Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2017 17:15 Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. Samningur Gísla við FH rennur út í vor og hann gengur þá í raðir Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar. Hjörtur Hjartarson ræddi um mál Gísla við umboðsmanninn Arnar Frey Theodórsson í Akraborginni á dögunum. „Nú þarf ég að geta sett mig í nokkur hlutverk. Sem FH-ingur er ég mjög sár að mitt félag fái ekki fullt af peningum fyrir leikmann sem þeir selja út. Sama á við um Óðinn [Þór Ríkharðsson]. Ég veit ekkert hvort þeir fá pening fyrir hann,“ sagði Arnar. „Þetta kemur niður á einn punkt. Hvað segir samningurinn hans? Þegar menn semja hljóta þeir að vera sammála því sem er í samningnum. Ef þetta er ekkert rætt í samningnum eða í samningaferlinu hljóta menn að vera sáttir með þessa niðurstöðu. Þú getur ekkert kvartað. Þú samdir svona og þannig er það bara.“ FH getur sótt um uppeldisbætur fyrir Gísla til EHF. Arnar hefur ákveðnar skoðanir á þeim. „Þau eru frekar skrítin að mínu mati og kolólögleg. Segjum að Gísli fari næsta sumar og það er ekki búið að semja um þessi uppeldisgjöld við félagið þarf samt að borga FH fyrir samningslausan leikmann. Bosman-málið var um þetta. Samt er handboltinn enn með þessar reglugerðir,“ sagði Arnar en félagið sem kaupir samningsbundinn leikmann þarf einnig að greiða landssambandinu ákveðna upphæð ef hann hefur spilað landsleiki. „Þessi upphæð er sett en það má semja um hana. Hún er 800 evrur fyrir hvert tímabil sem þú spilar landsleik eða ert á skýrslu í opinberum landsleik. Þetta safnast upp frá 16 til 23 ára aldurs. Ef þú skiptir eftir 23 ára eru engin uppeldisgjöld. Fyrir félagslið þarftu að vera með atvinnumannasamning og það kostar 2500 evrur fyrir hvert tímabil,“ sagði Arnar sem er m.a. umboðsmaður Arons Pálmarssonar sem fór einmitt frá FH til Kiel fyrir átta árum. Hlusta má á viðtalið við Arnar í spilaranum hér að ofan. Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Óraunverulegt að tala við Alfreð um að spila fyrir Kiel Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar að nýta hvern einasta dag sem hann fær undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. 6. desember 2017 11:00 FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 29-33 | FH komið með þriggja stiga forskot Afturelding komst ekki nær efstu deildum Olís-deildar karla í kvöld er liðið varð að sætta sig við tap gegn toppliði FH. 11. desember 2017 21:45 Gísli Þorgeir búinn að semja við Kiel Landsliðsmaðurinn ungi fetar í fótspor Arons Pálmarssonar hjá sigursælasta liði Þýskalands. 6. desember 2017 10:32 Kiel að fá „hinn nýja Aron Pálmarsson“ Ungstirnið úr Hafnarfirði fer út jafngamall og til sama liðs og Aron Pálmarsson fyrir átta árum. 6. desember 2017 13:30 Þegar besti þjálfarinn hringdi var þetta engin spurning FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson gengur í raðir þýska stórliðsins Kiel næsta sumar. Hann hlakkar til að spila undir stjórn Alfreðs Gíslasonar og ætlar að nýta eina tímabilið sem hann fær undir hans stjórn sem best. Gísli vonast 7. desember 2017 06:00 Róbert óvænt í 28 manna hópi Geirs Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í hópinn á EM í Króatíu í janúar. 5. desember 2017 14:58 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. Samningur Gísla við FH rennur út í vor og hann gengur þá í raðir Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar. Hjörtur Hjartarson ræddi um mál Gísla við umboðsmanninn Arnar Frey Theodórsson í Akraborginni á dögunum. „Nú þarf ég að geta sett mig í nokkur hlutverk. Sem FH-ingur er ég mjög sár að mitt félag fái ekki fullt af peningum fyrir leikmann sem þeir selja út. Sama á við um Óðinn [Þór Ríkharðsson]. Ég veit ekkert hvort þeir fá pening fyrir hann,“ sagði Arnar. „Þetta kemur niður á einn punkt. Hvað segir samningurinn hans? Þegar menn semja hljóta þeir að vera sammála því sem er í samningnum. Ef þetta er ekkert rætt í samningnum eða í samningaferlinu hljóta menn að vera sáttir með þessa niðurstöðu. Þú getur ekkert kvartað. Þú samdir svona og þannig er það bara.“ FH getur sótt um uppeldisbætur fyrir Gísla til EHF. Arnar hefur ákveðnar skoðanir á þeim. „Þau eru frekar skrítin að mínu mati og kolólögleg. Segjum að Gísli fari næsta sumar og það er ekki búið að semja um þessi uppeldisgjöld við félagið þarf samt að borga FH fyrir samningslausan leikmann. Bosman-málið var um þetta. Samt er handboltinn enn með þessar reglugerðir,“ sagði Arnar en félagið sem kaupir samningsbundinn leikmann þarf einnig að greiða landssambandinu ákveðna upphæð ef hann hefur spilað landsleiki. „Þessi upphæð er sett en það má semja um hana. Hún er 800 evrur fyrir hvert tímabil sem þú spilar landsleik eða ert á skýrslu í opinberum landsleik. Þetta safnast upp frá 16 til 23 ára aldurs. Ef þú skiptir eftir 23 ára eru engin uppeldisgjöld. Fyrir félagslið þarftu að vera með atvinnumannasamning og það kostar 2500 evrur fyrir hvert tímabil,“ sagði Arnar sem er m.a. umboðsmaður Arons Pálmarssonar sem fór einmitt frá FH til Kiel fyrir átta árum. Hlusta má á viðtalið við Arnar í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Óraunverulegt að tala við Alfreð um að spila fyrir Kiel Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar að nýta hvern einasta dag sem hann fær undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. 6. desember 2017 11:00 FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 29-33 | FH komið með þriggja stiga forskot Afturelding komst ekki nær efstu deildum Olís-deildar karla í kvöld er liðið varð að sætta sig við tap gegn toppliði FH. 11. desember 2017 21:45 Gísli Þorgeir búinn að semja við Kiel Landsliðsmaðurinn ungi fetar í fótspor Arons Pálmarssonar hjá sigursælasta liði Þýskalands. 6. desember 2017 10:32 Kiel að fá „hinn nýja Aron Pálmarsson“ Ungstirnið úr Hafnarfirði fer út jafngamall og til sama liðs og Aron Pálmarsson fyrir átta árum. 6. desember 2017 13:30 Þegar besti þjálfarinn hringdi var þetta engin spurning FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson gengur í raðir þýska stórliðsins Kiel næsta sumar. Hann hlakkar til að spila undir stjórn Alfreðs Gíslasonar og ætlar að nýta eina tímabilið sem hann fær undir hans stjórn sem best. Gísli vonast 7. desember 2017 06:00 Róbert óvænt í 28 manna hópi Geirs Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í hópinn á EM í Króatíu í janúar. 5. desember 2017 14:58 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Gísli Þorgeir: Óraunverulegt að tala við Alfreð um að spila fyrir Kiel Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar að nýta hvern einasta dag sem hann fær undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. 6. desember 2017 11:00
FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 29-33 | FH komið með þriggja stiga forskot Afturelding komst ekki nær efstu deildum Olís-deildar karla í kvöld er liðið varð að sætta sig við tap gegn toppliði FH. 11. desember 2017 21:45
Gísli Þorgeir búinn að semja við Kiel Landsliðsmaðurinn ungi fetar í fótspor Arons Pálmarssonar hjá sigursælasta liði Þýskalands. 6. desember 2017 10:32
Kiel að fá „hinn nýja Aron Pálmarsson“ Ungstirnið úr Hafnarfirði fer út jafngamall og til sama liðs og Aron Pálmarsson fyrir átta árum. 6. desember 2017 13:30
Þegar besti þjálfarinn hringdi var þetta engin spurning FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson gengur í raðir þýska stórliðsins Kiel næsta sumar. Hann hlakkar til að spila undir stjórn Alfreðs Gíslasonar og ætlar að nýta eina tímabilið sem hann fær undir hans stjórn sem best. Gísli vonast 7. desember 2017 06:00
Róbert óvænt í 28 manna hópi Geirs Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í hópinn á EM í Króatíu í janúar. 5. desember 2017 14:58