Flóttamannavegurinn Jón Pétur Jónsson skrifar 14. nóvember 2017 07:00 Flóttamannavegurinn liggur til Íslands og um Ísland og hefur gert til fjölda ára. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið mikið farinn. Það er ekkert nýtt við það að fólk sé á flótta. Athafnir mannsins og náttúruöflin eru meginkraftarnir að baki flótta fólks frá einu landi til annars. Mannkynssagan geymir ótal tilvik um fólk sem hrakist hefur á flótta undan stríðsátökum, ofsóknum eða hamförum. Flóttamenn eru ýmist þeir sem falla undir skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á því hvað flóttamaður er, eða svo kallaðir efnahagslegir flóttamenn. Við erum svo heppin að búa í þeim heimshluta þar sem friður hefur ríkt. Fólk á flótta leitar þangað sem það telur sig eiga möguleika á að komast í skjól og eignast betra líf. Það er mannlegt og eðlilegt. Ástandið er á mörgum stöðum viðsjárvert um þessar mundir þar sem stríðsátök og skálmöld ríkja og örar breytingar á veðurfari rýra lífsskilyrði víða um heim. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem leggur upp í ferðir yfir Miðjarðarhafið frá Afríku til Evrópu á ótryggum fleytum og er svo bjargað úr bráðum lífsháska einhvers staðar á leið sinni. Á dögunum var 700 manns bjargað úr sjávarháska í Miðjarðarhafinu en 23 lík fundust í sjónum. Þrátt fyrir viðleitni Evrópuríkja og mannúðarsamtaka hefur ekki tekist að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir þessi hörmulegu slys. Fólkið er tilbúð að hætta lífi sínu til þess að komast til Evrópu þar sem það vonast til að eiga betra líf. Evrópusambandið undir merkjum Schengen samstarfsins hefur brugðist við auknum þrýstingi á ytri landamærunum með margvíslegum hætti. Ísland er hluti af því samstarfi og hafa aðgerðirnar haft áhrif hér á landi. Aðgerðirnar miða fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir að fólk leggi upp í lífshættuleg ferðalög, að koma fólki í lífsbjargandi neyð til aðstoðar og skrá umsóknir um alþjóðlega vernd. Hver umsókn um alþjóðlega vernd er skoðuð og lagt á það mat hvort beri að veita viðkomandi stöðu flóttamanns. Þeim sem falla ekki undir þá skilgreiningu er í einhverjum tilvikum veitt tímabundið dvalarleyfi engu að síður eða þá vísað aftur til heimalands eða til þess lands þar sem viðkomandi er heimilt að dvelja. Þegar mat er lagt á þrýsting á landamærin er hafður til hliðsjónar fjöldi mælikvarða, t.d. tilvik þar sem fölsuðum skilríkjum er framvísað, mál þar sem grunur leikur á smygli á fólki eða mansali, umsóknir um alþjóðlega vernd, fjöldi einstaklinga sem uppfylla ekki skilyrði fyrir komu, heildarfjöldi farþega sem fara um landamærin o.s.frv. Allir mælikvarðarnir sem stuðst er við sýna að aukið álag er á landamærum á Íslandi. Fjölmargir þættir eru til skýringar, t.d. gott efnahagsástand, aukinn áhugi á Íslandi sem ferðamannastaðar og síðast en ekki síst afar gott aðgengi að landinu. Glæpasamtök nýta sér neyð fólks og hafa af því ávinning af að koma fólki yfir landamæri. Af og til koma upp tilvik hér á landi þar sem grunur vaknar um slíkt. Á það bæði við um tilvik þar sem Ísland er lokaákvörðunarstaðurinn en einnig er Ísland notað sem gegnumferðarland, m.a. til Bretlands og N-Ameríku. Áherslur löggæsluyfirvalda undanfarin ár gagnvart þessari brotastarfsemi er að beita öllum tiltækum úrræðum í því skyni að draga úr aðdráttarafli Íslands sem fýsilegum kosti hvað slíkar ferðir varðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Flóttamannavegurinn liggur til Íslands og um Ísland og hefur gert til fjölda ára. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið mikið farinn. Það er ekkert nýtt við það að fólk sé á flótta. Athafnir mannsins og náttúruöflin eru meginkraftarnir að baki flótta fólks frá einu landi til annars. Mannkynssagan geymir ótal tilvik um fólk sem hrakist hefur á flótta undan stríðsátökum, ofsóknum eða hamförum. Flóttamenn eru ýmist þeir sem falla undir skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á því hvað flóttamaður er, eða svo kallaðir efnahagslegir flóttamenn. Við erum svo heppin að búa í þeim heimshluta þar sem friður hefur ríkt. Fólk á flótta leitar þangað sem það telur sig eiga möguleika á að komast í skjól og eignast betra líf. Það er mannlegt og eðlilegt. Ástandið er á mörgum stöðum viðsjárvert um þessar mundir þar sem stríðsátök og skálmöld ríkja og örar breytingar á veðurfari rýra lífsskilyrði víða um heim. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem leggur upp í ferðir yfir Miðjarðarhafið frá Afríku til Evrópu á ótryggum fleytum og er svo bjargað úr bráðum lífsháska einhvers staðar á leið sinni. Á dögunum var 700 manns bjargað úr sjávarháska í Miðjarðarhafinu en 23 lík fundust í sjónum. Þrátt fyrir viðleitni Evrópuríkja og mannúðarsamtaka hefur ekki tekist að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir þessi hörmulegu slys. Fólkið er tilbúð að hætta lífi sínu til þess að komast til Evrópu þar sem það vonast til að eiga betra líf. Evrópusambandið undir merkjum Schengen samstarfsins hefur brugðist við auknum þrýstingi á ytri landamærunum með margvíslegum hætti. Ísland er hluti af því samstarfi og hafa aðgerðirnar haft áhrif hér á landi. Aðgerðirnar miða fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir að fólk leggi upp í lífshættuleg ferðalög, að koma fólki í lífsbjargandi neyð til aðstoðar og skrá umsóknir um alþjóðlega vernd. Hver umsókn um alþjóðlega vernd er skoðuð og lagt á það mat hvort beri að veita viðkomandi stöðu flóttamanns. Þeim sem falla ekki undir þá skilgreiningu er í einhverjum tilvikum veitt tímabundið dvalarleyfi engu að síður eða þá vísað aftur til heimalands eða til þess lands þar sem viðkomandi er heimilt að dvelja. Þegar mat er lagt á þrýsting á landamærin er hafður til hliðsjónar fjöldi mælikvarða, t.d. tilvik þar sem fölsuðum skilríkjum er framvísað, mál þar sem grunur leikur á smygli á fólki eða mansali, umsóknir um alþjóðlega vernd, fjöldi einstaklinga sem uppfylla ekki skilyrði fyrir komu, heildarfjöldi farþega sem fara um landamærin o.s.frv. Allir mælikvarðarnir sem stuðst er við sýna að aukið álag er á landamærum á Íslandi. Fjölmargir þættir eru til skýringar, t.d. gott efnahagsástand, aukinn áhugi á Íslandi sem ferðamannastaðar og síðast en ekki síst afar gott aðgengi að landinu. Glæpasamtök nýta sér neyð fólks og hafa af því ávinning af að koma fólki yfir landamæri. Af og til koma upp tilvik hér á landi þar sem grunur vaknar um slíkt. Á það bæði við um tilvik þar sem Ísland er lokaákvörðunarstaðurinn en einnig er Ísland notað sem gegnumferðarland, m.a. til Bretlands og N-Ameríku. Áherslur löggæsluyfirvalda undanfarin ár gagnvart þessari brotastarfsemi er að beita öllum tiltækum úrræðum í því skyni að draga úr aðdráttarafli Íslands sem fýsilegum kosti hvað slíkar ferðir varðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun