Yfir 2.000 mótorhjólamenn við útför Nicky Hayden Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2017 09:55 Nicky Hayden, fyrrum MotoGP meistari. Útför fyrrum mótorhjólaheimsmeistarans í MotoGP, Nicky Hayden, var haldin í vikunni og mættu yfir 2.000 mótorhjólamenn í hana til að votta honum virðingu sína. Útförin var haldin í heimabæ Nicky Hayden, Owensboro í Kentucky ríki í Bandaríkjunum. Margir þeirra komu langt að og að sögn margra þeirra mættu þeir við útförina vegna þess að líf og góður árangur Nicky Hayden hafði mikil áhrif á líf þeirra. Auk þess vildu þeir gleðja aðstandendur þessa besta mótorhjólamanns Bandaríkjanna á síðustu áratugum. Nicky Hayden dó er hann var í reiðhjólatúr þann 17. maí, rétt fyrir mótorhjólakeppni sem hann ætlaði að taka þátt í. Var Hayden fluttur á sjúkrahús í kjölfarið slyssins en lést af völdum áverka slyssins fimm dögum síðar, 22. maí. Hayden varð fyrir bíl sem ók á hann á reiðhjóli sínu.Mótorhjólamenn þyrpast í útför Nicky Hayden. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent
Útför fyrrum mótorhjólaheimsmeistarans í MotoGP, Nicky Hayden, var haldin í vikunni og mættu yfir 2.000 mótorhjólamenn í hana til að votta honum virðingu sína. Útförin var haldin í heimabæ Nicky Hayden, Owensboro í Kentucky ríki í Bandaríkjunum. Margir þeirra komu langt að og að sögn margra þeirra mættu þeir við útförina vegna þess að líf og góður árangur Nicky Hayden hafði mikil áhrif á líf þeirra. Auk þess vildu þeir gleðja aðstandendur þessa besta mótorhjólamanns Bandaríkjanna á síðustu áratugum. Nicky Hayden dó er hann var í reiðhjólatúr þann 17. maí, rétt fyrir mótorhjólakeppni sem hann ætlaði að taka þátt í. Var Hayden fluttur á sjúkrahús í kjölfarið slyssins en lést af völdum áverka slyssins fimm dögum síðar, 22. maí. Hayden varð fyrir bíl sem ók á hann á reiðhjóli sínu.Mótorhjólamenn þyrpast í útför Nicky Hayden.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent