Ofbeldi er dauðans alvara Freydís Jóna Freysteinsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 07:00 Kvenmorð (e. femicide) eiga sér stað um allan heim. Hugtakið er skilgreint með þeim hætti að rekja megi morðið til kynferðis, þ.e. kona er myrt vegna þess að hún er kona. Í vestrænum ríkjum er yfirleitt um að ræða morð í nánum samböndum en kvenmorð geta tekið á sig aðrar birtingarmyndir, dæmi um það eru kynferðisglæpir, svokölluð „heiðursmorð“, morð tengd heimanmundi, þvinguð sjálfsmorð og kerfisbundin eyðing kvenkynsfóstra. Hér í okkar fámenna landi deyr kona af völdum kynbundins ofbeldis u.þ.b. þriðja hvert ár. Með því að nota hugtakið kvenmorð og greina það sérstaklega er ekki verið að gera lítið úr mannsmorðum heldur er verið að undirstrika að eðli eða forsaga þeirra er oft önnur en mannsmorða. Í sumum samfélögum þarf að breyta ríkjandi viðhorfum og í öðrum tilvikum hafa mörg viðvörunarflögg farið á loft áður en morðið er framið og því má færa fyrir því rök að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Kvenmorð, eins og mannsmorð, valda fjölmörgum miklu sálartjóni, bæði fjölskyldu og vinum þess sem er myrt/myrtur og fjölskyldu og vinum þess sem myrðir. En hvað er það sem einkennir kvenmorð? Þau geta vissulega átt sér stað í öllum stéttum samfélagsins óháð menntun. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að að gerendur í slíkum málum eru líklegir til að hafa brotið af sér áður, vera með litla menntun, atvinnulausir, með persónuleikaröskun og eiga við áfengisvanda eða annan vímuefnavanda að stríða. Nokkuð er um að þeir séu mjög afbrýðisamir og afar stjórnsamir. Það að karlmaðurinn hafi beitt konuna líkamlegu ofbeldi áður, verið með hótanir um slíkt ofbeldi eða hafi beitt hana andlegu ofbeldi er besti forspárþátturinn um kvenmorð. Konur eru í sérstaklega mikilli hættu þegar þær yfirgefa maka sem hafa beitt þær ofbeldi. Í slíkum aðstæðum er félagslegur stuðningur gríðarlega mikilvægur þeim til að byggja upp líf sitt. Að setja á nálgunarbönn og gæta þess að þeim sé framfylgt er einnig afar mikilvægt fyrir öryggi kvenna í slíkum aðstæðum.Umfang vandans sé ljóst Höfundar þessarar greinar eru meðlimir í evrópsku Cost verkefni um kvenmorð. Í því verkefni er verið að kanna tíðni þeirra, rýna hvort þau eru skráð og þá hvernig, hver áhrif menningar eru á kvenmorð og hver viðbrögð samfélagsins eru við þeim. Endanlegt markmið verkefnisins er að finna leiðir til að fyrirbyggja að kvenmorð eigi sér stað. Í því samhengi er mikilvægt að skoða hvaða leiðir virka og hvað ekki. Einnig er afar mikilvægt að skrásetja kvenmorð þannig að umfang vandans sé ljóst til að brugðist sé við honum. Á Íslandi er gögnum um kvenmorð ekki safnað sérstaklega og þær upplýsingar ekki að finna í útgefnum gögnum ríkislögreglustjóra. Það er mikilvægt að breyta þessu þannig að umfang vandans sé ljóst því þá er frekar við honum brugðist. Um þessar mundir eru þátttakendur í Cost-verkefninu að vinna tillögur sem eru sniðnar að heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og stefnumótunaraðilum um það hvernig sé best að takast á við þetta. Er það von okkar að allir sem málið snertir geti tekið höndum saman við að uppræta þennan alvarlega vanda. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Kvenmorð (e. femicide) eiga sér stað um allan heim. Hugtakið er skilgreint með þeim hætti að rekja megi morðið til kynferðis, þ.e. kona er myrt vegna þess að hún er kona. Í vestrænum ríkjum er yfirleitt um að ræða morð í nánum samböndum en kvenmorð geta tekið á sig aðrar birtingarmyndir, dæmi um það eru kynferðisglæpir, svokölluð „heiðursmorð“, morð tengd heimanmundi, þvinguð sjálfsmorð og kerfisbundin eyðing kvenkynsfóstra. Hér í okkar fámenna landi deyr kona af völdum kynbundins ofbeldis u.þ.b. þriðja hvert ár. Með því að nota hugtakið kvenmorð og greina það sérstaklega er ekki verið að gera lítið úr mannsmorðum heldur er verið að undirstrika að eðli eða forsaga þeirra er oft önnur en mannsmorða. Í sumum samfélögum þarf að breyta ríkjandi viðhorfum og í öðrum tilvikum hafa mörg viðvörunarflögg farið á loft áður en morðið er framið og því má færa fyrir því rök að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Kvenmorð, eins og mannsmorð, valda fjölmörgum miklu sálartjóni, bæði fjölskyldu og vinum þess sem er myrt/myrtur og fjölskyldu og vinum þess sem myrðir. En hvað er það sem einkennir kvenmorð? Þau geta vissulega átt sér stað í öllum stéttum samfélagsins óháð menntun. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að að gerendur í slíkum málum eru líklegir til að hafa brotið af sér áður, vera með litla menntun, atvinnulausir, með persónuleikaröskun og eiga við áfengisvanda eða annan vímuefnavanda að stríða. Nokkuð er um að þeir séu mjög afbrýðisamir og afar stjórnsamir. Það að karlmaðurinn hafi beitt konuna líkamlegu ofbeldi áður, verið með hótanir um slíkt ofbeldi eða hafi beitt hana andlegu ofbeldi er besti forspárþátturinn um kvenmorð. Konur eru í sérstaklega mikilli hættu þegar þær yfirgefa maka sem hafa beitt þær ofbeldi. Í slíkum aðstæðum er félagslegur stuðningur gríðarlega mikilvægur þeim til að byggja upp líf sitt. Að setja á nálgunarbönn og gæta þess að þeim sé framfylgt er einnig afar mikilvægt fyrir öryggi kvenna í slíkum aðstæðum.Umfang vandans sé ljóst Höfundar þessarar greinar eru meðlimir í evrópsku Cost verkefni um kvenmorð. Í því verkefni er verið að kanna tíðni þeirra, rýna hvort þau eru skráð og þá hvernig, hver áhrif menningar eru á kvenmorð og hver viðbrögð samfélagsins eru við þeim. Endanlegt markmið verkefnisins er að finna leiðir til að fyrirbyggja að kvenmorð eigi sér stað. Í því samhengi er mikilvægt að skoða hvaða leiðir virka og hvað ekki. Einnig er afar mikilvægt að skrásetja kvenmorð þannig að umfang vandans sé ljóst til að brugðist sé við honum. Á Íslandi er gögnum um kvenmorð ekki safnað sérstaklega og þær upplýsingar ekki að finna í útgefnum gögnum ríkislögreglustjóra. Það er mikilvægt að breyta þessu þannig að umfang vandans sé ljóst því þá er frekar við honum brugðist. Um þessar mundir eru þátttakendur í Cost-verkefninu að vinna tillögur sem eru sniðnar að heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og stefnumótunaraðilum um það hvernig sé best að takast á við þetta. Er það von okkar að allir sem málið snertir geti tekið höndum saman við að uppræta þennan alvarlega vanda. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar