Ofbeldi er dauðans alvara Freydís Jóna Freysteinsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 07:00 Kvenmorð (e. femicide) eiga sér stað um allan heim. Hugtakið er skilgreint með þeim hætti að rekja megi morðið til kynferðis, þ.e. kona er myrt vegna þess að hún er kona. Í vestrænum ríkjum er yfirleitt um að ræða morð í nánum samböndum en kvenmorð geta tekið á sig aðrar birtingarmyndir, dæmi um það eru kynferðisglæpir, svokölluð „heiðursmorð“, morð tengd heimanmundi, þvinguð sjálfsmorð og kerfisbundin eyðing kvenkynsfóstra. Hér í okkar fámenna landi deyr kona af völdum kynbundins ofbeldis u.þ.b. þriðja hvert ár. Með því að nota hugtakið kvenmorð og greina það sérstaklega er ekki verið að gera lítið úr mannsmorðum heldur er verið að undirstrika að eðli eða forsaga þeirra er oft önnur en mannsmorða. Í sumum samfélögum þarf að breyta ríkjandi viðhorfum og í öðrum tilvikum hafa mörg viðvörunarflögg farið á loft áður en morðið er framið og því má færa fyrir því rök að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Kvenmorð, eins og mannsmorð, valda fjölmörgum miklu sálartjóni, bæði fjölskyldu og vinum þess sem er myrt/myrtur og fjölskyldu og vinum þess sem myrðir. En hvað er það sem einkennir kvenmorð? Þau geta vissulega átt sér stað í öllum stéttum samfélagsins óháð menntun. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að að gerendur í slíkum málum eru líklegir til að hafa brotið af sér áður, vera með litla menntun, atvinnulausir, með persónuleikaröskun og eiga við áfengisvanda eða annan vímuefnavanda að stríða. Nokkuð er um að þeir séu mjög afbrýðisamir og afar stjórnsamir. Það að karlmaðurinn hafi beitt konuna líkamlegu ofbeldi áður, verið með hótanir um slíkt ofbeldi eða hafi beitt hana andlegu ofbeldi er besti forspárþátturinn um kvenmorð. Konur eru í sérstaklega mikilli hættu þegar þær yfirgefa maka sem hafa beitt þær ofbeldi. Í slíkum aðstæðum er félagslegur stuðningur gríðarlega mikilvægur þeim til að byggja upp líf sitt. Að setja á nálgunarbönn og gæta þess að þeim sé framfylgt er einnig afar mikilvægt fyrir öryggi kvenna í slíkum aðstæðum.Umfang vandans sé ljóst Höfundar þessarar greinar eru meðlimir í evrópsku Cost verkefni um kvenmorð. Í því verkefni er verið að kanna tíðni þeirra, rýna hvort þau eru skráð og þá hvernig, hver áhrif menningar eru á kvenmorð og hver viðbrögð samfélagsins eru við þeim. Endanlegt markmið verkefnisins er að finna leiðir til að fyrirbyggja að kvenmorð eigi sér stað. Í því samhengi er mikilvægt að skoða hvaða leiðir virka og hvað ekki. Einnig er afar mikilvægt að skrásetja kvenmorð þannig að umfang vandans sé ljóst til að brugðist sé við honum. Á Íslandi er gögnum um kvenmorð ekki safnað sérstaklega og þær upplýsingar ekki að finna í útgefnum gögnum ríkislögreglustjóra. Það er mikilvægt að breyta þessu þannig að umfang vandans sé ljóst því þá er frekar við honum brugðist. Um þessar mundir eru þátttakendur í Cost-verkefninu að vinna tillögur sem eru sniðnar að heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og stefnumótunaraðilum um það hvernig sé best að takast á við þetta. Er það von okkar að allir sem málið snertir geti tekið höndum saman við að uppræta þennan alvarlega vanda. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Kvenmorð (e. femicide) eiga sér stað um allan heim. Hugtakið er skilgreint með þeim hætti að rekja megi morðið til kynferðis, þ.e. kona er myrt vegna þess að hún er kona. Í vestrænum ríkjum er yfirleitt um að ræða morð í nánum samböndum en kvenmorð geta tekið á sig aðrar birtingarmyndir, dæmi um það eru kynferðisglæpir, svokölluð „heiðursmorð“, morð tengd heimanmundi, þvinguð sjálfsmorð og kerfisbundin eyðing kvenkynsfóstra. Hér í okkar fámenna landi deyr kona af völdum kynbundins ofbeldis u.þ.b. þriðja hvert ár. Með því að nota hugtakið kvenmorð og greina það sérstaklega er ekki verið að gera lítið úr mannsmorðum heldur er verið að undirstrika að eðli eða forsaga þeirra er oft önnur en mannsmorða. Í sumum samfélögum þarf að breyta ríkjandi viðhorfum og í öðrum tilvikum hafa mörg viðvörunarflögg farið á loft áður en morðið er framið og því má færa fyrir því rök að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Kvenmorð, eins og mannsmorð, valda fjölmörgum miklu sálartjóni, bæði fjölskyldu og vinum þess sem er myrt/myrtur og fjölskyldu og vinum þess sem myrðir. En hvað er það sem einkennir kvenmorð? Þau geta vissulega átt sér stað í öllum stéttum samfélagsins óháð menntun. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að að gerendur í slíkum málum eru líklegir til að hafa brotið af sér áður, vera með litla menntun, atvinnulausir, með persónuleikaröskun og eiga við áfengisvanda eða annan vímuefnavanda að stríða. Nokkuð er um að þeir séu mjög afbrýðisamir og afar stjórnsamir. Það að karlmaðurinn hafi beitt konuna líkamlegu ofbeldi áður, verið með hótanir um slíkt ofbeldi eða hafi beitt hana andlegu ofbeldi er besti forspárþátturinn um kvenmorð. Konur eru í sérstaklega mikilli hættu þegar þær yfirgefa maka sem hafa beitt þær ofbeldi. Í slíkum aðstæðum er félagslegur stuðningur gríðarlega mikilvægur þeim til að byggja upp líf sitt. Að setja á nálgunarbönn og gæta þess að þeim sé framfylgt er einnig afar mikilvægt fyrir öryggi kvenna í slíkum aðstæðum.Umfang vandans sé ljóst Höfundar þessarar greinar eru meðlimir í evrópsku Cost verkefni um kvenmorð. Í því verkefni er verið að kanna tíðni þeirra, rýna hvort þau eru skráð og þá hvernig, hver áhrif menningar eru á kvenmorð og hver viðbrögð samfélagsins eru við þeim. Endanlegt markmið verkefnisins er að finna leiðir til að fyrirbyggja að kvenmorð eigi sér stað. Í því samhengi er mikilvægt að skoða hvaða leiðir virka og hvað ekki. Einnig er afar mikilvægt að skrásetja kvenmorð þannig að umfang vandans sé ljóst til að brugðist sé við honum. Á Íslandi er gögnum um kvenmorð ekki safnað sérstaklega og þær upplýsingar ekki að finna í útgefnum gögnum ríkislögreglustjóra. Það er mikilvægt að breyta þessu þannig að umfang vandans sé ljóst því þá er frekar við honum brugðist. Um þessar mundir eru þátttakendur í Cost-verkefninu að vinna tillögur sem eru sniðnar að heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og stefnumótunaraðilum um það hvernig sé best að takast á við þetta. Er það von okkar að allir sem málið snertir geti tekið höndum saman við að uppræta þennan alvarlega vanda. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar