Öryggisnet löggæslunnar Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 26. október 2017 15:00 Ein af grunnskyldum íslenska ríkisins er að tryggja öryggi borgaranna. Til þess að svo geti verið þarf löggæslan í landinu að vera öflug. Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á mjög skömmum tíma. Fjöldi erlendra ferðamanna nálgast sjöfalda íbúatölu landsins á þessu ári gangi spár eftir. Líkur eru á að allt að tvö þúsund manns muni leita alþjóðlegrar verndar hér á landi í ár. Það eru tvöfalt fleiri en í fyrra.Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist Í glænýrri skýrslu greiningadeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi 2017 kemur meðal annars fram að skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist, framboð sterkra fíkniefna og kannabisefna er mikið, framboð vændis hefur aukist mikið og sterkur grunur er um vinnumansal. Í skýrslunni kemur einnig fram að sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla og netglæpir hafa aukist. Þessi breytti veruleiki kallar á snörp viðbrögð lögreglu. Staðan er þó þannig að skortur er á rannsóknarlögreglumönnum, álag er aukið, veikindi og slys eru algengari hjá lögreglufólki og lögreglan hefur of litla möguleika á að sinna frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts.Öflugri löggæsla er trygging fyrir okkur öll Öflugri löggæsla um land allt er ekki einka- eða hagsmunamál þeirra sem lögreglunni stjórna heldur er hún hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna, fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin og síðast en ekki síst alls almennings sem ber mikið traust til lögreglunnar. Tryggja þarf lögreglu nægilega góð starfsskilyrði til að hún geti sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem að henni snúa um land allt, allan ársins hring. Drög að nýrri löggæsluáætlun fyrir Ísland liggur fyrir þar sem tekið er á öryggisstigi, þjónustustigi, mannaflaþörf og fjárveitingum. Ljuka þarf gerð þessarar löggæsluáætlunar og vinna í samræmi við hana. Jafnframt þarf að leggja af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að réttarvörslukerfinu. Efling lögreglunnar er í sjálfu sér forvarnamál. Með öfluga löggæslu í landinu getur lögreglan komið í veg fyrir alvarlega hluti áður en skaðinn er skeður. Með því er einnig komið í veg fyrir kostnað annars staðar í kerfinu. Við teljum brýnt að efla löggæsluna á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ein af grunnskyldum íslenska ríkisins er að tryggja öryggi borgaranna. Til þess að svo geti verið þarf löggæslan í landinu að vera öflug. Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á mjög skömmum tíma. Fjöldi erlendra ferðamanna nálgast sjöfalda íbúatölu landsins á þessu ári gangi spár eftir. Líkur eru á að allt að tvö þúsund manns muni leita alþjóðlegrar verndar hér á landi í ár. Það eru tvöfalt fleiri en í fyrra.Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist Í glænýrri skýrslu greiningadeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi 2017 kemur meðal annars fram að skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist, framboð sterkra fíkniefna og kannabisefna er mikið, framboð vændis hefur aukist mikið og sterkur grunur er um vinnumansal. Í skýrslunni kemur einnig fram að sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla og netglæpir hafa aukist. Þessi breytti veruleiki kallar á snörp viðbrögð lögreglu. Staðan er þó þannig að skortur er á rannsóknarlögreglumönnum, álag er aukið, veikindi og slys eru algengari hjá lögreglufólki og lögreglan hefur of litla möguleika á að sinna frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts.Öflugri löggæsla er trygging fyrir okkur öll Öflugri löggæsla um land allt er ekki einka- eða hagsmunamál þeirra sem lögreglunni stjórna heldur er hún hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna, fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin og síðast en ekki síst alls almennings sem ber mikið traust til lögreglunnar. Tryggja þarf lögreglu nægilega góð starfsskilyrði til að hún geti sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem að henni snúa um land allt, allan ársins hring. Drög að nýrri löggæsluáætlun fyrir Ísland liggur fyrir þar sem tekið er á öryggisstigi, þjónustustigi, mannaflaþörf og fjárveitingum. Ljuka þarf gerð þessarar löggæsluáætlunar og vinna í samræmi við hana. Jafnframt þarf að leggja af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að réttarvörslukerfinu. Efling lögreglunnar er í sjálfu sér forvarnamál. Með öfluga löggæslu í landinu getur lögreglan komið í veg fyrir alvarlega hluti áður en skaðinn er skeður. Með því er einnig komið í veg fyrir kostnað annars staðar í kerfinu. Við teljum brýnt að efla löggæsluna á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar