Rannsóknarhagsmunir og viðskiptahagsmunir Sigríður Á. Andersen skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sendi mér kveðju hér í blaðinu í fyrradag. Tilefnið er að ég hafði í stuttu máli lýst athugun sem fram fór á vegum innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2012 - 2013 á fyrirkomulagi lífsýnarannsókna í sakamálum. Niðurstaða þeirrar skoðunar var þá að halda áfram samstarfi við sænska rannsóknarstofu á þessu sviði. Ég nefndi einnig að það gæti verið kostur fremur en galli að framkvæma svo viðkvæmar og sérhæfðar rannsóknir erlendis en ekki hér í fámenninu þar sem allir þekkja alla. Orðin sem Kári notar um þessa upprifjun eru „ráðherrabull“, „ábyrgðarlaust blaður“, „minnimáttarkennd“, „fáfræði“, „glapræði“ auk þess sem hann telur störf mín „ruddaleg“ og „ofbeldisfull“. Það er auðvitað ekki nýtt að handhafar sannleikans þurfi að nota svo stór orð um hinn léttvæga málstað andstæðingsins. En ástæðan sem Kári gefur upp fyrir reiðilestri sínum er að hann vill fá þessar rannsóknir á lífssýnum í sakamálum inn í fyrirtæki sitt. Sem dómsmálaráðherra vil ég taka af allan vafa um það að rannsóknarhagsmunir verða ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að málum sem þessum. Viðskiptahagsmunir Kára Stefánssonar og annarra munu alltaf víkja fyrir því meginmarkmiði að tryggja skjóta og umfram allt örugga og óháða rannsókn sakamála.Áhyggjuefni Forstjórinn lýsir því í greininni að fyrirtæki hans gæti „sagt með nokkurri vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitnanna við. Þetta gætum við vegna þeirrar reynslu, þekkingar og gagna sem við höfum aflað á rúmlega tuttugu árum.“ Hann skýrir að vísu ekki nánar, með hvaða hætti hann hyggst sakbenda menn með þessum hætti. Svo virðist sem hann hugsi sér að nota í þessa vinnslu þau gögn sem honum hafa verið lögð til af og um þátttakendur í vísindarannsóknum sem stundaðar eru af fyrirtæki hans. Ef svo er þá er það mikið áhyggjuefni. Þeirra upplýsinga á að hafa verið aflað í samræmi við skilyrði í leyfum frá Persónuvernd, áður tölvunefnd og á grundvelli upplýsts samþykkis þátttakenda sem hafa tekið þátt í rannsóknum hans í góðri trú um að sú þátttaka myndi ekki hafa neikvæð áhrif á réttindi þeirra eða ættmenna þeirra í framtíðinni. Þá er það sannarlega óvarfærið af forstjóranum að setja þessar hugmyndir sínar fram í samhengi við þann harmleik sem nýlega hefur átt sér stað hér á landi. Slíkar tilvísanir leiða tæpast til yfirvegaðra ákvarðana, byggðar á skynsemi og rökum. Ég flutti á síðasta kjörtímabili frumvarp um brotfall laga sem veita fjármálaráðherra heimild til að veita bandarísku fyrirtæki að nafni DeCODE Genetics Inc. ríkisábyrgð fyrir allt að 200 milljónir Bandaríkjadala vegna aukinnar starfsemi dótturfélags, Íslenskar erfðagreiningar, hér á landi. Frumvarpið náði ekki fram að ganga fyrir þinglok. Heimildin til 23 milljarða króna ríkisábyrgðarinnar á þessum viðskiptaævintýrum Kára Stefánssonar stendur því enn óhögguð í íslenskum lögum. Til samanburðar má nefna að 23 milljarðar eru um það bil helmingur af rekstrarkostnaði Landspítalans á ári. Þetta nefni ég nú bara hér í ljósi tilboðs Kára um þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar við að „hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum“ af vettvangi glæps; „ókeypis“. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sendi mér kveðju hér í blaðinu í fyrradag. Tilefnið er að ég hafði í stuttu máli lýst athugun sem fram fór á vegum innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2012 - 2013 á fyrirkomulagi lífsýnarannsókna í sakamálum. Niðurstaða þeirrar skoðunar var þá að halda áfram samstarfi við sænska rannsóknarstofu á þessu sviði. Ég nefndi einnig að það gæti verið kostur fremur en galli að framkvæma svo viðkvæmar og sérhæfðar rannsóknir erlendis en ekki hér í fámenninu þar sem allir þekkja alla. Orðin sem Kári notar um þessa upprifjun eru „ráðherrabull“, „ábyrgðarlaust blaður“, „minnimáttarkennd“, „fáfræði“, „glapræði“ auk þess sem hann telur störf mín „ruddaleg“ og „ofbeldisfull“. Það er auðvitað ekki nýtt að handhafar sannleikans þurfi að nota svo stór orð um hinn léttvæga málstað andstæðingsins. En ástæðan sem Kári gefur upp fyrir reiðilestri sínum er að hann vill fá þessar rannsóknir á lífssýnum í sakamálum inn í fyrirtæki sitt. Sem dómsmálaráðherra vil ég taka af allan vafa um það að rannsóknarhagsmunir verða ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að málum sem þessum. Viðskiptahagsmunir Kára Stefánssonar og annarra munu alltaf víkja fyrir því meginmarkmiði að tryggja skjóta og umfram allt örugga og óháða rannsókn sakamála.Áhyggjuefni Forstjórinn lýsir því í greininni að fyrirtæki hans gæti „sagt með nokkurri vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitnanna við. Þetta gætum við vegna þeirrar reynslu, þekkingar og gagna sem við höfum aflað á rúmlega tuttugu árum.“ Hann skýrir að vísu ekki nánar, með hvaða hætti hann hyggst sakbenda menn með þessum hætti. Svo virðist sem hann hugsi sér að nota í þessa vinnslu þau gögn sem honum hafa verið lögð til af og um þátttakendur í vísindarannsóknum sem stundaðar eru af fyrirtæki hans. Ef svo er þá er það mikið áhyggjuefni. Þeirra upplýsinga á að hafa verið aflað í samræmi við skilyrði í leyfum frá Persónuvernd, áður tölvunefnd og á grundvelli upplýsts samþykkis þátttakenda sem hafa tekið þátt í rannsóknum hans í góðri trú um að sú þátttaka myndi ekki hafa neikvæð áhrif á réttindi þeirra eða ættmenna þeirra í framtíðinni. Þá er það sannarlega óvarfærið af forstjóranum að setja þessar hugmyndir sínar fram í samhengi við þann harmleik sem nýlega hefur átt sér stað hér á landi. Slíkar tilvísanir leiða tæpast til yfirvegaðra ákvarðana, byggðar á skynsemi og rökum. Ég flutti á síðasta kjörtímabili frumvarp um brotfall laga sem veita fjármálaráðherra heimild til að veita bandarísku fyrirtæki að nafni DeCODE Genetics Inc. ríkisábyrgð fyrir allt að 200 milljónir Bandaríkjadala vegna aukinnar starfsemi dótturfélags, Íslenskar erfðagreiningar, hér á landi. Frumvarpið náði ekki fram að ganga fyrir þinglok. Heimildin til 23 milljarða króna ríkisábyrgðarinnar á þessum viðskiptaævintýrum Kára Stefánssonar stendur því enn óhögguð í íslenskum lögum. Til samanburðar má nefna að 23 milljarðar eru um það bil helmingur af rekstrarkostnaði Landspítalans á ári. Þetta nefni ég nú bara hér í ljósi tilboðs Kára um þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar við að „hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum“ af vettvangi glæps; „ókeypis“. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun