Valtað yfir Vestfirðinga Gísli Sigurðsson skrifar 26. júlí 2017 07:00 Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með viðbrögðum talsmanna norskra aflandsfyrirtækja í sjókvíaeldi á laxi undanfarnar vikur. Tilefnin hafa verið málefna- og efnislegir úrskurðir Skipulagsstofnunar og úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, og nú síðast áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna laxeldis í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur – byggt á viðurkenndum vísindarannsóknum. Þetta eru fyrstu afgerandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda og rannsóknarstofnana þar sem tekin eru af öll tvímæli um að norsku aflandsfyrirtækin geti ekki gengið sjálfala hér um firði og flóa og dritað niður sjókvíum eins og þeim þykir sjálfum best henta fyrir skammtímahagnað sinn. Talsmenn aflandsfyrirtækjanna hafa kosið að beita fyrir sig hagsmunum almennings á Vestfjörðum – líkt og þegar almennir borgarar eru notaðir sem hlífiskjöldur í hernaði. Við blasir að fiskeldi í smáum stíl hefur verið lyftistöng í atvinnulífi á sunnanverðum Vestfjörðum – enda þarf ekki mikið til í svo fámennum byggðum. Áform norsku aflandsfyrirtækjanna um risafiskeldi, byggð á efnahagsmódeli nýlendutímans, eru hins vegar af annarri stærðargráðu og henta alls ekki dreifðum byggðum á Vestfjörðum – m.a. vegna þeirra gríðarlega neikvæðu samfélags- og umhverfisáhrifa sem eldið myndi hafa, ekki bara á Vestfjörðum heldur líka um allt land. Viðurkenndar rannsóknir á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis á laxi hafa sýnt að lúsafaraldrar myndu leggjast á og drepa lax og silung í sjó vestra, saurmengun, fóður- og lyfjaleifar spilla æðarvarpi og fiskimiðum, sérstaklega skelfiski á borð við rækju, og sleppifiskar úr kvíunum blandast villta laxinum og eyða honum í öllum íslenskum ám, hringinn í kringum landið. Málið snýst ekki bara um einhverjar „sprænur í Djúpinu“ eins og stórkarlar að vestan láta hafa eftir sér. Á Vestfjörðum er fjöldi fólks sem hefur atvinnu af smábátaveiðum og sjóstangaveiði, æðarrækt og þjónustu við ferðamenn sem sækjast eftir að komast í óspillta náttúru þessa einstaka landshluta. Að ekki sé talað um saltverksmiðjuna á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp – sem yrði fyrsta fórnarlamb áformaðs fiskeldis í Djúpinu vegna mengunar. Talsmenn norsku aflandsfyrirtækjanna láta eins og þetta fólk sé ekki til og treysta á að það sjálft þori ekki að láta í sér heyra af ótta við harkaleg viðbrögð þeirra sem betur mega þar vestra – og í Noregi. Valdhrokinn og yfirgangurinn er svo mikill að um allt land hræðist fólk atvinnumissi ef það dirfist að tala máli náttúrunnar og hagsmuna þeirra fjölmörgu sem hafa afkomu sína og lífsánægju af því að henni sé ekki spillt. Við verðum að vona og treysta því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld í landinu láti ekki stjórnast af sérhagsmunum norskra aflandsfyrirtækja og hafi afl til að fylgja þeim lögum sem í gildi eru, virða alþjóðlega sáttmála um vernd villtra dýra og miða ávallt við almannahag og bestu fáanlegu þekkingu á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Fiskeldi er ágæt leið til að framleiða matvæli en það á heima í lokuðum kerfum sem menga ekki umhverfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með viðbrögðum talsmanna norskra aflandsfyrirtækja í sjókvíaeldi á laxi undanfarnar vikur. Tilefnin hafa verið málefna- og efnislegir úrskurðir Skipulagsstofnunar og úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, og nú síðast áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna laxeldis í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur – byggt á viðurkenndum vísindarannsóknum. Þetta eru fyrstu afgerandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda og rannsóknarstofnana þar sem tekin eru af öll tvímæli um að norsku aflandsfyrirtækin geti ekki gengið sjálfala hér um firði og flóa og dritað niður sjókvíum eins og þeim þykir sjálfum best henta fyrir skammtímahagnað sinn. Talsmenn aflandsfyrirtækjanna hafa kosið að beita fyrir sig hagsmunum almennings á Vestfjörðum – líkt og þegar almennir borgarar eru notaðir sem hlífiskjöldur í hernaði. Við blasir að fiskeldi í smáum stíl hefur verið lyftistöng í atvinnulífi á sunnanverðum Vestfjörðum – enda þarf ekki mikið til í svo fámennum byggðum. Áform norsku aflandsfyrirtækjanna um risafiskeldi, byggð á efnahagsmódeli nýlendutímans, eru hins vegar af annarri stærðargráðu og henta alls ekki dreifðum byggðum á Vestfjörðum – m.a. vegna þeirra gríðarlega neikvæðu samfélags- og umhverfisáhrifa sem eldið myndi hafa, ekki bara á Vestfjörðum heldur líka um allt land. Viðurkenndar rannsóknir á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis á laxi hafa sýnt að lúsafaraldrar myndu leggjast á og drepa lax og silung í sjó vestra, saurmengun, fóður- og lyfjaleifar spilla æðarvarpi og fiskimiðum, sérstaklega skelfiski á borð við rækju, og sleppifiskar úr kvíunum blandast villta laxinum og eyða honum í öllum íslenskum ám, hringinn í kringum landið. Málið snýst ekki bara um einhverjar „sprænur í Djúpinu“ eins og stórkarlar að vestan láta hafa eftir sér. Á Vestfjörðum er fjöldi fólks sem hefur atvinnu af smábátaveiðum og sjóstangaveiði, æðarrækt og þjónustu við ferðamenn sem sækjast eftir að komast í óspillta náttúru þessa einstaka landshluta. Að ekki sé talað um saltverksmiðjuna á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp – sem yrði fyrsta fórnarlamb áformaðs fiskeldis í Djúpinu vegna mengunar. Talsmenn norsku aflandsfyrirtækjanna láta eins og þetta fólk sé ekki til og treysta á að það sjálft þori ekki að láta í sér heyra af ótta við harkaleg viðbrögð þeirra sem betur mega þar vestra – og í Noregi. Valdhrokinn og yfirgangurinn er svo mikill að um allt land hræðist fólk atvinnumissi ef það dirfist að tala máli náttúrunnar og hagsmuna þeirra fjölmörgu sem hafa afkomu sína og lífsánægju af því að henni sé ekki spillt. Við verðum að vona og treysta því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld í landinu láti ekki stjórnast af sérhagsmunum norskra aflandsfyrirtækja og hafi afl til að fylgja þeim lögum sem í gildi eru, virða alþjóðlega sáttmála um vernd villtra dýra og miða ávallt við almannahag og bestu fáanlegu þekkingu á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Fiskeldi er ágæt leið til að framleiða matvæli en það á heima í lokuðum kerfum sem menga ekki umhverfið.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar