Kæran á kjararáð er tilbúin Jón Þór Ólafsson skrifar 24. október 2017 15:35 Það er góð regla að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafa fengið þær fyrst. Sú regla er bundin í lögin um kjararáð. Samt hækkaði kjararáð laun ráðamanna tvöfalt meira en þær hóflegu hækkanir sem 70% launafólks í yfir 100 kjarasamningum hefur sætt sig við síðustu ár. Þetta lögbrot kjararáðs á kjördag í fyrra hefur síðan þá ógnað stöðuleika á vinnumarkaði og hagkerfisins í heild.Óstöðuleiki þar til lögbrotið er leiðrétt Stærstu heildarsamtök bæði verkalýðsfélaga og vinnuveitenda, ASÍ og SA, lýstu því strax yfir að með ákvörðun sinni hafi kjararáð stuðlað að upplausn á vinnumarkaði. Stærsta verkalýðsfélag landsins VR ályktaði jafnframt að „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að [bjóða] upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu.“ Í sumar staðfesti svo OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, í skýrslu um efnahagshorfur á Íslandi 2017 að ósætti á vinnumarkaði sé það sem einna helst ógnar efnahagsstöðuleika á Íslandi, með ábendingu um að: „fóstra traust [og að] aukin samræming launa myndi gera samningaviðræður árangursríkari.“Öll úrræði fullreynd nema kæranFyrir ári skrifaði ég grein í Fréttablaðið um hverjir gætu snúið við ákvörðun kjararáðs og ef þeir bregðast allir þá myndi ég kæra kjararáð. kjararáð hefur neitað að svara. Forsætisráðherra sagði: „Alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um launahækkanir þingmanna. Forsætisnefnd lækkað lítillega kjör þingmanna en frumvarp Pírata um að kjararáð leiðrétti launahækkunina í samræmi við lög var svæft í þingnefnd í vor. Öll úrræði á Alþingi eru því fullreynd.Allt er tilbúið til að kæra KjararáðSumarið fór því í að vinna kæruna og haustið í að leita að verkalýðsfélagi því lögfræðingur minn segir mestar líkur á að dómsstólar verði að taka við kærunni (stefnunni) ef verkalýðsfélag kæri með mér. Ef verkalýðsfélag er ekki aðili málsins til að sinna hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn svo vinnumarkaðurinn fari ekki út í höfrungahlaup og hagkerfið í óðaverðbólgu; þá er það engin. Það verkalýðsfélag sem sér hættuna sem það veldur hagsmunum félagsmanna sinna að láta hækkun kjararáðs standa óbreytta, það þarf aðeins að segja já og við kærum. Allt er tilbúið.Höfundur þingmaður Pírata og í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er góð regla að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafa fengið þær fyrst. Sú regla er bundin í lögin um kjararáð. Samt hækkaði kjararáð laun ráðamanna tvöfalt meira en þær hóflegu hækkanir sem 70% launafólks í yfir 100 kjarasamningum hefur sætt sig við síðustu ár. Þetta lögbrot kjararáðs á kjördag í fyrra hefur síðan þá ógnað stöðuleika á vinnumarkaði og hagkerfisins í heild.Óstöðuleiki þar til lögbrotið er leiðrétt Stærstu heildarsamtök bæði verkalýðsfélaga og vinnuveitenda, ASÍ og SA, lýstu því strax yfir að með ákvörðun sinni hafi kjararáð stuðlað að upplausn á vinnumarkaði. Stærsta verkalýðsfélag landsins VR ályktaði jafnframt að „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að [bjóða] upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu.“ Í sumar staðfesti svo OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, í skýrslu um efnahagshorfur á Íslandi 2017 að ósætti á vinnumarkaði sé það sem einna helst ógnar efnahagsstöðuleika á Íslandi, með ábendingu um að: „fóstra traust [og að] aukin samræming launa myndi gera samningaviðræður árangursríkari.“Öll úrræði fullreynd nema kæranFyrir ári skrifaði ég grein í Fréttablaðið um hverjir gætu snúið við ákvörðun kjararáðs og ef þeir bregðast allir þá myndi ég kæra kjararáð. kjararáð hefur neitað að svara. Forsætisráðherra sagði: „Alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um launahækkanir þingmanna. Forsætisnefnd lækkað lítillega kjör þingmanna en frumvarp Pírata um að kjararáð leiðrétti launahækkunina í samræmi við lög var svæft í þingnefnd í vor. Öll úrræði á Alþingi eru því fullreynd.Allt er tilbúið til að kæra KjararáðSumarið fór því í að vinna kæruna og haustið í að leita að verkalýðsfélagi því lögfræðingur minn segir mestar líkur á að dómsstólar verði að taka við kærunni (stefnunni) ef verkalýðsfélag kæri með mér. Ef verkalýðsfélag er ekki aðili málsins til að sinna hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn svo vinnumarkaðurinn fari ekki út í höfrungahlaup og hagkerfið í óðaverðbólgu; þá er það engin. Það verkalýðsfélag sem sér hættuna sem það veldur hagsmunum félagsmanna sinna að láta hækkun kjararáðs standa óbreytta, það þarf aðeins að segja já og við kærum. Allt er tilbúið.Höfundur þingmaður Pírata og í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar