Hver er tilgangur fæðingarorlofs? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 8. febrúar 2017 07:00 „Ég er ekkert viss um að það sé betra að lengja fjarvistina frá vinnumarkaði, út frá starfsþróun og starfsframa. Það gæti jafnvel aukið enn frekar á kynbundna mismunun í starfsþróun.“ Viðhorf félagsmálaráðherra til lengingar fæðingarorlofs í Stundinni varpa skýru ljósi á vanda barna: Mikilvægar ákvarðanir sem varða heill barna eru teknar á forsendum annarra. Í þessu tilviki er eins og tilgangur fæðingarorlofs hafi gleymst. Málið er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og þörf barna fyrir foreldra sína verður nánast eins og aukaatriði. Orð ráðherra bera vitni um afstöðu til barna sem illu heilli er talin góð og gild í samfélaginu. Því lengur sem ég vinn með ungbörn og foreldra þeirra því skýrara sé ég hversu lítið þol samfélagið hefur fyrir því að börn séu lítil, háð, þurfandi og truflandi. Nokkurra mánaða gömul eiga þau að sofa eins og fullorðið fólk, níu mánaða eiga börn að sætta sig möglunarlaust við að ókunnugt fólk annist þau og árs gömul viljum við gera þau að nemendum í skóla. Ekkert af þessu er út frá forsendum barna eða með hliðsjón af þörf þeirra fyrir tengsl. Sýni börn heilbrigð viðbrögð við þvinguðum aðskilnaði frá foreldrum sínum eða öðrum kvíðavekjandi aðstæðum köllum við þau erfið og skellum jafnvel á þau sjúkdómsgreiningu. Komin með greiningu er fátt um úrræði annað en biðlistar eftir þjónustu eða lyf af ýmsu tagi en íslensk börn slá ekki aðeins met í neyslu geðlyfja heldur herma nýlegar fréttir að sprenging hafi átt sér stað í ávísun svefnlyfja á börn.Virðingarleysi gagnvart þörfum barna Virðingarleysið gagnvart þörfum ungra barna endurspeglar að mínu mati ótta okkar við að vera háð öðrum. Persónulega hafa margir erfiða reynslu af því að hafa þurft að reiða sig á aðra og urðu því sjálfstæðir löngu áður en þeir höfðu þroska eða getu til. Sameiginlega eigum við sögu um kúgun erlends yfirvalds auk sambýlis við ófyrirsjáanlega náttúru sem verður fyrirvaralaust hamslaus og eyðileggjandi í stjórnlausum yfirgangi sínum. Ómeðvitaður vanmáttur frammi fyrir ofurefli á efalítið þátt í sjálfstæðisþörf Íslendinga sem þjóðar en líka sem einstaklinga. Við getum ekki beðið eftir að börnin okkar verði sjálfstæð og fullorðin. Hvað eftir annað rek ég mig á að fólk stendur í þeirri trú að lítil börn sem eru hugguð „of oft“ verði annaðhvort liðleskjur eða frekjuhundar. Óttinn við að þolinmóð umhyggja skemmi börn er svo útbreiddur að hann telst eðlilegur. Sjálfstæði sem stendur undir nafni næst ekki með því að henda börnum sem fyrst út í djúpu laugina. Þvert á móti er raunverulegt sjálfstæði afsprengi þess að hafa fengið að vera háður öðrum eins lengi og maður þarf. Ófullnægðar þarfir fyrir nánd í bernsku leiða til óseðjandi hungurs á fullorðinsaldri, til dæmis í mat, kynlíf eða áfengi. ACE-rannsóknin sýnir svart á hvítu að beint orsakasamhengi er á milli óhóflegrar streitu í uppvextinum og sjúkdóma á fullorðinsaldri, líkamlegra ekki síður en andlegra. Þess vegna verðum við að hugsa hlutina upp á nýtt. Við erum ekki lengur fátæk þjóð sem skortir aðgang að gagnreyndri þekkingu. Hvort sem við lítum til mannúðarsjónarmiða, almennrar skynsemi eða rannsókna í geðheilbrigðis- og hagfræði er niðurstaðan alltaf sú sama: Fjármunir sem fara í að styrkja fjölskyldur fyrstu ár barna þeirra skila samfélaginu mestum hagnaði og spara með tímanum gríðarleg útgjöld. Hversu öfluga starfskrafta vinnumarkaðurinn fær í framtíðinni veltur því að verulegu leyti á að foreldrum þeirra hafi verið gert kleift að sinna þeim þegar þeir þurftu mest á því að halda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég er ekkert viss um að það sé betra að lengja fjarvistina frá vinnumarkaði, út frá starfsþróun og starfsframa. Það gæti jafnvel aukið enn frekar á kynbundna mismunun í starfsþróun.“ Viðhorf félagsmálaráðherra til lengingar fæðingarorlofs í Stundinni varpa skýru ljósi á vanda barna: Mikilvægar ákvarðanir sem varða heill barna eru teknar á forsendum annarra. Í þessu tilviki er eins og tilgangur fæðingarorlofs hafi gleymst. Málið er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og þörf barna fyrir foreldra sína verður nánast eins og aukaatriði. Orð ráðherra bera vitni um afstöðu til barna sem illu heilli er talin góð og gild í samfélaginu. Því lengur sem ég vinn með ungbörn og foreldra þeirra því skýrara sé ég hversu lítið þol samfélagið hefur fyrir því að börn séu lítil, háð, þurfandi og truflandi. Nokkurra mánaða gömul eiga þau að sofa eins og fullorðið fólk, níu mánaða eiga börn að sætta sig möglunarlaust við að ókunnugt fólk annist þau og árs gömul viljum við gera þau að nemendum í skóla. Ekkert af þessu er út frá forsendum barna eða með hliðsjón af þörf þeirra fyrir tengsl. Sýni börn heilbrigð viðbrögð við þvinguðum aðskilnaði frá foreldrum sínum eða öðrum kvíðavekjandi aðstæðum köllum við þau erfið og skellum jafnvel á þau sjúkdómsgreiningu. Komin með greiningu er fátt um úrræði annað en biðlistar eftir þjónustu eða lyf af ýmsu tagi en íslensk börn slá ekki aðeins met í neyslu geðlyfja heldur herma nýlegar fréttir að sprenging hafi átt sér stað í ávísun svefnlyfja á börn.Virðingarleysi gagnvart þörfum barna Virðingarleysið gagnvart þörfum ungra barna endurspeglar að mínu mati ótta okkar við að vera háð öðrum. Persónulega hafa margir erfiða reynslu af því að hafa þurft að reiða sig á aðra og urðu því sjálfstæðir löngu áður en þeir höfðu þroska eða getu til. Sameiginlega eigum við sögu um kúgun erlends yfirvalds auk sambýlis við ófyrirsjáanlega náttúru sem verður fyrirvaralaust hamslaus og eyðileggjandi í stjórnlausum yfirgangi sínum. Ómeðvitaður vanmáttur frammi fyrir ofurefli á efalítið þátt í sjálfstæðisþörf Íslendinga sem þjóðar en líka sem einstaklinga. Við getum ekki beðið eftir að börnin okkar verði sjálfstæð og fullorðin. Hvað eftir annað rek ég mig á að fólk stendur í þeirri trú að lítil börn sem eru hugguð „of oft“ verði annaðhvort liðleskjur eða frekjuhundar. Óttinn við að þolinmóð umhyggja skemmi börn er svo útbreiddur að hann telst eðlilegur. Sjálfstæði sem stendur undir nafni næst ekki með því að henda börnum sem fyrst út í djúpu laugina. Þvert á móti er raunverulegt sjálfstæði afsprengi þess að hafa fengið að vera háður öðrum eins lengi og maður þarf. Ófullnægðar þarfir fyrir nánd í bernsku leiða til óseðjandi hungurs á fullorðinsaldri, til dæmis í mat, kynlíf eða áfengi. ACE-rannsóknin sýnir svart á hvítu að beint orsakasamhengi er á milli óhóflegrar streitu í uppvextinum og sjúkdóma á fullorðinsaldri, líkamlegra ekki síður en andlegra. Þess vegna verðum við að hugsa hlutina upp á nýtt. Við erum ekki lengur fátæk þjóð sem skortir aðgang að gagnreyndri þekkingu. Hvort sem við lítum til mannúðarsjónarmiða, almennrar skynsemi eða rannsókna í geðheilbrigðis- og hagfræði er niðurstaðan alltaf sú sama: Fjármunir sem fara í að styrkja fjölskyldur fyrstu ár barna þeirra skila samfélaginu mestum hagnaði og spara með tímanum gríðarleg útgjöld. Hversu öfluga starfskrafta vinnumarkaðurinn fær í framtíðinni veltur því að verulegu leyti á að foreldrum þeirra hafi verið gert kleift að sinna þeim þegar þeir þurftu mest á því að halda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun