Hver er tilgangur fæðingarorlofs? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 8. febrúar 2017 07:00 „Ég er ekkert viss um að það sé betra að lengja fjarvistina frá vinnumarkaði, út frá starfsþróun og starfsframa. Það gæti jafnvel aukið enn frekar á kynbundna mismunun í starfsþróun.“ Viðhorf félagsmálaráðherra til lengingar fæðingarorlofs í Stundinni varpa skýru ljósi á vanda barna: Mikilvægar ákvarðanir sem varða heill barna eru teknar á forsendum annarra. Í þessu tilviki er eins og tilgangur fæðingarorlofs hafi gleymst. Málið er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og þörf barna fyrir foreldra sína verður nánast eins og aukaatriði. Orð ráðherra bera vitni um afstöðu til barna sem illu heilli er talin góð og gild í samfélaginu. Því lengur sem ég vinn með ungbörn og foreldra þeirra því skýrara sé ég hversu lítið þol samfélagið hefur fyrir því að börn séu lítil, háð, þurfandi og truflandi. Nokkurra mánaða gömul eiga þau að sofa eins og fullorðið fólk, níu mánaða eiga börn að sætta sig möglunarlaust við að ókunnugt fólk annist þau og árs gömul viljum við gera þau að nemendum í skóla. Ekkert af þessu er út frá forsendum barna eða með hliðsjón af þörf þeirra fyrir tengsl. Sýni börn heilbrigð viðbrögð við þvinguðum aðskilnaði frá foreldrum sínum eða öðrum kvíðavekjandi aðstæðum köllum við þau erfið og skellum jafnvel á þau sjúkdómsgreiningu. Komin með greiningu er fátt um úrræði annað en biðlistar eftir þjónustu eða lyf af ýmsu tagi en íslensk börn slá ekki aðeins met í neyslu geðlyfja heldur herma nýlegar fréttir að sprenging hafi átt sér stað í ávísun svefnlyfja á börn.Virðingarleysi gagnvart þörfum barna Virðingarleysið gagnvart þörfum ungra barna endurspeglar að mínu mati ótta okkar við að vera háð öðrum. Persónulega hafa margir erfiða reynslu af því að hafa þurft að reiða sig á aðra og urðu því sjálfstæðir löngu áður en þeir höfðu þroska eða getu til. Sameiginlega eigum við sögu um kúgun erlends yfirvalds auk sambýlis við ófyrirsjáanlega náttúru sem verður fyrirvaralaust hamslaus og eyðileggjandi í stjórnlausum yfirgangi sínum. Ómeðvitaður vanmáttur frammi fyrir ofurefli á efalítið þátt í sjálfstæðisþörf Íslendinga sem þjóðar en líka sem einstaklinga. Við getum ekki beðið eftir að börnin okkar verði sjálfstæð og fullorðin. Hvað eftir annað rek ég mig á að fólk stendur í þeirri trú að lítil börn sem eru hugguð „of oft“ verði annaðhvort liðleskjur eða frekjuhundar. Óttinn við að þolinmóð umhyggja skemmi börn er svo útbreiddur að hann telst eðlilegur. Sjálfstæði sem stendur undir nafni næst ekki með því að henda börnum sem fyrst út í djúpu laugina. Þvert á móti er raunverulegt sjálfstæði afsprengi þess að hafa fengið að vera háður öðrum eins lengi og maður þarf. Ófullnægðar þarfir fyrir nánd í bernsku leiða til óseðjandi hungurs á fullorðinsaldri, til dæmis í mat, kynlíf eða áfengi. ACE-rannsóknin sýnir svart á hvítu að beint orsakasamhengi er á milli óhóflegrar streitu í uppvextinum og sjúkdóma á fullorðinsaldri, líkamlegra ekki síður en andlegra. Þess vegna verðum við að hugsa hlutina upp á nýtt. Við erum ekki lengur fátæk þjóð sem skortir aðgang að gagnreyndri þekkingu. Hvort sem við lítum til mannúðarsjónarmiða, almennrar skynsemi eða rannsókna í geðheilbrigðis- og hagfræði er niðurstaðan alltaf sú sama: Fjármunir sem fara í að styrkja fjölskyldur fyrstu ár barna þeirra skila samfélaginu mestum hagnaði og spara með tímanum gríðarleg útgjöld. Hversu öfluga starfskrafta vinnumarkaðurinn fær í framtíðinni veltur því að verulegu leyti á að foreldrum þeirra hafi verið gert kleift að sinna þeim þegar þeir þurftu mest á því að halda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
„Ég er ekkert viss um að það sé betra að lengja fjarvistina frá vinnumarkaði, út frá starfsþróun og starfsframa. Það gæti jafnvel aukið enn frekar á kynbundna mismunun í starfsþróun.“ Viðhorf félagsmálaráðherra til lengingar fæðingarorlofs í Stundinni varpa skýru ljósi á vanda barna: Mikilvægar ákvarðanir sem varða heill barna eru teknar á forsendum annarra. Í þessu tilviki er eins og tilgangur fæðingarorlofs hafi gleymst. Málið er að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og þörf barna fyrir foreldra sína verður nánast eins og aukaatriði. Orð ráðherra bera vitni um afstöðu til barna sem illu heilli er talin góð og gild í samfélaginu. Því lengur sem ég vinn með ungbörn og foreldra þeirra því skýrara sé ég hversu lítið þol samfélagið hefur fyrir því að börn séu lítil, háð, þurfandi og truflandi. Nokkurra mánaða gömul eiga þau að sofa eins og fullorðið fólk, níu mánaða eiga börn að sætta sig möglunarlaust við að ókunnugt fólk annist þau og árs gömul viljum við gera þau að nemendum í skóla. Ekkert af þessu er út frá forsendum barna eða með hliðsjón af þörf þeirra fyrir tengsl. Sýni börn heilbrigð viðbrögð við þvinguðum aðskilnaði frá foreldrum sínum eða öðrum kvíðavekjandi aðstæðum köllum við þau erfið og skellum jafnvel á þau sjúkdómsgreiningu. Komin með greiningu er fátt um úrræði annað en biðlistar eftir þjónustu eða lyf af ýmsu tagi en íslensk börn slá ekki aðeins met í neyslu geðlyfja heldur herma nýlegar fréttir að sprenging hafi átt sér stað í ávísun svefnlyfja á börn.Virðingarleysi gagnvart þörfum barna Virðingarleysið gagnvart þörfum ungra barna endurspeglar að mínu mati ótta okkar við að vera háð öðrum. Persónulega hafa margir erfiða reynslu af því að hafa þurft að reiða sig á aðra og urðu því sjálfstæðir löngu áður en þeir höfðu þroska eða getu til. Sameiginlega eigum við sögu um kúgun erlends yfirvalds auk sambýlis við ófyrirsjáanlega náttúru sem verður fyrirvaralaust hamslaus og eyðileggjandi í stjórnlausum yfirgangi sínum. Ómeðvitaður vanmáttur frammi fyrir ofurefli á efalítið þátt í sjálfstæðisþörf Íslendinga sem þjóðar en líka sem einstaklinga. Við getum ekki beðið eftir að börnin okkar verði sjálfstæð og fullorðin. Hvað eftir annað rek ég mig á að fólk stendur í þeirri trú að lítil börn sem eru hugguð „of oft“ verði annaðhvort liðleskjur eða frekjuhundar. Óttinn við að þolinmóð umhyggja skemmi börn er svo útbreiddur að hann telst eðlilegur. Sjálfstæði sem stendur undir nafni næst ekki með því að henda börnum sem fyrst út í djúpu laugina. Þvert á móti er raunverulegt sjálfstæði afsprengi þess að hafa fengið að vera háður öðrum eins lengi og maður þarf. Ófullnægðar þarfir fyrir nánd í bernsku leiða til óseðjandi hungurs á fullorðinsaldri, til dæmis í mat, kynlíf eða áfengi. ACE-rannsóknin sýnir svart á hvítu að beint orsakasamhengi er á milli óhóflegrar streitu í uppvextinum og sjúkdóma á fullorðinsaldri, líkamlegra ekki síður en andlegra. Þess vegna verðum við að hugsa hlutina upp á nýtt. Við erum ekki lengur fátæk þjóð sem skortir aðgang að gagnreyndri þekkingu. Hvort sem við lítum til mannúðarsjónarmiða, almennrar skynsemi eða rannsókna í geðheilbrigðis- og hagfræði er niðurstaðan alltaf sú sama: Fjármunir sem fara í að styrkja fjölskyldur fyrstu ár barna þeirra skila samfélaginu mestum hagnaði og spara með tímanum gríðarleg útgjöld. Hversu öfluga starfskrafta vinnumarkaðurinn fær í framtíðinni veltur því að verulegu leyti á að foreldrum þeirra hafi verið gert kleift að sinna þeim þegar þeir þurftu mest á því að halda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar