Ofbeldi er dauðans alvara Freydís Jóna Freysteinsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 07:00 Kvenmorð (e. femicide) eiga sér stað um allan heim. Hugtakið er skilgreint með þeim hætti að rekja megi morðið til kynferðis, þ.e. kona er myrt vegna þess að hún er kona. Í vestrænum ríkjum er yfirleitt um að ræða morð í nánum samböndum en kvenmorð geta tekið á sig aðrar birtingarmyndir, dæmi um það eru kynferðisglæpir, svokölluð „heiðursmorð“, morð tengd heimanmundi, þvinguð sjálfsmorð og kerfisbundin eyðing kvenkynsfóstra. Hér í okkar fámenna landi deyr kona af völdum kynbundins ofbeldis u.þ.b. þriðja hvert ár. Með því að nota hugtakið kvenmorð og greina það sérstaklega er ekki verið að gera lítið úr mannsmorðum heldur er verið að undirstrika að eðli eða forsaga þeirra er oft önnur en mannsmorða. Í sumum samfélögum þarf að breyta ríkjandi viðhorfum og í öðrum tilvikum hafa mörg viðvörunarflögg farið á loft áður en morðið er framið og því má færa fyrir því rök að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Kvenmorð, eins og mannsmorð, valda fjölmörgum miklu sálartjóni, bæði fjölskyldu og vinum þess sem er myrt/myrtur og fjölskyldu og vinum þess sem myrðir. En hvað er það sem einkennir kvenmorð? Þau geta vissulega átt sér stað í öllum stéttum samfélagsins óháð menntun. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að að gerendur í slíkum málum eru líklegir til að hafa brotið af sér áður, vera með litla menntun, atvinnulausir, með persónuleikaröskun og eiga við áfengisvanda eða annan vímuefnavanda að stríða. Nokkuð er um að þeir séu mjög afbrýðisamir og afar stjórnsamir. Það að karlmaðurinn hafi beitt konuna líkamlegu ofbeldi áður, verið með hótanir um slíkt ofbeldi eða hafi beitt hana andlegu ofbeldi er besti forspárþátturinn um kvenmorð. Konur eru í sérstaklega mikilli hættu þegar þær yfirgefa maka sem hafa beitt þær ofbeldi. Í slíkum aðstæðum er félagslegur stuðningur gríðarlega mikilvægur þeim til að byggja upp líf sitt. Að setja á nálgunarbönn og gæta þess að þeim sé framfylgt er einnig afar mikilvægt fyrir öryggi kvenna í slíkum aðstæðum.Umfang vandans sé ljóst Höfundar þessarar greinar eru meðlimir í evrópsku Cost verkefni um kvenmorð. Í því verkefni er verið að kanna tíðni þeirra, rýna hvort þau eru skráð og þá hvernig, hver áhrif menningar eru á kvenmorð og hver viðbrögð samfélagsins eru við þeim. Endanlegt markmið verkefnisins er að finna leiðir til að fyrirbyggja að kvenmorð eigi sér stað. Í því samhengi er mikilvægt að skoða hvaða leiðir virka og hvað ekki. Einnig er afar mikilvægt að skrásetja kvenmorð þannig að umfang vandans sé ljóst til að brugðist sé við honum. Á Íslandi er gögnum um kvenmorð ekki safnað sérstaklega og þær upplýsingar ekki að finna í útgefnum gögnum ríkislögreglustjóra. Það er mikilvægt að breyta þessu þannig að umfang vandans sé ljóst því þá er frekar við honum brugðist. Um þessar mundir eru þátttakendur í Cost-verkefninu að vinna tillögur sem eru sniðnar að heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og stefnumótunaraðilum um það hvernig sé best að takast á við þetta. Er það von okkar að allir sem málið snertir geti tekið höndum saman við að uppræta þennan alvarlega vanda. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kvenmorð (e. femicide) eiga sér stað um allan heim. Hugtakið er skilgreint með þeim hætti að rekja megi morðið til kynferðis, þ.e. kona er myrt vegna þess að hún er kona. Í vestrænum ríkjum er yfirleitt um að ræða morð í nánum samböndum en kvenmorð geta tekið á sig aðrar birtingarmyndir, dæmi um það eru kynferðisglæpir, svokölluð „heiðursmorð“, morð tengd heimanmundi, þvinguð sjálfsmorð og kerfisbundin eyðing kvenkynsfóstra. Hér í okkar fámenna landi deyr kona af völdum kynbundins ofbeldis u.þ.b. þriðja hvert ár. Með því að nota hugtakið kvenmorð og greina það sérstaklega er ekki verið að gera lítið úr mannsmorðum heldur er verið að undirstrika að eðli eða forsaga þeirra er oft önnur en mannsmorða. Í sumum samfélögum þarf að breyta ríkjandi viðhorfum og í öðrum tilvikum hafa mörg viðvörunarflögg farið á loft áður en morðið er framið og því má færa fyrir því rök að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Kvenmorð, eins og mannsmorð, valda fjölmörgum miklu sálartjóni, bæði fjölskyldu og vinum þess sem er myrt/myrtur og fjölskyldu og vinum þess sem myrðir. En hvað er það sem einkennir kvenmorð? Þau geta vissulega átt sér stað í öllum stéttum samfélagsins óháð menntun. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að að gerendur í slíkum málum eru líklegir til að hafa brotið af sér áður, vera með litla menntun, atvinnulausir, með persónuleikaröskun og eiga við áfengisvanda eða annan vímuefnavanda að stríða. Nokkuð er um að þeir séu mjög afbrýðisamir og afar stjórnsamir. Það að karlmaðurinn hafi beitt konuna líkamlegu ofbeldi áður, verið með hótanir um slíkt ofbeldi eða hafi beitt hana andlegu ofbeldi er besti forspárþátturinn um kvenmorð. Konur eru í sérstaklega mikilli hættu þegar þær yfirgefa maka sem hafa beitt þær ofbeldi. Í slíkum aðstæðum er félagslegur stuðningur gríðarlega mikilvægur þeim til að byggja upp líf sitt. Að setja á nálgunarbönn og gæta þess að þeim sé framfylgt er einnig afar mikilvægt fyrir öryggi kvenna í slíkum aðstæðum.Umfang vandans sé ljóst Höfundar þessarar greinar eru meðlimir í evrópsku Cost verkefni um kvenmorð. Í því verkefni er verið að kanna tíðni þeirra, rýna hvort þau eru skráð og þá hvernig, hver áhrif menningar eru á kvenmorð og hver viðbrögð samfélagsins eru við þeim. Endanlegt markmið verkefnisins er að finna leiðir til að fyrirbyggja að kvenmorð eigi sér stað. Í því samhengi er mikilvægt að skoða hvaða leiðir virka og hvað ekki. Einnig er afar mikilvægt að skrásetja kvenmorð þannig að umfang vandans sé ljóst til að brugðist sé við honum. Á Íslandi er gögnum um kvenmorð ekki safnað sérstaklega og þær upplýsingar ekki að finna í útgefnum gögnum ríkislögreglustjóra. Það er mikilvægt að breyta þessu þannig að umfang vandans sé ljóst því þá er frekar við honum brugðist. Um þessar mundir eru þátttakendur í Cost-verkefninu að vinna tillögur sem eru sniðnar að heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og stefnumótunaraðilum um það hvernig sé best að takast á við þetta. Er það von okkar að allir sem málið snertir geti tekið höndum saman við að uppræta þennan alvarlega vanda. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar