Vinnustaður er námsstaður Kristín Þóra Harðardóttir skrifar 6. desember 2017 07:00 Breytingar á vinnumarkaði, fjórða iðnbyltingin, stafræn bylting, framtíðarvinnumarkaður, vélmenni og gervigreind eru áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir. Móta þarf stefnu um hvernig mæta skal örum tæknibreytingum og horfum um að vélar muni vinna stóran hluta þeirra starfa sem fólk sinnir nú. Samfélagið og vinnumarkaðurinn hafa gengið í gegnum miklar og hraðar breytingar á undanförnum áratugum en hraði þeirra er nú meiri en áður hefur þekkst. Margir eiga erfitt með að aðlagast nýjum aðstæðum í yfirstandandi ölduróti umbreytinga og tækninýjunga. Það tók símann 75 ár að ná til 50 milljóna notenda en Facebook 3,5 ár að ná til sama fjölda. Tölvuleikurinn Angry Birds náði til 50 milljón notenda á rúmum mánuði! Áhrif yfirstandandi breytinga á líf fólks eru að mestu ófyrirséð. Á skömmum tíma hafa orðið miklar breytingar á því hvaða hæfni og menntun telst nauðsynleg til að halda samfélaginu gangandi. Ekki er langt síðan að mikilvægasta hæfnin tengdist grunnþörfum, s.s. matvælavinnslu og klæðagerð, en nú og í framtíðinni er þekking á ýmiss konar hugbúnaði mikilvægust. Formlega skólakerfið getur ekki, og á alls ekki í flestum tilfellum, að þjálfa fólk til ákveðinna verka. Sú menntun á sér stað á vinnustöðum úti í atvinnulífinu. Fyrirtæki þurfa að vera virk við sí- og endurmenntun starfsmanna sinna samhliða tæknibreytingum. Menntun til ákveðinna starfa er þegar farin að flytjast inn í atvinnulífið – vinnustaðurinn á og þarf að vera námsstaður. Áherslan á vinnustaðinn sem námsstað dregur ekki úr mikilvægi formlega skólakerfisins. Í grunnskóla og að hluta í framhaldsskóla eiga nemendur að læra það sem tekur langan tíma og það sem ekki verður lagt undir mælistiku um hæfni á ákveðnum sviðum. Endurmenntun á vinnustað hefur gjarnan það markmið að starfsmaður tileinki sér færni við að ná tökum á nýrri tækni eða verklagi en markmiðið í formlega skólakerfinu er víðtækara. Þrátt fyrir hraða nútímans verður sumt ekki numið á hraðferð. Færni í tónlist, tungumálum og íþróttum verður aðeins náð með áralangri ástundun. Formlega skólakerfið þarf að undirbúa fólk fyrir síbreytilegan heim. Þeir eiginleikar sem vinnumarkaðurinn mun kalla eftir í framtíðinni eru framúrskarandi samskiptahæfni, hæfni til að takast á við breytingar og tileinka sér ný viðhorf og tækni, hæfileiki til að vinna með öðrum, sveigjanleiki og gagnrýnin hugsun. Fram undan eru spennandi tímar og yngri kynslóðir mæta nýjum áskorunum með opnum huga og tileinka sér nýja tækni um leið og hún er aðgengileg. Í áskorunum tæknibyltingarinnar felast endalaus tækifæri fyrir atvinnulífið sem nýta þarf í góðri samvinnu aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Breytingar á vinnumarkaði, fjórða iðnbyltingin, stafræn bylting, framtíðarvinnumarkaður, vélmenni og gervigreind eru áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir. Móta þarf stefnu um hvernig mæta skal örum tæknibreytingum og horfum um að vélar muni vinna stóran hluta þeirra starfa sem fólk sinnir nú. Samfélagið og vinnumarkaðurinn hafa gengið í gegnum miklar og hraðar breytingar á undanförnum áratugum en hraði þeirra er nú meiri en áður hefur þekkst. Margir eiga erfitt með að aðlagast nýjum aðstæðum í yfirstandandi ölduróti umbreytinga og tækninýjunga. Það tók símann 75 ár að ná til 50 milljóna notenda en Facebook 3,5 ár að ná til sama fjölda. Tölvuleikurinn Angry Birds náði til 50 milljón notenda á rúmum mánuði! Áhrif yfirstandandi breytinga á líf fólks eru að mestu ófyrirséð. Á skömmum tíma hafa orðið miklar breytingar á því hvaða hæfni og menntun telst nauðsynleg til að halda samfélaginu gangandi. Ekki er langt síðan að mikilvægasta hæfnin tengdist grunnþörfum, s.s. matvælavinnslu og klæðagerð, en nú og í framtíðinni er þekking á ýmiss konar hugbúnaði mikilvægust. Formlega skólakerfið getur ekki, og á alls ekki í flestum tilfellum, að þjálfa fólk til ákveðinna verka. Sú menntun á sér stað á vinnustöðum úti í atvinnulífinu. Fyrirtæki þurfa að vera virk við sí- og endurmenntun starfsmanna sinna samhliða tæknibreytingum. Menntun til ákveðinna starfa er þegar farin að flytjast inn í atvinnulífið – vinnustaðurinn á og þarf að vera námsstaður. Áherslan á vinnustaðinn sem námsstað dregur ekki úr mikilvægi formlega skólakerfisins. Í grunnskóla og að hluta í framhaldsskóla eiga nemendur að læra það sem tekur langan tíma og það sem ekki verður lagt undir mælistiku um hæfni á ákveðnum sviðum. Endurmenntun á vinnustað hefur gjarnan það markmið að starfsmaður tileinki sér færni við að ná tökum á nýrri tækni eða verklagi en markmiðið í formlega skólakerfinu er víðtækara. Þrátt fyrir hraða nútímans verður sumt ekki numið á hraðferð. Færni í tónlist, tungumálum og íþróttum verður aðeins náð með áralangri ástundun. Formlega skólakerfið þarf að undirbúa fólk fyrir síbreytilegan heim. Þeir eiginleikar sem vinnumarkaðurinn mun kalla eftir í framtíðinni eru framúrskarandi samskiptahæfni, hæfni til að takast á við breytingar og tileinka sér ný viðhorf og tækni, hæfileiki til að vinna með öðrum, sveigjanleiki og gagnrýnin hugsun. Fram undan eru spennandi tímar og yngri kynslóðir mæta nýjum áskorunum með opnum huga og tileinka sér nýja tækni um leið og hún er aðgengileg. Í áskorunum tæknibyltingarinnar felast endalaus tækifæri fyrir atvinnulífið sem nýta þarf í góðri samvinnu aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar