

Og hvað svo?
Mikill samhljómur var meðal frambjóðendanna um nokkur mikilvæg mál. Þeir eru sammála um að menntun sé undirstaða framfara allra þjóða, kennarastarfið sé eitt hið mikilvægasta sem um getur, álag á kennara sé allt of mikið, verkefnum þeirra verði að fækka, efla verði faglega stöðu þeirra, ná verði þjóðarsátt um að hækka laun þeirra og gera þau samkeppnishæf. Þegar frambjóðendur voru spurðir hvað þeir teldu eðlileg byrjunarlaun eftir 5 ára háskólanám voru þeir meira að segja nokkuð sammála. Byrjunarlaun kennara með 5 ára meistaranám ættu að vera á bilinu 600 – 700.000 kr. Það er nokkuð frá raunveruleikanum. Þetta hljómar allt vel hjá frambjóðendunum – EN þetta hefur maður heyrt margoft áður. Alveg nákvæmlega sömu klisjurnar, kosningar eftir kosningar.
Staðreyndir
Það liggur fyrir að viðvarandi kennaraskortur er í leikskólum landsins. Það vantar um 1.300 kennara til að uppfylla lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara. Það er því grafalvarlegt ástand á fyrsta skólastiginu en því er ætlað að leggja grunn að framtíðarnámi barnanna okkar. Í grunnskóla er alvarlegur kennaraskortur fram undan. Svo alvarlegur að Ríkisendurskoðun snuprar yfirvöld og segir þau ekki „…hafa hugað nægilega vel að dvínandi aðsókn í kennaranám og aðsteðjandi hættu á kennaraskorti. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða til að sporna við þessari þróun svo að framfylgja megi markmiðum laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla“.
Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, og Helgi Eiríkur Eyjólfsson MA-nemi komast að sömu niðurstöðu í athugun sinni á framtíðarhorfum grunnskólakennara. Alvarlegur kennaraskortur er fram undan verði ekkert að gert. Meðalaldur kennara í grunn- og framhaldsskólum hækkar stöðugt og er nú rúm 50 ár á framhaldsskólastiginu.
Vert er að benda á að í dag eru um 10.000 manns sem hafa menntað sig til að verða grunnskólakennarar. Við kennslu starfa hins vegar aðeins um 4.400 og fer fækkandi. Síðustu ár hefur ekki tekist að manna grunnskólana með kennurum og undanþágum fyrir leiðbeinendur fjölgar ár frá ári. Þetta er að gerast þrátt fyrir að „nóg“ sé til af kennurum. Og fyrir þá sem telja að best sé að stytta kennaranám úr 5 árum í 3 vil ég segja; þeir rúmlega 5.000 kennarar sem hafa menntað sig til að starfa við grunnskólakennslu en starfa við annað hafa allir 3 ára B.ed. próf. Námslengdin veldur því ekki að þeir velja sér annað starf.
Hvað er til ráða?
Það þarf ekki margar nefndir eða starfshópa til að finna út úr því. Það duga engar töfralausnir eins og stjórnmálamönnum er tamt að tala um. Það verður fyrst og fremst að hækka laun og bæta starfsaðstæður. Þetta eru tvö lang-, langmikilvægustu atriðin. Ef koma á í veg fyrir flótta úr kennarastétt, koma í veg fyrir kennaraskort, fjölga kennaranemum og stuðla að eðlilegri endurnýjun meðal kennara verður að gera störf í skólum landsins samkeppnishæf við almennan markað. Þetta er ekkert flókið.
Lausn í sjónmáli?
Miðað við ræður frambjóðenda á umræddum framboðsfundi höfum við ekkert að óttast. Þeir eru sammála því að það verði að grípa til aðgerða – eins og alltaf! Vandamálið er öllum ljóst – stærstu þættir lausnarinnar eru ljósir og flestir eru sammála um megináherslurnar. Hvert er þá vandamálið?
Ég vona að ég lifi þann dag að sjá stjórnmálamenn landsins standa í lappirnar og sýna ábyrgð í málinu – sjá þá setja menntun raunverulega í forgang – ekki bara á framboðsfundum. Vandamálið liggur fyrir – lausnirnar eru til.
Ég ætla að kjósa það framboð sem er líklegast til að gera eitthvað í málinu.
Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Skoðun

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar