Vinnustaður er námsstaður Kristín Þóra Harðardóttir skrifar 6. desember 2017 07:00 Breytingar á vinnumarkaði, fjórða iðnbyltingin, stafræn bylting, framtíðarvinnumarkaður, vélmenni og gervigreind eru áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir. Móta þarf stefnu um hvernig mæta skal örum tæknibreytingum og horfum um að vélar muni vinna stóran hluta þeirra starfa sem fólk sinnir nú. Samfélagið og vinnumarkaðurinn hafa gengið í gegnum miklar og hraðar breytingar á undanförnum áratugum en hraði þeirra er nú meiri en áður hefur þekkst. Margir eiga erfitt með að aðlagast nýjum aðstæðum í yfirstandandi ölduróti umbreytinga og tækninýjunga. Það tók símann 75 ár að ná til 50 milljóna notenda en Facebook 3,5 ár að ná til sama fjölda. Tölvuleikurinn Angry Birds náði til 50 milljón notenda á rúmum mánuði! Áhrif yfirstandandi breytinga á líf fólks eru að mestu ófyrirséð. Á skömmum tíma hafa orðið miklar breytingar á því hvaða hæfni og menntun telst nauðsynleg til að halda samfélaginu gangandi. Ekki er langt síðan að mikilvægasta hæfnin tengdist grunnþörfum, s.s. matvælavinnslu og klæðagerð, en nú og í framtíðinni er þekking á ýmiss konar hugbúnaði mikilvægust. Formlega skólakerfið getur ekki, og á alls ekki í flestum tilfellum, að þjálfa fólk til ákveðinna verka. Sú menntun á sér stað á vinnustöðum úti í atvinnulífinu. Fyrirtæki þurfa að vera virk við sí- og endurmenntun starfsmanna sinna samhliða tæknibreytingum. Menntun til ákveðinna starfa er þegar farin að flytjast inn í atvinnulífið – vinnustaðurinn á og þarf að vera námsstaður. Áherslan á vinnustaðinn sem námsstað dregur ekki úr mikilvægi formlega skólakerfisins. Í grunnskóla og að hluta í framhaldsskóla eiga nemendur að læra það sem tekur langan tíma og það sem ekki verður lagt undir mælistiku um hæfni á ákveðnum sviðum. Endurmenntun á vinnustað hefur gjarnan það markmið að starfsmaður tileinki sér færni við að ná tökum á nýrri tækni eða verklagi en markmiðið í formlega skólakerfinu er víðtækara. Þrátt fyrir hraða nútímans verður sumt ekki numið á hraðferð. Færni í tónlist, tungumálum og íþróttum verður aðeins náð með áralangri ástundun. Formlega skólakerfið þarf að undirbúa fólk fyrir síbreytilegan heim. Þeir eiginleikar sem vinnumarkaðurinn mun kalla eftir í framtíðinni eru framúrskarandi samskiptahæfni, hæfni til að takast á við breytingar og tileinka sér ný viðhorf og tækni, hæfileiki til að vinna með öðrum, sveigjanleiki og gagnrýnin hugsun. Fram undan eru spennandi tímar og yngri kynslóðir mæta nýjum áskorunum með opnum huga og tileinka sér nýja tækni um leið og hún er aðgengileg. Í áskorunum tæknibyltingarinnar felast endalaus tækifæri fyrir atvinnulífið sem nýta þarf í góðri samvinnu aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Breytingar á vinnumarkaði, fjórða iðnbyltingin, stafræn bylting, framtíðarvinnumarkaður, vélmenni og gervigreind eru áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir. Móta þarf stefnu um hvernig mæta skal örum tæknibreytingum og horfum um að vélar muni vinna stóran hluta þeirra starfa sem fólk sinnir nú. Samfélagið og vinnumarkaðurinn hafa gengið í gegnum miklar og hraðar breytingar á undanförnum áratugum en hraði þeirra er nú meiri en áður hefur þekkst. Margir eiga erfitt með að aðlagast nýjum aðstæðum í yfirstandandi ölduróti umbreytinga og tækninýjunga. Það tók símann 75 ár að ná til 50 milljóna notenda en Facebook 3,5 ár að ná til sama fjölda. Tölvuleikurinn Angry Birds náði til 50 milljón notenda á rúmum mánuði! Áhrif yfirstandandi breytinga á líf fólks eru að mestu ófyrirséð. Á skömmum tíma hafa orðið miklar breytingar á því hvaða hæfni og menntun telst nauðsynleg til að halda samfélaginu gangandi. Ekki er langt síðan að mikilvægasta hæfnin tengdist grunnþörfum, s.s. matvælavinnslu og klæðagerð, en nú og í framtíðinni er þekking á ýmiss konar hugbúnaði mikilvægust. Formlega skólakerfið getur ekki, og á alls ekki í flestum tilfellum, að þjálfa fólk til ákveðinna verka. Sú menntun á sér stað á vinnustöðum úti í atvinnulífinu. Fyrirtæki þurfa að vera virk við sí- og endurmenntun starfsmanna sinna samhliða tæknibreytingum. Menntun til ákveðinna starfa er þegar farin að flytjast inn í atvinnulífið – vinnustaðurinn á og þarf að vera námsstaður. Áherslan á vinnustaðinn sem námsstað dregur ekki úr mikilvægi formlega skólakerfisins. Í grunnskóla og að hluta í framhaldsskóla eiga nemendur að læra það sem tekur langan tíma og það sem ekki verður lagt undir mælistiku um hæfni á ákveðnum sviðum. Endurmenntun á vinnustað hefur gjarnan það markmið að starfsmaður tileinki sér færni við að ná tökum á nýrri tækni eða verklagi en markmiðið í formlega skólakerfinu er víðtækara. Þrátt fyrir hraða nútímans verður sumt ekki numið á hraðferð. Færni í tónlist, tungumálum og íþróttum verður aðeins náð með áralangri ástundun. Formlega skólakerfið þarf að undirbúa fólk fyrir síbreytilegan heim. Þeir eiginleikar sem vinnumarkaðurinn mun kalla eftir í framtíðinni eru framúrskarandi samskiptahæfni, hæfni til að takast á við breytingar og tileinka sér ný viðhorf og tækni, hæfileiki til að vinna með öðrum, sveigjanleiki og gagnrýnin hugsun. Fram undan eru spennandi tímar og yngri kynslóðir mæta nýjum áskorunum með opnum huga og tileinka sér nýja tækni um leið og hún er aðgengileg. Í áskorunum tæknibyltingarinnar felast endalaus tækifæri fyrir atvinnulífið sem nýta þarf í góðri samvinnu aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.