Flóttamannavegurinn Jón Pétur Jónsson skrifar 14. nóvember 2017 07:00 Flóttamannavegurinn liggur til Íslands og um Ísland og hefur gert til fjölda ára. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið mikið farinn. Það er ekkert nýtt við það að fólk sé á flótta. Athafnir mannsins og náttúruöflin eru meginkraftarnir að baki flótta fólks frá einu landi til annars. Mannkynssagan geymir ótal tilvik um fólk sem hrakist hefur á flótta undan stríðsátökum, ofsóknum eða hamförum. Flóttamenn eru ýmist þeir sem falla undir skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á því hvað flóttamaður er, eða svo kallaðir efnahagslegir flóttamenn. Við erum svo heppin að búa í þeim heimshluta þar sem friður hefur ríkt. Fólk á flótta leitar þangað sem það telur sig eiga möguleika á að komast í skjól og eignast betra líf. Það er mannlegt og eðlilegt. Ástandið er á mörgum stöðum viðsjárvert um þessar mundir þar sem stríðsátök og skálmöld ríkja og örar breytingar á veðurfari rýra lífsskilyrði víða um heim. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem leggur upp í ferðir yfir Miðjarðarhafið frá Afríku til Evrópu á ótryggum fleytum og er svo bjargað úr bráðum lífsháska einhvers staðar á leið sinni. Á dögunum var 700 manns bjargað úr sjávarháska í Miðjarðarhafinu en 23 lík fundust í sjónum. Þrátt fyrir viðleitni Evrópuríkja og mannúðarsamtaka hefur ekki tekist að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir þessi hörmulegu slys. Fólkið er tilbúð að hætta lífi sínu til þess að komast til Evrópu þar sem það vonast til að eiga betra líf. Evrópusambandið undir merkjum Schengen samstarfsins hefur brugðist við auknum þrýstingi á ytri landamærunum með margvíslegum hætti. Ísland er hluti af því samstarfi og hafa aðgerðirnar haft áhrif hér á landi. Aðgerðirnar miða fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir að fólk leggi upp í lífshættuleg ferðalög, að koma fólki í lífsbjargandi neyð til aðstoðar og skrá umsóknir um alþjóðlega vernd. Hver umsókn um alþjóðlega vernd er skoðuð og lagt á það mat hvort beri að veita viðkomandi stöðu flóttamanns. Þeim sem falla ekki undir þá skilgreiningu er í einhverjum tilvikum veitt tímabundið dvalarleyfi engu að síður eða þá vísað aftur til heimalands eða til þess lands þar sem viðkomandi er heimilt að dvelja. Þegar mat er lagt á þrýsting á landamærin er hafður til hliðsjónar fjöldi mælikvarða, t.d. tilvik þar sem fölsuðum skilríkjum er framvísað, mál þar sem grunur leikur á smygli á fólki eða mansali, umsóknir um alþjóðlega vernd, fjöldi einstaklinga sem uppfylla ekki skilyrði fyrir komu, heildarfjöldi farþega sem fara um landamærin o.s.frv. Allir mælikvarðarnir sem stuðst er við sýna að aukið álag er á landamærum á Íslandi. Fjölmargir þættir eru til skýringar, t.d. gott efnahagsástand, aukinn áhugi á Íslandi sem ferðamannastaðar og síðast en ekki síst afar gott aðgengi að landinu. Glæpasamtök nýta sér neyð fólks og hafa af því ávinning af að koma fólki yfir landamæri. Af og til koma upp tilvik hér á landi þar sem grunur vaknar um slíkt. Á það bæði við um tilvik þar sem Ísland er lokaákvörðunarstaðurinn en einnig er Ísland notað sem gegnumferðarland, m.a. til Bretlands og N-Ameríku. Áherslur löggæsluyfirvalda undanfarin ár gagnvart þessari brotastarfsemi er að beita öllum tiltækum úrræðum í því skyni að draga úr aðdráttarafli Íslands sem fýsilegum kosti hvað slíkar ferðir varðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flóttamannavegurinn liggur til Íslands og um Ísland og hefur gert til fjölda ára. Síðastliðin þrjú ár hefur hann verið mikið farinn. Það er ekkert nýtt við það að fólk sé á flótta. Athafnir mannsins og náttúruöflin eru meginkraftarnir að baki flótta fólks frá einu landi til annars. Mannkynssagan geymir ótal tilvik um fólk sem hrakist hefur á flótta undan stríðsátökum, ofsóknum eða hamförum. Flóttamenn eru ýmist þeir sem falla undir skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á því hvað flóttamaður er, eða svo kallaðir efnahagslegir flóttamenn. Við erum svo heppin að búa í þeim heimshluta þar sem friður hefur ríkt. Fólk á flótta leitar þangað sem það telur sig eiga möguleika á að komast í skjól og eignast betra líf. Það er mannlegt og eðlilegt. Ástandið er á mörgum stöðum viðsjárvert um þessar mundir þar sem stríðsátök og skálmöld ríkja og örar breytingar á veðurfari rýra lífsskilyrði víða um heim. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem leggur upp í ferðir yfir Miðjarðarhafið frá Afríku til Evrópu á ótryggum fleytum og er svo bjargað úr bráðum lífsháska einhvers staðar á leið sinni. Á dögunum var 700 manns bjargað úr sjávarháska í Miðjarðarhafinu en 23 lík fundust í sjónum. Þrátt fyrir viðleitni Evrópuríkja og mannúðarsamtaka hefur ekki tekist að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir þessi hörmulegu slys. Fólkið er tilbúð að hætta lífi sínu til þess að komast til Evrópu þar sem það vonast til að eiga betra líf. Evrópusambandið undir merkjum Schengen samstarfsins hefur brugðist við auknum þrýstingi á ytri landamærunum með margvíslegum hætti. Ísland er hluti af því samstarfi og hafa aðgerðirnar haft áhrif hér á landi. Aðgerðirnar miða fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir að fólk leggi upp í lífshættuleg ferðalög, að koma fólki í lífsbjargandi neyð til aðstoðar og skrá umsóknir um alþjóðlega vernd. Hver umsókn um alþjóðlega vernd er skoðuð og lagt á það mat hvort beri að veita viðkomandi stöðu flóttamanns. Þeim sem falla ekki undir þá skilgreiningu er í einhverjum tilvikum veitt tímabundið dvalarleyfi engu að síður eða þá vísað aftur til heimalands eða til þess lands þar sem viðkomandi er heimilt að dvelja. Þegar mat er lagt á þrýsting á landamærin er hafður til hliðsjónar fjöldi mælikvarða, t.d. tilvik þar sem fölsuðum skilríkjum er framvísað, mál þar sem grunur leikur á smygli á fólki eða mansali, umsóknir um alþjóðlega vernd, fjöldi einstaklinga sem uppfylla ekki skilyrði fyrir komu, heildarfjöldi farþega sem fara um landamærin o.s.frv. Allir mælikvarðarnir sem stuðst er við sýna að aukið álag er á landamærum á Íslandi. Fjölmargir þættir eru til skýringar, t.d. gott efnahagsástand, aukinn áhugi á Íslandi sem ferðamannastaðar og síðast en ekki síst afar gott aðgengi að landinu. Glæpasamtök nýta sér neyð fólks og hafa af því ávinning af að koma fólki yfir landamæri. Af og til koma upp tilvik hér á landi þar sem grunur vaknar um slíkt. Á það bæði við um tilvik þar sem Ísland er lokaákvörðunarstaðurinn en einnig er Ísland notað sem gegnumferðarland, m.a. til Bretlands og N-Ameríku. Áherslur löggæsluyfirvalda undanfarin ár gagnvart þessari brotastarfsemi er að beita öllum tiltækum úrræðum í því skyni að draga úr aðdráttarafli Íslands sem fýsilegum kosti hvað slíkar ferðir varðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun