. „Skilur þú þetta alveg?“ spyr ég hann stundum. „Jahá, this is English, you know,“ svarar hann þá og segist jafnvel kunna meiri ensku en íslensku. Og þó ég viti reyndar vel að svo er ekki, veldur þetta mér óneitanlega smá hugarangri. Hvað með komandi kynslóðir? Hvernig íslensku munu þær tala?
Mörg tungumál farið halloka
Í gegnum tíðina hafa mörg tungumál farið halloka fyrir ensku eða öðrum „stórum“ málum og önnur eru hætt komin á vígvellinum. Íbúar nágrannalanda sem áður höfðu samskipti á annarri hvorri heimatungunni eða með einhvers konar blendingsmáli grípa nú æ oftar í ensku og á ferðalögum ber sífellt meira á valdatöku hennar. Nánast alls staðar (eða a.m.k. í hinum vestræna heimi) er búist við að enska sé notuð í samskiptum við ferðamenn og þeir sem ekki kunna ensku eru yfirleitt taldir verr staddir en þeir sem hafa hana á valdi sínu. Sömuleiðis virðist hið akademíska umhverfi stöðugt verða enskumiðaðra því námsgögn fyrir eldri skólastig eru oft aðeins fáanleg á ensku og mörg námskeið í háskólum jafnvel einungis kennd á því máli. Fámennar þjóðir hafa ekki bolmagn til að þýða yfir á móðurmál sitt allan þann fjölda námsbóka og fræðigreina sem streymir frá enskum markaði og því má segja ensku í ákveðnu lykilhlutverki á sviði æðri menntunar og vísinda.
Afl ensku stafar þó ekki síst af þeirri öru tækniþróun og síauknu tækjanotkun sem orðið hafa á undanförnum árum og áratugum. Til marks um það má m.a. nefna að börn sem hafa ekki enn hlotið formlega enskukennslu eru engu að síður oft afar fær í ensku. Nútímasamfélög byggjast töluvert á margmiðlun sem gerir kröfu til ákveðinnar enskukunnáttu og á meðan enskuáreiti í íslensku samfélagi er eins mikið og raun ber vitni ætti ekki að koma á óvart hve mikil enskunotkun íslenskra barna er. Börn eru sérstaklega móttækileg fyrir máli og málbreytingum og því getur þetta haft umtalsverð áhrif á íslenskt málkerfi.
Getur haft óafturkræf áhrif
Það er í eðli lifandi tungumála að þróast og því er ekkert út á einstaka málbreytingar eða ný orð að setja. Hins vegar getur það haft óafturkræf áhrif á málið ef börn í landinu byrja að nota ensku til jafns við eða jafnvel enn meira en íslensku. Þau eru framtíð þjóðarinnar og líf tungumálsins liggur í þeirra höndum. Það er á ábyrgð eldri kynslóða að kenna þeim yngri málið og sjá til þess að það falli ekki í gleymskunnar dá.
Með þessu vil ég þó alls ekki draga úr mikilvægi enskukunnáttu nú til dags og í raun finnst mér frábært hve góðum tökum mörg ungmenni hafa náð á henni. Enska er þrátt fyrir allt eitt mest notaða samskiptamál í heimi og því fyrr sem börn læra hana, því betra valdi ná þau yfirleitt á henni. Enskukunnátta á Íslandi má bara ekki vera á kostnað íslenskrar tungu og til þess að íslenska geti skilgreinst sem fullburða tungumál þarf að vera hægt að nota hana á öllum sviðum.
Við lifum á tækniöld þar sem enska virðist nær allsráðandi og stafrænn dauði íslensku yfirvofandi. Fjölmargar rannsóknir á málnotkun íslenskra málhafa standa nú yfir og alls kyns áætlanir hafa verið gerðar til að sporna gegn dvínandi íslenskukunnáttu en til þess að árangur náist þarf málsamfélagið allt að leggjast á eitt. Íslensk tunga endurspeglar á margan hátt sögu og menningu þjóðarinnar og er um leið hluti af þjóðerni okkar. Sýnum íslensku virðingu. Leikum okkur með málið. Notum íslensku óspart því „á vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar mál“.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar